Mörg áhugaverð svör í þessari könnun - sýnir hversu stór hluti þjóðarinnar er sammála því að ESB sé líkleg framtíð

75,5% almennings og 72,2% áhrifavalda telja að Ísland verði í Evrópusambandinu (ESB) 2050.
Afar ánægjulegt að sjá hversu stór hluti er sammála okkur hjá Íslandshreyfingunni með að þetta sé líkleg framtíð, og þ.a.l. afar brýnt að skoða kosti og galla þess að ganga í ESB fyrr en seinna.

Einnig áhugavert að 62,5% almennings og 64% áhrifavalda telja að umhverfismálin verði helsta viðfangsefni stjórnmálanna 2050 og í öðru sæti komu efnahags- og atvinnumál með 38,3% almennings og 50% áhrifavalda.

Þá var spurt fyrir hvað fólk teldi að Ísland yrði einkum þekkt árið 2050 og þar svara 28% almennings og 31,7% áhrifavalda að við verðum helst þekkt fyrir náttúru (fegurð, ósnortin, náttúruvernd) og hreint/gott loft.

Og til að telja meira sem mér fannst afar áhugavert þarna, þá telja 76,2% almennings og 90% áhrifavalda að innflutningur landbúnaðarafurða verði orðinn frjáls í meginatriðum árið 2050.

Einnig telur meirihluti aðspurðra að flest ökutæki á Íslandi verði þá drifinn af vistvænni orku.

Þetta eru afar ánægjulegar niðurstöður fyrir Íslandshreyfinguna og staðfesting á því að við erum á algerlega réttri leið.  Stefna okkar er algerlega í anda meirihluta þjóðarinnar, nú er bara að vona að við náum að koma því almennilega á framfæri, að það nái að telja á kjördag.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Flestir telja að Ísland verði komið í ESB árið 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að það þurfi að koma skýrt fram í opinberum umræðum, að Íslandshreyfingin, þrátt fyrir að sé hlynnt aðildarviðræðum að ESB, þá komi það aldrei til greina að afhenda hluta af lögsögu okkar, það er, ef ég skil talsmann rétt    Aðrir þættir kæmu til með að hafa jákvæð áhrif, t.d afnám verðtryggingar og lægri vextir ofl.  

Bára (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband