Vel orðað Páll Magnússon

Páli er ég ekki aðeins sammála þarna með framgöngu Sigmars í Kastljósinu, heldur einnig því að linkind fjölmiðla sé án nokkurs vafa hluti af vandanum sem við stöndum nú frammi fyrir.

Er reyndar, eins og ég hef áður sagt, á því að Egill hefði náð mun meiri árangri gagnvart Jóni Ásgeiri, ef að hann hefði haldið aðeins ró sinni og fengið svörin fram.

Er þó ekki sammála öllum þeim sem að finnast að Geir hafi komið verulega illa út úr þessu, þetta er a.m.k. í fyrsta skipti í 3 vikur sem að mér finnst hann svara einhverju afdráttarlaust. Það er afar góð tilbreyting að mínu mati.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, Sigmar átti meira að segja ónotuð spil á hendi um kostnað almennings af gengisfalli og verðbólgu vegna bankahrunsins. Hann var fastur fyrir, slíkt hefði mátt sjást oftar.

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því að miðað við allar aðstæður kom Geir betur út úr þessu viðtali en búast hefði mátt við fyrirfram. Þó ég sé náttúrulega fullkomlega ósammála afstöðu hans til stjórnar Seðlabankans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek fram að með "allar aðstæður" á ég ekki við framgöngu Sigmars, sem mér fannst bara allt í lagi. Þó missti hann sig aðeins þegar hann fullyrti, sló því föstu að við yrðum láin borga (þjóðin) þegar Geir var nýbúinn að segja að unnið væri að því í samningaviðræðum að koma í veg fyrir að slíkt gerðist. Heldur á ég við þá aðstöðu sem ríkisstjórnin er í þessa dagana, með fullt fangið af verkefnum og bálreiða þjóð sem væntir svara.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:43

4 identicon

Það biðu allir spenntir eftir því að heyra hvað Geir Haarde forsætisráðherra hefði að segja okkur, en við urðum að hlusta á einræður Sigmars sem því miður eiðilagði viðtalið.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband