Að sjálfsögðu "efast" Jón Ásgeir - allt annað er honum afar óhagstætt

Davíð átti að sjálfsögðu bara við Jón Jónsson, persónugerving allra íslenskra skuldara er það ekki?

Hér eru á ferðinni 2 aðilar að mínu mati sem báðir þurfa væntanlega að svara fyrir ansi margt gagnvart rannsóknarnefndinni sem til stendur að setja á laggirnar. Ég óttast það mest kannski að því lengra sem líður (tíminn flýgur) því betur takist JAJ að koma sínum málum undir teppi.

Davíð þarf svo sem mín vegna ekki að svara neinu ef hann bara gjörir svo vel að leggjast í helgan stein hið snarasta.


mbl.is Efast um að Davíð eigi við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf augljóslega að skoða málin nokkuð vel. Mér finnst að þeir sem móta stefnuna og búa til rammann sem afmarkar það sem bisness liðið getur gert vera þeir sem mesta ábyrgð bera. Enda sjáum við hvernig þeir aðilar fara í vörn núna. Davíð hefur því miður bara verið með barnalega stæla eftir a allt fór til andsk. Sem er sorglegt og ekki honum sæmandi. Sterkasti leiðtogi sem nokkurn tímann hefur verið í íslenskum stjórnmálum allt í einu farinn að svara með því að rífa kjaft. (ég er ekki endilega sammála stefnum Davíðs, en hann var öflugur leiðtogi, um það er ekkert hægt að deila)

Davíð (og kó), Jón Ásgeir, Björgólfarnir og svo margir fleiri þurfa að svara til saka. Í hæsta máta óeðlilegt að þeir sem högnuðust mest á vitleysunni standi upp últra ríkir eftir allt og hinn venjulegi launamaður missi allt.

ari (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Ómar Ingi

Rétt hjá Ara

Ómar Ingi, 25.11.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það sem mörg okkar óttast mest núna er að þessir últra ríku, eins og þú nefnir það Ari, komi nú svífandi til baka og kaupi afganginn af landinu eins og nú þegar er byrjað á hálfgerðum brunaútsölum.

Heyrum nú fréttir af kaupum Haga á BT, mögulegum kaupum Kaldbaks á TM og svona á eflaust eftir að dynja áfram á okkur á komandi vikum og mánuðum verði ekkert að gert.

Það er einfaldlega ekki neinum íslendingi sæmandi að ætla að greiðsla fyrir partýið lendi að stærstum hluta á fólki sem tók jafnvel lítinn þátt í því.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband