Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Í dag gaf Guð mér Iphone

Bað Guð um Iphone - ekki langt síðan. Í dag svaraði hann.

Var að keyra á Kjalvegi og sá glampa á eitthvað utan við veginn. Stoppaði og stökk út úr bílnum til að skoða hvað þetta væri - og viti menn - það var 3G Iphone, akkúrat eins og mig langaði í :)

Galli samt að síminn var brotinn, opinn og fullur af mold.

Verð að muna næst samt, þegar ég bið um eitthvað, að vera nákvæmari.

 


mbl.is Bandarískur skemmtivefur notar íslenska tækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKO!!

Nú er þetta bara hreinlega orðið sannað mál.

Ég er vel yfir þeirri þyngd sem ég vildi helst vera í, hef þyngst reyndar jafnt og þétt á síðustu 15 árum en allra mest held ég á þeim tveimur meðgöngum sem "við" hjúin höfum farið saman í gegnum.

Segir sig sjálft í mínum stjórnlausa heila, að ég borða meira þegar stöðugt er til eitthvað að nasla heima hjá mér Whistling

Sjálfsvorkunin mín var þó fólgin í því að sjá konuna síðan renna niður meðan orkan fór til dæmis mikið hjá henni í brjóstamjólkina, en sjá bumbuna á mér ekkert breytast Blush

En látum ekki blekkjast, ástæðan fyrir ofþyngd, að minnsta kosti minni, er yfirleitt sáraeinföld. Við borðum of mikið og hreyfum okkur of lítið.

Allar sjálfsblekkingarsögurnar eins og til dæmis um óeðlilega hæga brennslu, eru bara bull í 95% tilfella. Of hæg brennsla orsakast af því að það er orðið of lítið af vöðvamassa í líkamanum og of mikið af spiki W00t


mbl.is Verðandi feður fá samúðarbumbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gústi frændi nældi sér í risa-urriða í Þingvallavatni

Það er svo sem ekki mikið meira um það að segja, væri hægt að segja margt en mér finnst myndin af honum segja það allt.


mbl.is Urriðatröll úr Þingvallavatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bless elsku mamma - takk fyrir mig

Kæru vinir og fjölskylda, elsku mamma mín, hún Elín Möller, lést á laugardagskvöldið síðastliðið þann 14. febrúar 2009 eftir að hafa legið mikið veik í 10 daga þar á undan. Þessi veikindi voru endalokin á löngu ferli, en mamma fór að hafa sterk einkenni af heilabilun árið 2000.

Upphafið er þó þegar að mamma fékk æxli við heila aðeins 42 ára gömul og fór í uppskurði bæði 1988 og 1989 og í lyfja- og geislameðferð í beinu framhaldi. Eftir greininguna var okkur sagt að af því að vel gekk mætti hún reikna með að eiga 10-12 ár, en Guð var góður og við fengum að hafa hana hjá okkur í 21 ár, þar af um 14 ár þar sem að hún var að mestu við góða heilsu.

Elin_MollerElsku mamma, takk fyrir mig.
Takk fyrir að hafa verið kletturinn minn og styrkur. Takk fyrir ást þína og ummönnun. Ég finn það svo sterkt núna þegar að ég þarf að kveðja þig, hversu ríkur ég er af að hafa átt þig að.
Ég bið að Guð gefi að ég fái að ala börnin mín upp í þeim gildum sem þú kenndir mér, mín stærsta eftirsjá er að hafa ekki auðnast að byrja að nýta mér þau gildi í eigin lífi fyrr en raunin varð.
Ég veit að amma Brynhildur og afi Ingólfur komu og fylgdu þér á brott, við fundum sterkt fyrir nærveru þeirra yfir sjúkrabeðinu þínu og það hjálpar okkur að kveðja þig að vita af þér í góðum höndum þeirra og Drottins. Þú varst alltaf góð vinkona Jesú og færð nú að lifa í ríki hans.
Takk elsku mamma fyrir allt - Ég elska þig.


Litli frændi að minna mig á að taka mig ekki alltaf svona alvarlega :P

Afi (pabbi minn) hringdi í nafna sinn og systurson minn áðan og spurði hvað hann vildi í jólagjöf. Nafninn svaraði að bragði að hann vildi eitthvað flott Legó dót.

Afinn spurði þá hvað hann héldi að mamma hans vildi í jólagjöf.

Aftur svaraði gaurinn snarlega og sagði: Hún vill bara að ég sé ánægður á Jólunum  Grin


.... Andlenska dagsins ....

*****************************************************************************
 
What is a good man but a bad man's teacher?
What is a bad man but a good man's job?
If you don't understand this, you will get lost,
however intelligent you are.
It is the great secret.

-- Tao Te Ching

*****************************************************************************


Þetta Fóstbræðra videó á sko sannarlega skilið Thule.....


Já, ég veit. Ég er einn af þessum stórkostlega ófrumlegu bloggurum hérna á svæðinu....

Rakst á þetta ljóð eftir hann Einar Ben. á bloggsíðu hjá félaga mínum og finnst þetta bara of fallegt til að birta ekki hérna. Já ég veit, það er sérlega ófrumlegt að apa upp efni frá öðrum, ef ég væri svona frumlegur og listfenginn myndi ég að sjálfsögðu aldrei birta neitt nema eitthvað rosalega frumlegt og Guðdómlega fallegt og listfengið.

Vitið líklega flest sem lesið síðuna mína að ég er óvirkur (alki þ.e.a.s., er ansi nálægt því að vera ofvirkur sjálfur Whistling ) og hef verið um langa hríð.

Þetta fallega ljóð sitt orti Einar Ben. til sinnar heittelskuðu þegar að hann vaknaði upp eftir einn túrinn í Rómarborg og mundi að sjálfsögðu væntanlega lítið af því sem hafði á daga sína drifið í millitíðinni. Það var ekki eins og í dag þarna um árið 1903. Samgöngur voru ekki á hverju strái og það tók Einar blessaðan um 6 mánuði að komast aftur heim.

En til að segja ástinni sinni að hann væri hultur og án vafa til að biðjast fyrirgefningar á sinn máta og koma tilfinningum sínum til hennar orði hann þetta ljóð og sendi henni.

"Minn síðasta þanka sendi ég þér,
svanninn minn hjarta-góði.
Mig sakar ei neitt, hve svo sem fer,
sál mín breyska vátryggð er;
mér er unnað af einu fljóði.

Og hafi ég brotið of margt og margt
og mæði mig syndanna þungi,
þá veit ég, að allt verður um mig bjart,
að aldrei hverf ég í myrkrið svart,
fyrir bæn þína engillinn ungi,-"


Loksins loksins - komnar inn nýjar myndir

Frúin tók sig til í dag og fór og keypti nýjan USB kapal fyrir myndavélina.  Týndum hinum og höfum þess vegna ekki haugast til að koma inn nýjum myndum af stúlku Baldvinsdóttur og bróður hennar.

En loksins loksins, komnar inn nýjar myndir á Picasa

Stoltur stóri bróðir tók ansi margar þeirra.


Sá þetta - mæli með því - bætir daginn ;)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband