Merkilegt....

Nýlega var sagt frá ţví í fréttum ađ Straumur-Burđarás hefđi tapađ öđrum íslenskum bönkum meira á falli Lehmann Brothers, og á íslenskri stćrđargráđu hefđi mađur haldiđ ađ Straumur-Burđarás vćri ţví hćtt viđ falli eftir ţetta stórtap.

Hvernig stendur ţá á ţví núna, á sama tíma og Glitnir riđar, getur Straumur-Burđarás lagt fram 380 milljónir Evra Landsbankanum til ađstođar??

Eru íslenskir fjármálasnillingar enn og aftur ađ sýna okkur einhverja galdra eđa er ţetta raunveruleiki?


mbl.is Straumur eignast hluta Landsbankans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Ţetta er spurning um kredit, skuldatryggingarálag erlendis á fjármálamörkuđum.

Ţar var Glitnir komin í 1400punkta. eđa 14% ofaná vextina sem eru ađ jafnađi 4-6% ţannig ađ ţeir gátu als ekki fengiđ lánsfé. Nema ef til eigendaskipta kćmi, núna hefur Glitnir einhverja möguleika á ţví ađ halda áfram en ríkiđ fćr verri skuldatryggingarálag í ţokkabót, ţarf ekki ađ draga ţađ af meintum 100ma. hagnađi.

Skemmtileg pćling hvort Landsbankinn sé ađ undirbúa sig, núna eiga ţeir betra eiginfjárhlutfall, geta styrkt ţađ međ hlutafjárútbođi jafnvel. Eđa hvort Straumur sé ađ gera sig tilbúinn til ađ taka Glitni, eđa menn séu bara ađ gera sig tilbúna fyrir nćstu 6mánuđi.

Johnny Bravo, 1.10.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Ómar Ingi

Landsbankinn á í dag Glitnir , ţađ verđur tilkynnt á nćsta ári.

Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 18:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband