Væri ekki yndislegt ef væri í alvöru til tafla sem hjálpar manni að léttast?

Ég er einn þeirra sem vilja helst ekki vita hvað BMI stendur fyrir Whistling

Sit hérna í eldhúsinu heima hjá mér og borða konfekt frá Nóa og Síríusi í 1 Kg. kassa meðan ég skrifa þessi orð. Var að enda við að taka um það ákvörðun að skella mér á CrossFit námskeið hjá WC á Seltjarnarnesi strax eftir áramótin. Hentar mér ágætlega að það hefjist ekki nýtt námskeið fyrr, get þá einbeitt mér að mat yfir hátíðirnar FootinMouth

Ég veit, ég ætti líklega að skammast mín. Ætti líklega að rífa mig upp á rassgatinu, taka mig á, nota viljastyrkinn, vera bara hress á því og velja hollt mataræði (get líklega bætt lengi við þennan lista af kaldhæðnislegum ráðleggingum) en akkúrat núna bara nenni ég því ekki eða langar ekki. Get ekki hugsað mér akkúrat núna að "liggja ekki nett í því" um hátíðirnar.

En svo, svo verður þetta svakalegt.  I'll quit tomorrow sagði alkinn ítrekað.....


mbl.is Heilinn vegur þungt í offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er mun gáfulegra að reyna að undirbúa þig fyrir átakið og njóta hátíðanna. Ekkert gagn í að byrja að æfa fyrr en eftir áramót því það eru litlar líkur á að fólk höndli það að byrja átak á þeim tíma ár sem maður er með matarilm í nösunum allan sólarhringinn!

Óskar, 15.12.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband