Já, ég veit. Ég er einn af þessum stórkostlega ófrumlegu bloggurum hérna á svæðinu....

Rakst á þetta ljóð eftir hann Einar Ben. á bloggsíðu hjá félaga mínum og finnst þetta bara of fallegt til að birta ekki hérna. Já ég veit, það er sérlega ófrumlegt að apa upp efni frá öðrum, ef ég væri svona frumlegur og listfenginn myndi ég að sjálfsögðu aldrei birta neitt nema eitthvað rosalega frumlegt og Guðdómlega fallegt og listfengið.

Vitið líklega flest sem lesið síðuna mína að ég er óvirkur (alki þ.e.a.s., er ansi nálægt því að vera ofvirkur sjálfur Whistling ) og hef verið um langa hríð.

Þetta fallega ljóð sitt orti Einar Ben. til sinnar heittelskuðu þegar að hann vaknaði upp eftir einn túrinn í Rómarborg og mundi að sjálfsögðu væntanlega lítið af því sem hafði á daga sína drifið í millitíðinni. Það var ekki eins og í dag þarna um árið 1903. Samgöngur voru ekki á hverju strái og það tók Einar blessaðan um 6 mánuði að komast aftur heim.

En til að segja ástinni sinni að hann væri hultur og án vafa til að biðjast fyrirgefningar á sinn máta og koma tilfinningum sínum til hennar orði hann þetta ljóð og sendi henni.

"Minn síðasta þanka sendi ég þér,
svanninn minn hjarta-góði.
Mig sakar ei neitt, hve svo sem fer,
sál mín breyska vátryggð er;
mér er unnað af einu fljóði.

Og hafi ég brotið of margt og margt
og mæði mig syndanna þungi,
þá veit ég, að allt verður um mig bjart,
að aldrei hverf ég í myrkrið svart,
fyrir bæn þína engillinn ungi,-"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Myndirðu kalla mig "sjálfmiðaðan bastarð" ef ég segði þér að ljóðið er ekki eftir mig, og að ég var ekki í Rómarborg árið 1904?

Einar Ben Þorsteinsson, 30.10.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

:)  Nei, þetta ljóð er afar fallegt.  Hefði kennt þetta við þig held ég frekar ef það væri hlaðið íroníu og glettni.  En vissi reyndar ekki fyrr en nú eð þú bærir Ben sem millinafn. Á vel við að bytta eins og þú sért nafni þvílíkrar byttu sem Einar Ben var.  Flest frægustu uppátækin hans eru einmitt tengd því þegar að hann vaknar einhversstaðar upp eftir einn túrinn enn og verður að finna upp á einhverju til að redda sér. S.s. til að greiða hótelreikninga o.þ.h.

Myndi trúa þér frekar til að semja eitthvað í átt við:

" Hver er það sem andar á rúðuna
og skilur eftir ósnertanlega móðu?
Hver er það sem lýkur upp hurðinni
og gægist inn í opið hús?
Hver er það sem drekkur úr mér
alla mína ást og allt sem ég hef að gefa?
Hví geturðu ekki
- drullast til að elska mig?



Einar Ben Þorsteinsson
1976-"

Baldvin Jónsson, 30.10.2007 kl. 19:56

3 identicon

Fyrra ljóðið er fallegt, ljóðið hérna í athugasemdumum er algerlega dásamlegt!! Hvað heitir ljóðabókin??

alva (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ljóðið hérna í athugasemd 2 Alva er einmitt eftir hann Einar Ben sem skrifar í athugasemd 1.  Ég fann það á ljod.is sem er nokkuð flottur vefur með miklu magni af ljóðum eftir ýmsa höfunda.

Baldvin Jónsson, 31.10.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband