Það er augljóslega stórhættulegt á tímum sem þessum að vera með svona sterka ríkisstjórn

Nú sest ríkisstjórnin saman niður á Alþingi og samþykkir að veita sér full umboð til þess að semja um erfiðasta mál sem að þjóðin hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, ef ekki frá upphafi síðustu aldar.

Hér eru engir fyrirvarar að virðist, enginn málskotsréttur. Hér fær Geir einfaldlega fullt umboð til þess að ákveða sjálfur hvað honum finnst best.

Treystum við Geir til þess??

 

Annars bara svona til þess að vera ekki allt of alvarlegur á þessum degi afmælisveislna verð ég að skella hérna inn einum gömlum góðum Dylan í flutningi Johnny Cash og June Carter.

 


mbl.is Með umboð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Baddi minn!

Þú mátt nú ekki alveg gleyma því að við höfum forseta sem þarf að samþykkja öll lög sem sett eru af alþingi. Og ef forsetinn neitar að undirrita lög þá ber að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi lagnna.

Þannig að í praxís þá eigum við almenningur að eiga síðasta orðið í svona krítískum málum sem snúa að almannaheill, Stjórnarskránni, sem og samfélaginu öllu.

Jonni Peningur er allaf frábær ...

Gísli Hjálmar , 6.12.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir er ekki treystandi fyrir þessum völdum. Ef hann gerir mistök segir hann bara úps einhverjum öðrum að kenna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Gísli, en það er nú einmitt þannig að þessi lög verða samþykkt ÁÐUR en þau koma í framkvæmd eins og alltaf er. Það þýðir að Forseti vor mun væntanlega samþykkja þau á næstu dögum án mögls til þess "að standa ekki í vegi fyrir" lausn. Þannig hefur þetta verið sett fram af þeim undanfarið, allir sem vilja tefja fyrir standa í vegi fyrir lausn.

Mér hefur ekki sýnst þeim ganga svo vel með lausnirnar hingað til samt.

Baldvin Jónsson, 6.12.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir myndbandið, þau voru yndisleg - flottust!

Geir ber náttúrlega ekki persónulega ábyrgð á einu eða neinu - enda fer persónuleiki hans bráðum að verða algjörlega gufaður upp, ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband