Nú höfðum við mál gegn oki gamla heimsveldisins

Verulega ánægjulegt að mínu mati og þá sérstaklega að að frumvarpinu komi þingmenn úr stjórnarandstöðu einnig. Við eigum ekki að sætta okkur við svona framkomu án þess að láta á það reyna hvort lagalegur skilningur sé fyrir því að við höfum verið beitt freklegum misrétti.

Þetta gæti mögulega haft síðan gríðarleg domino áhrif ef svo vel færi að dæmdist á okkar væng í málinu. Það eru eflaust margir stjörnulögfræðingarnir sem gætu fyrir dómstólum sýnt fram á hvernig fjöldinn allur af fyrirtækjum fóru í þrot í beinum tengslum við þetta mál, eða eru við það að fara í þrot.

Það er afar áríðandi að við samþykkjum að setja í þetta fjármagn.


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við erum öll á leið í þrot út af þessu...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

það hvíslaði lítill fugl að mér að einhver bankana sem starfaði erlendis hafi átt í einhverju olíufyrirtæki í Araba löndum sem var víst ekki allt sem séð var og vafasamar greiðslur á vafasöm samtök !!!!! 

einungis gróa á leyti enn :)  Vonandi hefur viðkomandi verið að dreyma.

Það væri ferlegt isssssss............................. 

Gunnar Björn Björnsson, 17.12.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hjólum í þá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Hvernig sem það fer vona ég að fólk geri sér grein fyrir að " það bætti ekki stöðu Íslendinga " að setja lögin á okkur,   en að Ísland sé gjaldþrota , er ekki allt í lagi.

við vorum búinn að þjóðnýta Glitni og LB þegar Bretar ákváðu þetta, vorum kominn í djúpan og hefðum alltaf farið þessa leið, spurningin er hinsvegar þessi, hefðu fjárglæframenn ekki bara komið meiru undan !!  ég ætla ekki að fullyrða neitt, mér finnst samt enn bera vott á að við föst í Bretum "stöðnuð" í stærðargráðu svikamyllunar sem einungi Íslenskir Útrásarvíkingar sömdu, please ....... Bretum að kenna.  Það er heitir að koma múgnum í aðra átt en vandamálið er, myndi henta ríkistjórninni vel.  Og by the way eina sem ég heyrði eftir þetta var að Icesave reikningarnir hefðu verið svo miklar fjárhæðir að eignir og innistæður gætu kannski nægt fyrir skuldum til breskra sparifjáreigenda, bíddu og það þýðir engin afgangur pínu mínus. Og ef reunveruleikinn væri svona einfaldur ætli Ríkistjórn Íslendinga væri ekki með meiri læti og eflaust Norðulandaþjóðir líka !!hmmm.....  afhverju var engin í back up liðinu " góð hugleyðing " 

Hvernig sem fólk hugsar þetta þá ber Ríkisstjórnin ábyrgð á vinnuháttum Íslensku bankana og aðferðum og hefði átt að vera löngu búið að stoppa þá, vegna smæðar hagkerfis okkar hlið þeirra og allir eru sammála um að bankarnir meiga ekki vera mikið stærri en hagkerfið sjálft svo að hætta sé á ferðum fyrir almenning," hvað þá 12 sinnum"  Einnig hvar var eíkið þegar allar gerfi færslur FL og HAGA, STERLING, OG FLEIRI FYRIRTÆKJA, Voru að mjólka "þurrausa fjármagnið í landinu með erlendum lántökum.  

Ég á í fasteignasölu og má hvorki kaupa né selja fyrir sjálfan mig þar, samk. lögum en hinsvegar ef ég ætti banka og tryggingar félag þá má ég gera það sem mér sýnist ! Já skulum ekki kenna bretum um hvernig fór ríkisstjórnin var blinduð af græðgi og svíður í afturendan fyrir blindni ;)    

Eigið svo góðan dag. 

Gunnar Björn Björnsson, 17.12.2008 kl. 10:32

5 identicon

Já einmitt. Þetta er fín leið til að dreifa athyglinni frá því sem raunverulega skiptir máli. Að hópur Íslendinga hafi féflett, rænt og almennt nauðgað sinni eigin þjóð.

Flott. Fara í mál við Bretana. Þá fer öll orkan og umæðan í það og ræningjarnir geta þá rólega þurrkað feitina af kjöftunum á sér á meðan.

Gangi vel með þetta meðan landið sekkur. Ríka pakkið hefur það fínt á skútunum sínum á meðan

K

Karl A (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Karl, af hverju að takmarka sig við að gera bara eitt í einu?  Hvaða fásinna er það?

Tökum á öllu sem þarf núna, það er engin ástæða til þess að taka bara fyrir eitt atriði í einu á listanum. Listinn er langur, en margar hendur vinna létt verk segir máltækið.

Baldvin Jónsson, 21.12.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband