Vendum nú kvæði í kross, nú eru það borgarmálin - REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ verður til

Nýtt framboð stígur nú fram í Reykjavík og mun taka þátt í komandi sveitarstjórnarkosningum, Reykjavíkurframboðið.

Við erum hópur fólks sem að finnst skelfilegt upp á að horfa að einu lausnirnar sem að eigi að bjóða okkur fjölskyldufólki í Reykjavík upp á á komandi kjörtímabili, séu skattahækkanir og mikil skerðing á þjónustu.

Borgin liggur á mikilli auðlind í landi Vatnsmýrar. Auðlind sem hæglega stendur undir því að bætt verði við í velferðarmálin og komið alfarið í veg fyrir skattahækkanir. Vegna mikilla tengsla fjórflokksins við landsbyggðina hafa fulltrúar þeirra í borginni að virðist ekki getu til þess að ganga í það að berjast fyrir hagsmunum borgarbúa af fullum krafti. Við teljum því fulla þörf á framboði sem ætlar að einbeita sér að eingöngu því, að berjast fyrir hagsmunum borgarbúa.

Hver vill ekki sjá bætta þjónustu í velferðarmálunum? Betri úrræði fyrir fólk í neyð? Það er ekki fólki bjóðandi að þurfa að standa í löngum biðröðum úti á götu, frammi fyrir öllum sem sjá vilja, og bíða eftir matargjöfum eða annarri slíkri aðstoð. Nú er það á okkar ábyrgð að stíga fram og standa saman um velferð okkar og barnanna okkar.

Það er opinn kynningarfundur fyrir framboðið klukkan 20:00 annað kvöld á 2. hæðinni í Iðnó.

Ég hvet þig eindregið til þess að mæta!


mbl.is Reykjavíkurframboð býður fram í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er nú það síðasta sem okkur vantar inn í Ráðhúsið núna, er fleira fólk sem sér ekki út fyrir 101.

Lausnin og sparnaðurinn fyrir borgarbúa er að færa vinnu og skóla inn í miðja borg.

Nýr spítali og samgöngumiðstöð á að byggjast á miðsvæði höfuðborgarinnar.

Sturla Snorrason, 26.4.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sjálfur bý ég ekki í 101 og hef eytt mestum hluta af mínum tíma utan við höfuðborgarsvæðið síðastliðin rúm 3 ár. En ég skal fyrirgefa þér þennan misskilning.

Sé ekki betur á blogginu hjá þér en að við séum að minnsta kosti afar sammála um að þétting byggðar í miðbænum er mikilvægt hagsmunamál.

Baldvin Jónsson, 26.4.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef þjóðartekjur hafa lækkað um 40% síðan 2007 þá eiga tekjur borgarinnar að lækka að sama skapi.

Það getur vel verið eignir gömlu bankanna hafi hækkað í Íslenskum krónum varla mikið í evrum. 

Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Baldvin.

Ekki stendur á viðbrögum frá fjórflokksfulltrúum og hræðslumerkjum í skrifum þeirra.

Nýtt framboð er ógn við fjórflokkinn... ég styð þetta framboð og er í undirbúningsnefndinni fyrir þetta farmboð.

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 26.4.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hverjum á að selja land í Vatnsmýrinni, eins og staðan er í dag?

---------------------

Þau plön sem gerð voru fyrir nokkrum árum síðan, voru gerð fyrir kreppu - þegar nóg virtist af fjármagni.

Hvar ímyndið þið ykkur, að þeir milljarðatugir, séu til staðar?

Er það, enn eina ferðina, Lífeyrissjóðirnir sem eiga að blæða?

Eða, eruð þið að pæla í túristahótelum?

---------------------------

Menn búa ekki til peninga, með því einu að óska sér þeirra?

  • Í því liggur grunnvandinn, að framboð á fjármagni á Íslandi, minnkaði mjög mikið við hrunið.
  • Sú velferð, sem búin var til, á allra síðustu árum, miðaðist við það að aðgangur að fjármagni myndi ekki minnka heldur aukast.
  • Nú, þegar þær væntingar eru hrundar - stöndum við Íslendingar, frammi fyrir stærsta niðurskurði í velferð sem við munum sennilega nokkru sinni ganga í gegnum.
  • Ég, held að það sé popúlismi að halda öðru fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 01:00

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Einar Björn og takk fyrir innlitið.

Markmiðið er að fá í gegn nýtt skipulag fyrir Vatnsmýrina og koma í söluferli helst fyrir lok næsta kjörtímabils. Peningarnir þyrftu í upphafi að vera í formi veðsetningar á landinu að hluta, til þess að mæta núverandi aukinni þörf borgarinnar á fjármagni.

Það mun verða þörf á nýju húsnæði í Reykjavík eftir u.þ.b. 3 ár miðað við spár um íbúafjölgun.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 01:39

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

36.000 dollara Þjóðartekjur á haus. Pólverjar koma ekki hingað meira kannski Lettar. 10% atvinnuleysi.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 02:12

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þeim mun mikilvægara að finna leiðir til innspýtingar á fjármagni inn í borgina og skapa störf, eða tækifæri fyrir þau.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 02:17

9 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hvað með þá samlanda þína sem þurfa lífsnauðsynlega á flugvellinum að halda, þar sem völlurinn er staðsettur í grennd við sjúkrahúsin?

Hvaða hópur nýtir mest Reykjavíkurflugvöll, ef ekki landsbyggðarfólk og ferðamenn?

Halldóra Hjaltadóttir, 27.4.2010 kl. 08:08

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nú er svo komið Halldóra að það eru öll bráðatilfelli af sjúkraflutningum af landsbyggðinni, flutt með þyrlu og þá beint á sjúkrahús en ekki á flugvöllinn. Aðrir sjúkraflutningar eru ekki bráðatilfelli og taka gjarnan þó nokkurn tíma, en fólk er gjarnan hátt í þrjá tíma á ferðinni sem er flutt með þeim leiðum. Hvaða máli skipta þar ca. 8 mínútur til viðbótar?

Til þess að skýra þennan tíma að þá er fólk flutt fyrst á flugvöll á landsbyggðinni þaðan sem er sjúkraflug. Þessi tími er afar sjaldan undir 20-30 mínútum. Þar bíður það gjarnan eitthvað eftir vélinni, nema að það hafi tekið þá bið út annarrsstaðar. Verum jarðbundin og gefum okkur að það bæti aðeins 20 mínútum við tímann. Vélin er síðan allt að klukkutíma á leiðinni til Reykjavíkur. Þá tekur við tími við að koma þeim flutta frá flugvélinni í bíl og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Slíkt tekur aldrei minna en a.m.k. 20 mínútur. Þar með í þessu dæmi sem er mjög hófstillt, erum við strax komin í 2 klukkutíma sem að ferðalagið er búið að taka. Hverju breyta ca. 8 mínútur til viðbótar?

Þegar um bráðatilfelli er að ræða þar sem tíminn skiptir sköpum er notast við þyrlurnar, eins og ég nefni hér að ofan.

Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir örfáum árum síðan eru aðeins 9% landsmanna sem að nota flugvöllinn einu sinni á ári eða oftar. Síðan þá hafa vegasamgöngur bæst enn frekar og nú eru færri sem nota flugvöllinn. Hversu mikla skerðingu eiga þeir sem verst hafa það í borginni að taka á sig fyrir 8 mínútna mun til handa þessum 9%?

Ferðamönnum er slétt sama um staðsetningu flugvallarins. Það breytir engu fyrir þá hvort að hann er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur (sem er náttúrulega stórfurðulegt frá mörgum sjónarhornum) eða í útjaðri borgarinnar. Starfandi í ferðaþjónustu þekki ég það vel. 

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 08:59

11 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þessar átta mínútur skipta sköpum og ekki eru öll bráðatilfelli flutt með þyrlum.

Það er ekkert furðulegt að hafa flugvöll innan borgarmarka eins og tíðkast í flestum borgum heims og nálægð við miðbæinn er þægilegt fyrir þá sem nýta sér þessa samgönguæð, því að þeir eru, jú ekki á bíl.

Hef starfað sjálf í ferðaþjónustu og hef heyrt það einmitt frá erlendum ferðamönnum hversu frábært það sé að lenda í göngufæri við miðbæinn.

Þegar flugvellir eru staðsettir er líka verið að horfa á aðflugsskilyrði og ef við erum raunsæ, þá er einfaldlega ekki hægt að planta flugvelli hvar sem er á Íslandi.

Hvert á svo að færa flugvöllinn, þannig að ferðalag þeirra sem nauðsynlega þurfa á sjúkrahús lengist um 8 mínútur?

Hvert á svo að færa flugvöllinn, þannig að þessi 8 mínútna lenging á ferðalagi fólks í aðgerð gangi upp?

Hvað ætli það kosti að færa eitt mannvirki, eins og t.d. flugvöll fyrir fátæka borgarbúa? Og hvar funduð þið betri aðflugsskilyrði fyrir færðan flugvöll?

Svo er nýbúið að gera upp fína aðstöðu fyrir t.d. Flugskóla Íslands, en það má náttúrulega ýta yfir öll þessi mannvirki fyrir lóðir sem verða ekki seldar þá fyrr en eftir 20 ár fyrir slikk.

Ekki satt?

þetta mál á ekki upp á pallborðið hjá neinum flokki þar sem þetta er óhagkvæmt í náinni framtíð og býður upp á mikið bras.

Halldóra Hjaltadóttir, 27.4.2010 kl. 09:24

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hér ferðu einfaldlega með rangt mál Halldóra eða vísar til gamalla heimilda. Bráðatilfellin eru flutt með þyrlum í dag, það eru fyrst og fremst almennir sjúkraflutningar sem fara með flugvélum og oft einfaldlega sjúkrabílum.

Það hafa komið fram margar ágætis tillögur um nýja staðsetningu flugvallarins og mikið búið að gera af úttektum. Úttektum sem reyndar margar hafa síðan ekki verið opinberaðar vegna þess að hagsmunaklíkum fjórflokksins hafa fundist þær styrkja um of hugmyndina um að flytja völlinn. Hagsmunaklíkurnar eru nefnilega svo afskaplega hræddar við atkvæðin sín á landsbyggðinni, sem er ein afar góð ástæða fyrir því að Reykvíkingar verða að geta valið sér kost sem leggur skýra áherslu á hagsmuni borgarbúa.

Áætlaðar tekjur af sölu Vatnsmýrar eru ríflega 100 milljarðar. Eftir að búið er að flytja flugvöllinn og greiða til ríkissins þeirra hlut, gera áætlanir ráð fyrir að eftir verði ríflega 70 milljarðar til handa borginni. Það er upphæð sem skiptir sköpum

Hólmsheiði er sú staðsetning sem hvað best hefur komið út í skoðunum.  Þú vísar til aðflugsskilyrða. Hólmsheiðin mælist í 96-97% opnun á ári á meðan að núverandi staðsetning mælist í 98-99%. Það er nú allur munurinn þar á.

Aðstaða Flugskóla Íslands hefur því miður afar lítið að segja í heildarmyndinni. Henni verður hæglega fundin önnur góð aðstaða.

Ef þú lest betur færsluna og athugasemdir hér að ofan og skoðar eigin rökhyggju til framtíðar, gerirðu þér grein fyrir að fullyrðing þín um "enga sölu fyrr en eftir 20 ár á slikk" er í besta falli einfeldni. Svo ég endurtaki það enn og aftur, miðað við áætlun um þróun íbúafjölda er þörf á nýjum íbúðum í borginni eftir um 3 ár og þá ekki síður leiguíbúðum en íbúðum til eigna. Það er því einnig mikilvægt mál að koma hér á styrkum leigumarkaði með þeim úrræðum sem til dæmis Íbúðalánasjóður hefur yfir að ráða.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 10:02

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ráð Íbúðalánasjóð hafa þau verið enduskoðuð í ljósi mikls óeðlilegs áhættu reksturs síðustu ára?

130% lán vegna húsnæðis skráðs eigenda er í raun eilífðarleiga að mínu mat. Er leigumarkaður þess vegna orðin einn sá stærsti í heimi.

Eðlileg íbúaþróun í EU er 0% hér um 1,8%? Hver segir að Íbúum fjölgi hér um fram EU í framtíðinni þegar tekjur á haus hafa lækkað um 40% hrapað niður í þær á Grikklandi?

Utanríkisráðherra á Þingi áðan gerði sér grein fyrir að fjölskyldur fari í bankann á krepputímum? [Til að borgar hagnað fjármálgeirans] Kreppan byrjar fyrst þegar fjölskyldur er búnar að tæma allar innstæður? Ég tel ekki marga mánuð eftir í það?

Ég not einfalda viðurkennda hefðbundna rökleiðslu siðaðra, sömu og kom mannkyni á tunglið.

Það er á þeim mælikvarða rökleysa að tala um um eigin rökhyggju. Lýsir vanþroskuð skilning þeirra sem ekki er fróðir um viðurkenndar á alþjóðamælikvarða rökleiðslur á samþykktum raungrunngrunni.

Hyggja er það sem maður heldur stíft vera rétt.

Síðast kreppa,  fól í 30% sér kjaraskerðingu í evrum fyrir 60% hluta þjóðarinnar, innleiðingu raunvaxta námslána og lámarkframframfærslu innflutnings frá EU.  Það má gera áætlanir út frá því hvernig framtíðin verður þegar þessi kreppa er kominn sannanlega í hámark.

AGS segir 2005 að 60% neytenda hér séu ekki meira lánshæfir ævilangt, 2007 er þetta hlutfall örugglega talsvert hærra.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 11:55

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

úfff Baldvin. ætliði nú að fara stefna á að leggja niður þau störf sem eru í kringum flugvölinn til þess að hefja hvað? einhverja fasteignabrasks bólu og koma af stað nýbyggingum á einhverjum íbúðum sem engin þörf er fyrir eða eftirspurn eftir?

Fannar frá Rifi, 27.4.2010 kl. 12:24

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Uuu flugvöllur á Hólmsheiði væri nú þegar orðinn fyrir, byggð sækir að báðu meginn frá, ég mæli með Ölfusinu við Sunnlendingar erum alveg til í að fá þessi gjöld og störf.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.4.2010 kl. 12:40

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frakkar og Þjóðverjar nota en þau rök í 50 ár að byggja upp öll sín lönd, til að réttlæta góðar samgöngur um þau og betri ræktrar nýtingu á landinu öllu. Óarðbær kostnaður sem fylgir því að allir búi á samstað ætti ekki að þurfa að ræða. Innræði hagræðing hefur sín neðri mörk, innri siðvænlegur kostnaður reiknast sem hreinar innri tekjur og er óþarfi að hámarka. Innan EU tryggir hann fleiri evrur í umferð.

Er útboðsskylda í stórar framkvæmdir ekki skylda í ljósi EES.  

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 13:42

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Áætlaðar tekjur af sölu Vatnsmýrar eru ríflega 100 milljarðar. Eftir að búið er að flytja flugvöllinn og greiða til ríkissins þeirra hlut, gera áætlanir ráð fyrir að eftir verði ríflega 70 milljarðar til handa borginni. Það er upphæð sem skiptir sköpum"

---------------------------

Úreltar áætlanir.

Þær byggpust á því verðlagi fyrir land og fyrir húsnæði, sem ríkti velmegunarárin rétt fyrir bóluhagkerfið, þegar allt virtist vera betra í framtíðinni.

Í dag, fengist mun minna fyrir landið - en, verð fyrir land og einnig húsnæði, markast af efnahags ástandi hvers tíma.

Ég get hið minnsta fullyrt, að gróðinn - hugsanlegi í peningum talið - væri mun minni ef þessi áætlun væri endurreiknuð í dag, á sama tíma að kostnaðurinn hefur ekki minnkað.

*Síðan, gleymirðu einnig að reikna með þeim peningum, sem borgin fær á hverju ári, í tekjur af flugvellinum. 

**En, reikna þarf með missi þeirra tekna, sem kostnaði.

------------------------------

"Peningarnir þyrftu í upphafi að vera í formi veðsetningar á landinu að hluta, til þess að mæta núverandi aukinni þörf borgarinnar á fjármagni."

---------------------

Galli, að þá ertu að taka peninga út á væntingar um framtíðar tekjur, sem er ósiður. En, þá síðar meir, þá ertu væntanlega búinn að eyða að verulegu leiti, því fé sem þú ætlaðir að fá út úr verkefninu.

En, þ.s. þú ert í reynd að tala um, er að slá lán fyrir hallanum, sem verður.

Þ.e. þ.s. það þíðir á mannamáli.

Munum, þ.s. verð fyrir land er lægra í dag og að auki, verð fyrir húsnæði verður mjög sennilega um e-h árabil umtalsvert lægra - einnig, þá erum við að tala um möguleika á öflunar fjárhæðar út á veðsetningu, umtalsvert lægra en 70 milljarðar.

Þetta er svona álíka skynsamt, og ríkisstjórnin hefur gert, þ.e. hún tók lán hjá núverandi álfyrirtækjum, einmitt út á framtíðar tekjur, þ.e. þau borga meira í ár - næsta ár og síðan árið eftir; sem er svo tekið til baka með þeim hætti, að þau borga minna árin svo þar-á-eftir.

Þú ert ekkert að græða neina umfram peninga, með þessum hætti.

-------------------------

Hérna er færsla sem ég skrifaði fyrir helgi:

Óháð greining á 3. áfanga skýrslu AGS, um Ísland og ásamt gagnrýni minni á spá AGS um líklega framvindu, ísl. efnahagsmála!

En, þar kemur greinilega fram, að AGS planið krefst áframhaldandi lífakjara-skerðingar - sem óhjákvæmilega, mun halda niðri verðum fyrir bæði land og húsnæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 14:54

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

úlíus og Einar Björn, hvet ykkur eindregið til að mæta og bjóða fram krafta ykkar. Við erum að leyta að kraftmiklu fólki í framboð.

Fannar, það eru engin rök að slá um sig með óttahjali. Meðaltals þörf fyrir nýjar íbúðir í Reykjavík eru um 1.000 á ári. Það þýðir að það verður væntanleg þörf á nýju húsnæði fyrir lok komandi körtímabils. Eftirspurnin verður til.

Hvort sem að fólk hefur ráð á því að versla sér húsnæði eður ei, eins og Einar Börn fer inn á, mun þörfin fyrir húsnæði verða til staðar. Það verður þá væntanlega með meiri áherslu á leigumarkað í samræmi við það sem algengast er orðið annarsstaðar í nágrannalöndunum okkar.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 15:09

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

algengast er orðið annarsstaðar í nágrannalöndunum okkar

Þetta jafngildir því að það hafi ekki verið algengast í nágrannalöndum okkar. 

Íslendingar er til tölulega nýir í hettunni, um miðja 19du öld komu molin til Parísar og skáru niður fjölda lítilla einkafyrirtækja.

Þegar ég var yngri vara spurt um afleiðingar þess að útrýma kaupmanninum á horninu. Fræðingar hér sögðu að enginn gæti sagt um um það.

Hinsvegar hafa margir frægir franskir rithöfundar einmitt lýst vel hliðstæðum afleiðingum í Frakklandi. 

Flest sem nýgræðingar telja nýtt bara eins gamalt vín á gömlum belgjum.

Eingast húsnæði veitti eldri Íslendingum útrás sem þekkist ekki á meginlandinu almennt. 

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 15:48

20 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einar varðandi pistil þinn hér að ofan, hafði ekki tíma áðan til að svara þér svo vel væri.

Áætlanir byggjast á verðlagi ársins 2005. Fasteignir og lóðir hækkuðu áfram um nærri 50% eftir þann tíma og hafa síðan allt hrundi lækkað aftur um ca. 30% samkvæmt því sem að ég heyri frá fasteignasölum, þó að þau 30% séu ekki enn farinn að sjást skýrt í ásettu verði. Miðað við það er lóðaverð í Reykjavík enn ríflega það sem það var 2005 og því afar innihaldsrýr þessi fullyrðing þín um ætlað verðlag.

Það breytir þó ekki öllu hvort að fáist nettó 70 milljarðar út úr landinu eða eitthvað aðeins lægra verð. Þetta er eina færa leiðin í dag sem felur ekki í sér verulega auknar álögur á íbúanna í borginni.

Varðandi veðsetningu á landinu til að standa undir velferðinni í ár að þá erum við þar í fyrsta lagi ekki að tala um hátt veðsetningarhlutfall, einmitt til þess að stíga varlega til jarðar og gera okkur grein fyrir veruleikanum sem við búum við í dag. Í annan stað er þar a auki mun fýsilegri kostur að veðsetja eignir fyrir væntanlegu láni, fremur en að auka skuldbindingar borgarinnar verulega án veða, eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur tala nú um. Af tvennu illu eru lántökur sem ætlunin er að greiða með tekjum af eignum fremur en álögum á íbúana, mun betri kostur.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 17:33

21 identicon

Nú ert þú einn af þeim sem gengur úr BH á landsfundinum síðasta haust.  Eitt af stóru atriðunum sem þið settuð fyrir ykkur var þátttaka í sveitarstjórnarmálum.  En nú sitja þingmenn "hreyfingarinnar" umboðslausir á þingi þannig að þið þurfið víst einhversstaðar að ná í pening.  

Burtséð frá því þá finnst mér skítt hjá ykkur að ætla að ráðast á eitt stærsta hagsmunamál landsbyggðarinnar þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.  Það er alrangt að allt sjúkraflug fari fram með þyrlum, það eru t.d. ansi mörg með flugvél frá Akureyri í viku hverri.  Þyrlur ráða heldur ekki við sömu veðurskilyrði og flugvélar og þ.a.l. er ekki hægt að treysta á þær.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:18

22 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll vertu Bjarki. Það er misskilningur hjá þér að ég hafi gengið úr Borgarahreyfingunni. Það hef ég aldrei gert og er að því er ég best veit enn skráður félagi þar. Þingmenn Hreyfingarinnar sitja að sjálfsögðu á Alþingi í umboði þeirra sem kusu þau. Þannig er kerfið einfaldlega upp byggt. Það eru hins vegar engin tengsl á milli Reykjavíkurframboðsins og Hreyfingarinnar að því að ég best veit, önnur en að ég er þátttakandi í báðum hreyfingunum.

Það er enn alveg skýrt í mínum huga fyrir hvaða stefnumálum Borgarahreyfingin var að berjast og sveitarstjórnarmál voru ekki hluti þeirra. Breytingar í þá veruna voru því skýrt brot á gefnum loforðum okkar við kjósendur. Ég skil heldur ekki hvernig þér reiknast það til að framboð í Reykjavík geta haft áhrif á fjármagn Hreyfingarinnar. Ég held ég leyfi þeirri ömurlegu athugasemd þinni að standa hér og dæma sig sjálfa.

Það er búið að fjalla um sjúkraflutninga ítrekað í þessu samhengi, þar á meðal ítrekað hér að ofan í athugasemdum. Það sjúkraflug sem nýtir flugvélar í dag er ekki nema í algerum undantekingartilfellum bráðatilfelli. Þyrlur ráða við miklu mun fjölbreyttari aðstæður en flugvélar og þar á meðal oft verri aðstæður veðurfarslega. Þú ert einfaldlega að ræða eitthvað hér sem þú þekkir ekki haus né sporð á.

Hvað eiga borgarbúar að fórna miklu af velferðarmálum til þess að halda úti flugvelli í miborginni sem að kannski skiptir einhvern tímann sköpum? Nokkurra mínútna viðbótar akstur í velbúnum sjúkrabíl eru afar ólíklegar til þess að skipta sköpum í slíkum tilfellum.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 18:41

23 identicon

Ég biðst afsökunar á misskilningnum.

Þú talar um algjör undantekningartilfelli varðandi sjúkraflug.  Oft eru þau hvað mikilvægust, en ef ykkur finnst í lagi að taka áhættu með mannslíf þar sem þetta eru undantekningartilvik þá er það ykkar mál.

Sá málflutningur að rvk þurfi að lýða fyrir flugvöllin lýsir vel hversu sjálfhverf þið eruð.  Hvað heldur þú að rvk og íbúar hennar hafi í tekjur vegna þess að þetta er höfuðborg landsin og öll stjórnsýslan er þarna?  Einn flugvöllur er lítið gjald fyrir það þykir mér.  Ykkur er velkomið að losa ykkur við flugvöllin en þá hlýtur krafan að vera að þjónustan sem við úti á landi þurfum á að halda fylgi honum.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:49

24 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hversu margar fjölskyldur eiga að þurfa að standa úti á götum í biðröðum eftir matargjöfum til þess að réttlæta tilvist flugvallarins? Hversu mikið er þér þóknanlegt að skera niður í borginni velferðarmálin áður en réttlætanlegt verður að hreyfa við flugvellinum? Geturu svarað því? Hversu sjálfhverfur er þessi hugsunarháttur landsbyggðar fólks (sumra hverra) ekki sömuleiðis?

Þróun sjúkraflugs verður áfram í þá áttina að færast alfarið í þyrlur.

Það eru innan við 9% landsmanna sem nota flugvöllinn a.m.k. einu sinni á ári. Minna en 9%!!  Erum við ekki hér að berjast um einhverja nostalgíu fremur en praktík?

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 19:08

25 identicon

Hvað í ósköpunum hefur flugvöllurinn með velferðarmál að gera??  Hverjum ætlaru að selja þetta land?  Ég veit ekki betur til en að það standi tugþúsindir fermetra tómir af bæði íbðúðar og skrifstofuhúsnæði í borgini.  Ef eitthvað er þá skapar flugvöllurinn ykkur tekjur. 

Ég nenni ekki ekki að reyna að halda áfram að losa þig við þessa þyrlu meinloku, vil benda þér á góðan pistil Ómars Ragnarssonar um þau mál  http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1031124/

9% landsmanna segir þú, ok tökum upp kerfi þar sem meirihlutinn fær að níðast á minnihlutanum það er í takt við lýðræðið.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:01

26 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sælir piltar mínir.

Örlítið um sjúkraflug og þyrlur. Sjúkraflug með flugvél og sjúkraflug með þyrlu er ekki alveg sambærilegt. Nú vill svo til að sjúkraflug með flugvél er æði algengt, mun algengara er fólk gerir sér grein fyrir. Segja má að öll alvarleg tilfelli á landsbyggðinni frá sunnanverðum vestfjörðum, norðurlandi og austurlandi að Hornafirði endi í sjúkraflugi til Reykjavíkur. Um borð í þeirri vél, sem er sérútbúin, eru oftar en ekki einn eða fleiri læknar, hjúkrunarfræðingur og sérþjálfaðir sjúkraflutningsmenn auk búnaðar. Tilfellin eru eðli málsins samkvæmt oft alvarleg. Mörg hver það alvarleg að flutningur með þyrlu er útilokaður sökum þess hve illa fer um sjúklinga í þyrlum og ekki hægt að sinna sjúklingi það vel á leiðinni að hættulaust sé. Þyrlur eru ágætar á styttri leiðum og geta sinnt alvarlegum tilfellum á þeim en á lengri leiðum henta þær alls ekki. Hvenær sem hægt er er sjúkraflug tekið fram yfir þyrlu. Það er ávallt metið hvort sjúklingur þoli flutning í þyrlu eða ekki.

Sjúkraflug eru flokkuð í 4 flokka eftir alvarleika:

F-1 sem eru alvarlegustu tilfellin, bein lífsógn sem þarf að bregðast við STRAX,

F-2 er alvarlegt tilfelli en felur þó ekki í sér beina lífsógn en þarf að bregðast við strax,

F-3 eru tilfelli sem þola ekki bið en fela ekki í sér lífsógn,

F-4 eru svo tilfell sem geta beðið en þarf að bregðast við.

Sjúkraflug taka nógu langan tíma svo ekki sé verið að bæta við aukatíma með flutningi t.d. frá Keflavík sem alls óvíst er að sjúklingur þyldi. Slík tilfelli eru fleiri en svo að áhættan sé þess virði. Hagsmunir sjúklings eru ávallt í fyrirrúmi og þannig á það að vera. Vonandi kemur sá tími að þyrlur verði jafngóðar eða betri en flugvélar í öll tilfelli sjúkraflugs en þangað til...

Kær kveðja að norðan og gangi ykkur allt í hagin með nýja framboðið. En þetta flugvallamál þarf að skoða með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi þ.e. þjóðarinnar.

Arinbjörn Kúld, 27.4.2010 kl. 22:32

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Áætlanir byggjast á verðlagi ársins 2005. Fasteignir og lóðir hækkuðu áfram um nærri 50% eftir þann tíma og hafa síðan allt hrundi lækkað aftur um ca. 30% samkvæmt því sem að ég heyri frá fasteignasölum, þó að þau 30% séu ekki enn farinn að sjást skýrt í ásettu verði. Miðað við það er lóðaverð í Reykjavík enn ríflega það sem það var 2005 og því afar innihaldsrýr þessi fullyrðing þín um ætlað verðlag."

-----------------------------

Verðlag, er reyndar í mjög mikilli óvissu. En, nefni sem dæmi, ríkisstjórnin hefur nú 3-svar frestað, að selja ofan af um 2.000 fjölskyldum, en ef þær nauðungasölur hefðu farið fram, tja við værum ekki einungis að tala um líklegan trigger event fyrir uppþot og mótmæla-aðgerðir, heldur einnig atburð er hefði framkallað hrun verðs á fasteignamarkaði.

Þar liggur kjarni málsins, þ.s. kaup/sölur hafa verið svo litlar, síðan hrunið átti sér stað. Bankarnir, t.d. kjósa frekar að liggja á eignum, en að selja þær - vitandi vits, að ef þeir seldur þær myndu verð lækka verulega.

*En, vandi bankanna er sá, að þeir miða veðhlutfall - annars vegar - og - hins vegar - skráningu eigna í sitt bókhald, við þetta svokallaða ríkjandi verðlag.

**En, verðlag myndi falla mjög verulega, þ.e. mun meira en 30%, þá myndi einnig versna eiginfjárhlutfall bankanna.

----------------------------

"Það breytir þó ekki öllu hvort að fáist nettó 70 milljarðar út úr landinu eða eitthvað aðeins lægra verð. Þetta er eina færa leiðin í dag sem felur ekki í sér verulega auknar álögur á íbúanna í borginni."

---------------------------------------

Þú ert að taka lán, í væntum framtíðartekjum. Þ.e. alltaf áhættusamt, þ.s. engin hefur krystal kúlu eða tímavél, sem virkar. Þannig, að enginn veit, hverjar aðstæður framtíðar verða.

Ástæða þess, að ég vísa á greiningu mína á AGS skýrslunni, er sú. Að framvinda efnahagsmála, er gríðarlega óviss.

Hún, getur mjög auðveldlega haldið áfram í neikvæðum spíral.

Plan ríkisstjórnarinnar, um að umsnúa yfir í jákvæðan spíral, stendur og fellur, með því að stórframkvæmdir fari raunverulega af stað.

Þ.e. einmitt sú gríðarlega fjármagns-innspýting inn í hagkerfið, sem á að framkalla þann viðsnúning.

*Ég vek athygli á, að AGS skýrslan reiknar með áframhaldandi minnkun neyslu almennings og minnkun almenns innflutnings varnings, út 2014 a.m.k. Það þíðir einfaldlega, að rírnun lífskjara heldur áfram, en innflutningur eykst alltaf hérlendis, ef lífskjör hífast upp.

**Þannig, að þessi mældi hagvöxtur, sem á að auka tekjur atvinnulífsins og ríkisins, er ekki áætlaður að muni skila almenningi, bættum lífskjörum. Hið minnsta, ekki fyrir árslok 2014. (Þ.e. ef ég skil forsendurnar rétt).

Ábendingin, er sú - að þið séuð að leggja til, mjög verulega áhættusamt veðmál.

-----------------------------------

En, ég hef reyndar efasemdir um, að þið mynduð fá nokkurn þarna úti, til að taka þessu veðmáli.

*En, til þess að koma því á, þarf einhvern samstarfs aðila, sem er til í að veðja með borginni, um þetta verkefni.

**En, um þetta skiptir öllu máli, líkurnar á því að ríkisstjórnin raunverulega hafi rétt fyrir sér, um að viðsnúningur hagkerfisins raunverulega verði.

  1. En, stórfamkvæmdir, standa og falla með því, að lán til þeirra fáist - þ.e. til OR og LV.
  2. Ríkið, hefur ekki tekið lán, síðan síðla árs 2008 - þ.e. erlent lán. Þ.e. ekki af ástæðulausu, þ.s. lánskjör í boði, hafa verið of erfið, þ.e. lánin of dýr. Af sömu ástæðu, og ríkið hefur ekki síðan síðla árs 2008, tekið erlend lán, hafa OR og LV ekki fram að þessu, lagt í að taka erlend lán til framkvæmda, einmitt vegna óhagstæðra lánskjara.
  3. Gylfi Magnússon, hefur talað um, að ríkið fari í víking, út á lánamarkaði, seinna á árinu. Þ.s. ríkið ætlar að gera, að hans sögn, er að sanna að Ísland geti fengið lán, á viðráðanlegum kjörum - en til stendur, að endurfjármagna óhagstæð skammtímalán með e-h hagstæðari. Þ.e. draumurinn. Síðan, er planið, að með brautina rudda, geti OR og LV fengið lán til framkvæmda, á nægilega hagstæðum kjörum, til að framkvæmdirnar skili arði.
  4. Eins og þú væntanlega hefur orðið var við, er nú um þessar mundir, gjörninga verður á erlendum lánamörkuðum, vegna Grkklands. En, þ.e. ekki eina ástæðan, aðeins sú mest áberandi í fjölmiðlum í augnablikinu. En, aðalvandinn er sá, að flest gömlu iðnríki norðurhvels Jarðar, eru nú með verulegan halla á sínum ríkissjóðum. Þeirra plan, þ.e. þeirra allra, í mismiklum mæli þó, er að fjármagna hlutfall þessa með útgáfu skuldabréfa sem síðan verði seld á erlendum lánamörkuðum. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Ísland, vegna þess að þetta þíðir að á þessu ári, verður sennilega á alþjóðlegum lánamörkuðum mesta framboð á ríkisvíxlum af margvíslegu tagi í heimssögunni. En, slík ofnótt þíðir, að kaupendur hafa val, þ.e. sem þíðir að seljendur eins og Ísland, sem eru í tiltölulega háum áhættuhópi, þurfa að bjóða í þá. Með öðrum orðum, þá verður verðlag á ríkisvíxlum, fyrir áhættusöm ríki, á þessu ári, á uppleið fremur en hitt.
  5. Ég ætla ekki að fullyrða, að borin von sé, að plan Gylfa Magnússonar, gangi upp. En, mér sýnist líkurnar klárlega minni heldur en meiri.
  6. Éf þ.e. rétt, þá erum við Íslendingar, ekki á leið inn í jákvæðan spíral, með hagkerfið, eins og ríkisstjórnin boðar. Heldur þvert á móti, verður áframhald á hinum neikvæða spíral, út þetta ár -og jafnvel áfram. En, í eðli sínu, getur neikvæður spírall, öðlast sjálfstætt líf. Þ.e. ekkert sjálfsagt, hagfræðilega séð, að niðursveifla taki skjótann enda. Til þess, að hún geti það, þarf að fækka þeim þáttum, sem bremsa hagkerfið:
  • Lækka vexti - stærsta aðgerðin að mínu mati.
  • Lækka skatta - til aðila sem vilja hefja nýjan rekstur til útflutnings eða umbreyta gömlum, í form er myndi síðan skapa útfl. tekjur.
  • Má íhuga, einhverja aukningu veiða - til skamms tíma.
  • Taktu eftir, ég geri ekki ráð fyrir stórframkvæmdum. (En, einungis skoðað frá hagfræðilegum forsendum, eru þær ekki slæmar núna)

En, ábendingin er sú, að ef ég hef rétt fyrir mér, með það að meiri líkur fremur en minni, séu til þess að kreppan í ísl. hagkerfinu haldi áfram, þá lítur það veðmál sem þú vilt taka miklu mun ver út en ella.

En, áframhaldandi ástand samdráttar, ekki einungis þíðir að verð á húsnæði heldur áfram að lækka, atvinnuleysi að aukast, fjármagn þ.s. til staðar er að minnka; heldur einnig, að aðilar verða mun tregari, til að fjárfesta í nýjum framkvæmdum, sem ekki koma til með að skapa tekjur.

En, íbúðahúsnæði í eðli sínu, skapar engan gjaldeyri og mun minni tekjur, en t.d. hverfi þ.s. væri atvinnurekstur.

En, augljóslega, ef kreppan heldur áfram, þá verður eftirspurn áfram það lítil að framboð er raunverulega ekki líklegt til að verða ónógt.

--------------------------------------

Höfum í huga, að tölur um væntingar um fjölgun íbúa Reykjavíkur, eru frá því fyrir hrun.

Kreppa, sérstaklega alvarleg og löng kreppa, getur raunverulega breytt þessu. En, ef eins og útlit er fyrir, atvinnuástand verður áfram lélegast á SA-horninu, þá fer fólk þangað sem störfin eru i boði.

  • Í dag, er atvinnuástand skárra á landsbyggðinni.
  • Að auki, er vaxandi hreyfing fólks úr landi. 

Þessar 2 hreyfingar, geta algerlega breytt þessum forsendum, um fjölgun íbúa Rvk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 22:45

28 identicon

Ég sá nóg. Mun aldrei kjósa fólk sem hefur ekki vit á mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ekki bara fyrir sjúkraflug heldur landsmenn alla.

Mér sýnist að framboð Ólafs F sé það sem ég kýs í vor.

Kjósandi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:55

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mín skoðun, er sem sagt sú, að niðurskurður velferðar-mála, sé áhættuminna - en, áframhaldandi skuldasöfnun.

*En, í eðli sínu, er þ.s. þú ert að tala um, skuldasöfnun.

**En, sannarlega er hægt að veðsetja lönd í eigu borgarinnar, fyrir lánum og síðan halda áfram, að keyra borgina í miklum hallarekstri.

***En, á einhverjum tímapunkti, ef kreppan tekur ekki skjótan enda - eða - ef sú eftirspurn sem gert er ráð fyrir, skilar sér ekki af öðrum ástæðum. Þá kemur að skuldadögum.

-----------------------------------

En, lán slegin út á veð auka á vaxtagreiðslur borgarinnar, alveg eins og lán sem ekki eru slegin út á veð.

En, þ.s. við erum nú að verða vitni að, er hrun Grikklands. En, hrun Grikklands, er rökrétt útkoma þeirrar stefnu, að taka frekar lán og veðsetja allt upp fyrir rjáfur; fremur en að taka erfiðar niður-skurðar ákvarðanir.

Nú, er of seint fyrir grikki, að snúa við. Gjaldþrot er ekki bara rétt handan við hornið, það gerist 19. maí næstkomandi, þegar gríska ríkið þarf að fjármagna stóra skuld.

--------------------------------------

Ég held að þ.s. þið leggið til, sé stórvarasöm skuldasöfnun. 

Hætta, gjaldþrot borgarinnar í framtíðinni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 23:06

30 Smámynd: Baldvin Jónsson

Íslensk rökræða í hnotskurn kæri "kjósandi". Þeir sem eru ekki sammála þér "hafa ekki vit á". Lifðu heill

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 23:08

31 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hugmyndin um skuldsetningu er upp á kannski um þriðjung að hámarki að ætluðu virði eignarinnar Einar Björn. Það er að okkar mati ekki stórvarasamt og alltaf betri lausn en skuldsetning ÁN veða eins og mótaðilarnir virðast stefna margir á.

Baldvin Jónsson, 27.4.2010 kl. 23:09

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Baldvin - þú kemst aldrei hjá því, að borga vexti af frekari skuldsetningu.

Alveg sama hvaða veðhlutfall, þú ert að tala um.

Í ástandi, þ.s. tekjur eru að skreppa saman, er skuldsetning mjög varasöm.

En, hækkandi skuldir valda því, að hækkandi hlutfall tekna fer í afborganir af skuldum, og þar með síminnkandi hlutfall eftir til annarra hluta.

Þ.e. ekki hægt, að halda þeirri vegferð áfram mjög lengi, því það kemur að þeim tímapunkti, ef skuldir hækka á sama tíma að tekjur skreppa saman; að þú lendir í skulda/tekju-krísu. Þ.e. lánveitendur missa trú á, að þú getir staðið í skilum, og spírall í átt að gjaldþroti fer af stað - sbr. Grikkland.

Sbr. Grikkland gjaldþrota 19. maí n.k.

Sjá frétt BBCGreek bonds rated 'junk' by Standard & Poor's

"Greece needs to raise 9bn euros by 19 May, but has said it cannot go to the markets because of "prohibitive" interest rates."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 23:43

33 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - reikningsdæmið sem bankar skoða. Er ekki, hvaða veð þú hefur. Heldur, hverjar tekjur þínar eru?

Ef, skuldabyrði þín er talin erfið, skiptir engu máli hvaða veð þú bíður, þeir neita um frekari lán, ef þeir meta svo að þú getir ekki borgað af frekari lánum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 23:46

34 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað - gætir þú fræðilega séð, ákveðið að selja landið til bankanna, gegn niðurfellingu X magns skulda.

En, ef tekjustaða þín er orðin erfið, þá er eina fjármögnunar leiðin sem eftir er - ef áfram er valið að skera ekki niður, að selja sjálf landið til hugsanlegra fjárfesta - svo þeir geti gert þ.s. þeim sýnist, með það.

-------------------------

En, einhvern veginn, efast ég um að þið viljið það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 23:50

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Byggingar vístalan var sett 100 í jan. 2010. Þá má álykta að niðurfærslu fasteignaskatta sé lokið. Fasteignaverð ætti að vera að nafnverði 30% lægra en þegar hrunið sem blasti við 2005 var gert opinbert 2007. Gengið mun svo rísa á næstu árum um 10%. Þjóðartekjur rísa frá 36.000 til 39.000.  Þess vegna er líka hægt að gera ráð fyrir að sker megi niður væntingar niður úr 48-58.000 dollar tekjum á haus.

Erlendir fjárfestar munu ekki fjárfesta í Íslenskum, stjórnsýslu og menntageirum. 20-30% tekjulækkun til langframa, skerðir gjaldeyri Íslenskra ferðamann um 20-30% eins og vöru innfluting. 

Þegar ráðandi í þroskuðu Ríkjunum hafa sagt fámennis þjóðir  ekki hafa burði til að ráða sér sjálfar. Þá þýðir það ekki að þær geti gert það innlokaðar í  Meðlima-Samkeppni EU.

Grunnur Þroskaðra ríkja eru minnst 3 stjórnsýslulög sem kosta ákveðinn fjölda neytenda.  Eða ákveðið hlutfalla þjóðartekna miðað við ákveðin lámarkslaun [lámarksframfærslu].

Hér halda menn að best sé að skera burt 2 þessar laga og halda einu eftir.

Þá erum við líka ekkert Ríki lengur heldur meira í ætt við hérað eða region. Viðrðingin innan EU í sama skapi. Þá þykir líka eðlilegt að kostnaðurinn við þetta eina stjórnsýslu lag sé í samræmi.

Tekjur toppsins í gamla efsta laginu  fara niður í tekjurnar í toppin í því þriðja.

Ef Íslendingar eru með 3 Seðlankastjóra á 3.000.000 á mánuði. Þá ættu hlutfallslega kostnaðurinn við Seðlabanka stjóra í 30.000.000 Ríki að vera

900.000.000  eða 300 Seðlabankastjórar  á 3.000.000 á mánuði eða 3 á 300.000.000 á mánuði.

Mengingararfleiðin sem samningar EU ríkjanna byggja á, innfela þennan virðingar mun milli elítanna svo lengi sem elstu menn muna.

Ég get allveg séð fyrir mér að efstu laun ríkisins verði um 700.000 eftir 10 ár.

Við eru nánast kominn inn í EU. En flesta gervi-EU sinna skortir alla virðingu fyrir EU menningu og hefðum og eða þekkingu.

Allmeningur skiptir engu máli hann hefur sína fulltrúa til samþykkja á þinginu vinnu allra hinna vel menntuðu Stofnanna Miðstýringar hæfs Meirihluta.

Það er tími til komin að skoða Íslensk mál í samhengi 80% lándrottna okkar.   

Kostar ekki evrur að byggja á Íslandi?

Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 00:32

36 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Í þessu máli er ég algjörlega ósammála þér Baldvin, Reykjavíkuflugvöllur á að vera í Vatnsmýrinni um ókomin ár.  Ég er algjörlega ósammála þessari athugasemd þinni fyrr í kvöld.  "Íslensk rökræða í hnotskurn kæri "kjósandi". Þeir sem eru ekki sammála þér "hafa ekki vit á". Lifðu heill"  Ekki segja að alllis sem eru ósammála þér hafi ekki vit á hlutunum.  Mér finnst það vera yfirlæti, þú ert ekkert merkilegri en við hin!!! 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:55

37 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einar Björn, það sem að þú ert ekki enn að horfast í augu við er að borgin ÞARF lántöku. Spurningin snýr því að því hvort að það sé ekki tryggara að gera það gegn góðu veði. Það er bæði minni áhætta fyrir borgaranna og býður væntanlega upp á betri kjör.

Júlíus, ég er algerlega sammála þér með það að fjölga stjórnsýslu lögunum. Það er einmitt á okkar stefnuskrá að auka íbúalýðræði með því að dreifa valdinu á fleiri stig.

Jóna Kolla, ég þekki ekki rök þón fyrir flugvellinum en við erum augljóslega ósammála um hann. Þ.e.a.s. ef ég þarf að vega það og meta hvort að hann eigi að vera þar sem hann er eða flytjast og á sama tíma getum við leyst vanda þeirra sem í dag standa í niðurlægjandi röðum við fjölskylduhjálpina, þá er það engin spurning hjá mér að flugvöllurinn víkur fyrir velferð.
Þú ert hins vegar eitthvað að misskilja athugasemdina með þá sem eru ekki sammála. Þar var það einmitt kjósandinn sem var ósammála og segir þess vegna að ég hafi rangt fyrir mér án nokkurra raka. Þú snýrð því greinilega við og upp á mig.

Ég er ekki einn þeirra sem vill meina að allir sem eru mér ekki sammála hafi rangt fyrir sér og hef engan skilning á því eftir okkar samskipti af hverju þú færð það út. Ég vil rökræðu. Yfirlýsingar eins og þessi frá "kjósanda" hér að ofan kemur í veg fyrir rökræður og er "íslensk rökræða" í hnotskurn. Yfirlýsing með helst mikilli dramatík og eftir það eru allir "hinir" vitleysingar. Það er dæmigerð íslensk rökræða.
"Kjósandi" lýsir því yfir að hann muni aldrei kjósa þá sem "hafa ekki vit á...."
Hann rökstyður það ekkert, heldur kemur aðeins með yfirlýsingu um gáfnafar okkar. Ég hef hins vegar lagt fram hér röð af rökum.

Baldvin Jónsson, 28.4.2010 kl. 08:33

38 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bara ein spurning um staðsetningu Háskólasjúkrahússins.

Hvð með þann hluta þjóðarinnar se, býr í námunda við Rvík eða upp að Snæfellsnesi og allt austur fyrir Hvolsvöll??

Hvers eiga þeir að gjalda?

 Ekki eru þeir fluttir með sjúkaraflugi heldr teppast sjúkrabílarnir þegar komið er niðurfyrir Ártúnsbrekku.

 Innleggið um Þjóðverja hittir ekki í mark.

Þeir voru að loka afar þekktum og stórum flugvelli með stórum þjónustubyggingumk í hjarta Berlínar VEGNA þess að hann VAR Í HJARTA boprgarinnar og landið betur komið í aðra starfsemi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.4.2010 kl. 11:53

39 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bjarni, heldurðu að umferðin verði betri í gegnum RVK þegar það eru komnir 10.000 íbúar í vatnsmýrina með tilheyrandi magni af bílum og auka umferð? vandinn sem þú nefnir er heimatilbúinn vandi sem Reykvíkingar hafa búið til því borgarfulltrúar þeirra halda að þeir geti byggt upp einhverja franska miðaldarborg með einstefnum og þröngumstrætum. borgarfulltrúar RVK og í raun nágrennis líka er fyrirmunað að skilja að umferð þarf að ganga smurt og hvert stopp býr til umferðar teppu. 

lausnin er að plægja upp þessi helv. hringtorg og ljós frá Hringbraut og upp allan vesturlandsveg og setja mislæg gatnarmót þar. það myndi stórlega létta á umferðinni því þá væri hægt að keyra þangað sem þyrfti að fara án þess að sitja fastur í teppu í klukkutíma á hverju degi.

Fannar frá Rifi, 1.5.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband