Er pólitík ekki eins og lífið er? Eiga ráðherrar og þingmenn ekki að vera birtingarmynd af þverskurði þjóðarinnar?

Það er nú reyndar svo að um langt skeið hafa þingmenn ekki verið raunverulegur þverskurður þjóðarinnar eins og lengi var hugmyndin, stærstur hluti þeirra orðin háskólagenginn. En engu að síður hljótum við að geta gert þá kröfu að störf þeirra endurspegli þær kröfur og siðferði sem að við gerum til okkar sjálfra og umhverfis okkar dags daglega.

Það er búið að vera mér hugleikið í dag (og hefur reyndar verið áður) hvernig þessi mál ríkisstjórnarinnar litu út ef um væri að ræða stjórnun fyrirtækis.

Það er þannig að öll viljum við trúa því að við séum með gott hjarta. Öll viljum við geta trúað því að við séum að gera okkar besta hveerju sinni. Meira að segja trúa því flestir þeirra sem nú sitja í afplánun á Íslandi að þeir, afbrotamennirnir, séu gott fólk með gott hjarta. Að þeim hafi bara orðið á en séu í raun gott fólk. Ég sjálfur, sem kom oft illa fram við fólk á yngri árum, var samt alltaf staðfastur í þeirri trú að ég væri góður drengur og meira að segja þegar ég var hvað verstur var ég samt alltaf í hroka mínum jafn undrandi á því að fólk skyldi ekki leita til mín með vandamálin sín.

Dæmisaga:

Forstjóri stórs fyrirtækis tekur ítrekað ákvarðanir í góðri trú sem stór skaða rekstur fyrirtækisins. Þrátt fyrir það neitar hann að stíga frá þar sem að hann lifir í þeirri bjargföstu trú að enginn sé betur starfanum vaxinn en hann, að snúa þessu til hagnaðar fyrir fyrirtækið. Þrátt fyrir ítrekuð mistök styrkist hann jafnvel bara í þeirri trú og undrast kjánalegar yfirlýsingar hluthafanna sem vilja að hann fari frá.

Hvað ætli myndi gerast í raunveruleikanum?

Myndu hluthafar a) reka hann? eða b) bíða bara og vona að þetta sleppi til?

Ég skil Geir og Davíð voða vel. Ég var lengi vel þessi maður líka, sem þrátt fyrir mikil mistök í lífinu var samt alltaf algerlega viss um eigið ágæti (svona a.m.k. á yfirborðinu). En málið er bara ekki þannig að samfélagið eigi að líða það að veikir menn ákvarði sjálfir um eigið geðhæfi og getu til þess að takast á við vanda þjóðar.

Í samtökum þar sem að ég hef verið meðlimur um árabil tölum við gjarnan um að það hafi verið okkar eigin haus sem kom okkur í vandann sem við stóðum/stöndum frammi fyrir.

Er þá ekki einfaldlega fáránleg hugmynd að sami haus leysi vandann aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef þú vilt skoða hvort að þingið sé þverskurður af þjóðfélaginu þá er ágætis ritgerð (misserisverkefni) til um menntun þingmanna og starfsreynslu upp á Bifröst á bókasafninu þar.

Fannar frá Rifi, 26.11.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband