Krónan á flot á morgun - nú er að halda í sér andanum og skella á sig fallhlífinni

Nú mun verulega á það reyna hvernig staða krónunnar raunverulega er á næstu dögum. Skráð gengi krónunnar undanfarnar vikur hjá Seðlabanka Íslands hefur augljóslega ekki endurspeglað markaðsvirði krónunnar. Best líklega að skoða skráð gengi hjá Seðlabanka Evrópu til að komast sem næst réttu gengi, en á sama tíma þarf að hafa í huga að krónan heffur ekki verið á markaði í fjölmörgum löndum og bönkum undanfarnar vikur.

Annað afar merkilegt sem að ég rakst á í dag í bloggi hjá skrifara sem kallar sig Spámanninn.

Þar er talið upp hverjar eru raunverulegar skuldir þjóðarinnar, það er hvert var raunverulegt útlánahlutfall bankanna í skiptingu milli þjóðarinnar og svo fyrirtækja innlendis og erlendis og annarra erlendra aðila.

Eins og kemur fram í athugasemd hjá Spámanninum að þá er hlutfallið samkvæmt ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 2007 svona:

59% til erlendra aðila  (Væntanlega mest íslendingar - við vorum rænd!!!)

32% til innlendra fyrirtækja, sveitarfélaga o.s.frv. og svo aðeins

9% til heimilanna.  Af lánum til heimilanna voru um 60% fasteignalán og um 40% önnur lán.  Það er 40% af 9% er 3,6%.  Það eru sem sagt 3,6% af heildarútlánum bankanna fyrir árið 2007 til neyslu.

3,6% af heildarútlánum bankanna var í þessa "óráðsíu sem landsmenn tóku allir þátt í" samkvæmt framsögu ráðamanna.

Við bárum ábyrgð á 3,6%!!!

Ég veit ekki hvernig ég get komið því nógu vel á framfæri hér.

Við sukkuðum fyrir 3,6% en eigum að borga allt saman. Hverjum reiknaðist til að það væri eðlilegt?!?


mbl.is Millibankamarkaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er skelfdur... virkilega skelfdur.

Óskar Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 20:42

2 identicon

Já ég líka

Hættum að Borga

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru góðar fréttir, því að nú hefur gefist tími til undirbúnings. Mér er kunnugt um, að mikið af gjaldeyri býður færis að komast inn í landið. Þegar hækkunarferlið hefst getur hækkunin orðið snögg.

Nú þarf að fara að horfa til framtíðar varðandi gjaldmiðilsmál þjóðarinnar. Lang-bezta lausnin er Dollaravæðin með Myntráði. Hér er hægt að lesa um hvernig það fyrirkomulag virkar:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.12.2008 kl. 21:26

4 identicon

Ja hérna hér!!! Takk fyrir þessar upplýsingar!!

Nú get ég virkilega sagt við þá sem tuða um að við höfum átt STÓRAN þátt í þessu eyðslu-bulli, SHUT UP!!! 

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband