Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Er traustvekjandi að treysta fólki fyrir stjórnun landsins sem "heldur" að það sé ekki að framselja landann til skuldaþrælkunar ??
21.8.2009 | 17:51
Össur Skarphéðinsson hlýtur að hafa verið að grínast. Ömurlegt og illa tímasett grín, en verður að vera grín engu að síður.
Að öðrum kosti er maðurinn stórkostlega vanhæfur til þess að sitja sem ráðherra við stjórn landsins. Algerlega vanhæfur.
Ég fyllist ótta við lestur slíkra frétta.
Ég vil trúa því að Össur sé skynsamari en svo að hann telji að það sé í lagi að ganga frá samningi sem þessum án fullvissu um gildi hans. Að hann telji það í hæsta máta óeðlilegt að ætla bara "að vona" að samningurinn sé sæmilegur og í lagi.
Er framtíð okkar í höndum fólks sem bara vonar að
við verðum ekki skuldaþrælar til frambúðar?
Fyrirvararnir hljóta að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ótrúlegur árangur íþróttamanns - hér afar áhugavert en ógnvekjandi myndband um þróun mannsins til næstu tegundar
21.8.2009 | 16:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við megum ekki framselja sjálfstæði þjóðarinnar - nýlenduherrarnir bíða spenntir - skrifum ekki undir nema að vel athugðu máli!!!
21.8.2009 | 15:15
Fjallaði meira um þetta mál hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/933522
Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunasamtök heimilanna enn einu sinni að vekja gleði mína
21.8.2009 | 15:06
Fyrir utan augljósa ánægju mína með flest störf þingmannanna minna fjögurra á Alþingi, held ég að engir hópar hafi staðið sig með jafnmikilli prýði undanfarna mánuði og bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Indefence hópurinn.
Þessir tveir hópar, sem eru samsettir einungis af sjálfboðaliðum, eru búnir að leggja á sig óhemju mikið til þess að halda þjóðinni upplýstri um málin og til þess að leggja fram tillögur að lausnum.
Það er í raun skömm að því hversu fáir taka þátt í þessu óeigingjarna starfa. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að skrá sig í Hagsmunasamtökin og taka þátt.
Ræða stöðu heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þór Saari að standa sig afbragðs vel í Icesave baráttunni
20.8.2009 | 18:35
Hér má heyra hans innlegg í umræðuna á Alþingi í morgun:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090820T123800&horfa=1
Og svo má hér líka lesa um viðbrögð Lilju Mósesdóttur sem var afar ánægð með aðkomu Þórs að málinu augljóslega: http://www.visir.is/article/20090816/FRETTIR01/625128148/1053
Sjálfum langar mig að hrósa mínu fólki sérstaklega fyrir að ná saman lítilli grasrót inni á þingi til þess að vinna sameiginlega að fyrirvörunum. Vonandi að slík vinnubrögð, þvert á flokka, geti orðið frekar að venju heldur en undantekningu.
Tær snilld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að afskrifa 50 milljarða er á mannamáli það sama og að ...
20.8.2009 | 10:59
... ætlast til þess að hver einasti Íslendingur greiði fyrir Magnús Kristinsson um það bil 156.000 krónur.
Finnst þér líka að þér beri ekki að greiða fyrir þyrlur, flugvélar o.s.frv. fyrir aumingja Magnús?
Skúffufyrirtæki skulda alls um 1.000 milljarða. Það eru þá miðað við sömu forsendur rúmlega þrjár milljónir á hvert mannsbarn hér heima.
3.000.000 sem að ég og þú, foreldrar okkar og foreldrar þeirra sem og börnin okkar um langt árabil, eigum að greiða fyrir þessa blessuðu fjárglæframenn og veisluna þeirra.
Hversu lengi ætlar þjóðin að þegja??Skulduðu yfir þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lagalegt gildi Fyrirvara við ríkisábyrgðinni í Icesave málinu einfaldlega VERÐUR að liggja skýrt fyrir áður en kosið er um ríkisábyrgðina
19.8.2009 | 14:28
Verð að nýta þetta tækifæri til þess að hrósa þingmönnum þeim sem unnið hafa saman, þvert á flokkslínur, til þess að fyrirvararnir sem fyrir liggja mættu verða að veruleika. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar spiluðu þar stórt hlutverk í því að koma á grasrótarstarfi með hópi fólks, inni á Alþingi, og þar með í því að skapa þessa fyrirvara sem vonandi geta verið þjóðinni öryggisventill við samningnum.
Verð þó líka að koma því hér á framfæri, að það er mín skoðun að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, megi alls ekki skrifa upp á samþykki ríkisábyrgðinnar án þess að fyrir liggi staðfesting á því að þessi fyrirvarar hafi raunverulegt lagalegt gildi. Ef um er að ræða eftirvara, eins og Loftur Altice hefur til dæmis bent á hér í bloggheimum, hafa vararnir nákvæmlega ekkert gildi á samninginn og því á endanum aðeins fölsk öryggistilfinning til handa þjóðinni.
Lagalegt gildi fyrirvaranna á samninginn sem fyrir liggur verður að vera skýrt. Hvet ykkur öll þingmenn góðir, til þess að tryggja að lagalegt gildi þessa verði gaumgæft og rannsakað.
Finn mig einnig knúinn til þess að setja hér inn viðtal við Michael Hudson sem að mér barst í gegnum Facebook síðuna:
Takið eftir að þessi YouTube tengill er aðeins númer 1 af 5. Hina 4 hlutana má finna með því að smella hér á YouTube tengilinn í myndbandinu.
Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já, þetta er búinn að vera nokkuð undarlegur dagur sem og undanfarnir dagar.
Mikið er búið að ganga á í samskiptum innan Borgarahreyfingarinnar eins og þjóðin hefur fengið að fylgjast með í fjölmiðlum. Ásakanir ganga manna á milli í þinghópi hreyfingarinnar og stjórnin hefur verið að fá skilaboð frá báðum endum um hvað hún eigi að gera til að bregðast við.
Ég er einn þeirra stjórnarmanna sem hefur verið ósammála því að stjórnin ætti nokkuð að aðhafast í málinu. Sú afstaða mín byggist ekki á persónulegum skoðunum mínum á samskiptunum, heldur því að stjórn hreyfingarinnar hefur ekkert umboð eða verkfæri til þess að bregðast við í málum sem þessum. Þingmenn eru löglega kjörnir af þjóðinni og sitja á þingi í hennar umboði. Stjórnin, hvort sem hún vildi hafa áhrif þar á eður ei, hefur ekkert vald til þess. Skipulagsmál hreyfingarinnar verða augljóslega stór hluti af störfum komandi landsfundar.
Nú í kvöld hefur síðan verið opinberað persónulegt bréf sem einn þingmaðurinn okkar ætlaði að senda á varaþingmann í hreyfingunni og varðar Þráinn Bertelsson samþingmann þeirra. Gerð var krafa til stjórnarinnar um að hún tæki afstöðu vegna þessa bréfs og ég var því ósammála. Bæði vegna þess að ég tel óeðlilegt að stjórn hreyfingar sé að vasast í persónulegum málum einstaklinga innan hennar, jafnvel þó að henni berist óvart afrit af tölvupóstsamskiptum, sem og vegna þess sem ég nefni hér að ofan, stjórnin hefði ekki haft neitt umboð eða vald til slíkra afskipta.
Þetta er allt saman afar leiðinlegt - hið versta mál bara og þegar berast skilaboð frá félögum, að minnsta kosti hér á blogginu, um afsögn þeirra úr hreyfingunni. Heiða, kæra hreinskilna vinkona mín, reið þar á vaðið og sagði sig alfarið úr hreyfingunni. Sigurður Hrellir hafði þar áður sagt sig formlega úr stjórn hreyfingarinnar.
Ég vil líka taka fram að ég tel að niðurstaða stjórnar um þetta mál, sem var að vísa því til sáttanefndar hreyfingarinnar, hafi verið sú eina færa. Sáttanefndin var þegar tekin til starfa og er að vinna gott starf sem skilar vonandi árangri núna á allra næstu dögum.
Dagurinn minn var síðan ekki minna súrealískur fannst mér, þar sem ég stóð á Austurvelli í dag og mótmælti því að Icesave samningurinn yrði samþykktur af Alþingi í núverandi mynd. Mér leið satt best að segja hálf óþægilega, var með netta klígju tilfinningu, þar sem ég stóð innan um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að mestu að virtist. Jú, það er rétt að þetta mál varðar þjóðina alla og verður að draga upp úr flokkslínu umræðunni, en ætti þetta fólk ekki samt bara að skammast sín?
Er á leiðinni núna í fyrramálið í þriggja daga ferð um fjallabökin og Suðurlandið með ferðamenn þar sem ég kemst ansi lítið í tölvusamband á meðan. Kannski eins gott bara.
Mér veitir ekkert af tíma núna til umhugsunar.
Sneisafullur Austurvöllur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Fréttir af ótímabærum dauðdaga Borgarahreyfingarinnar eru stórlega ýktar
13.8.2009 | 15:05
Setti þetta inn sem athugasemd hjá Heiðu vinkonu minni hér eftir athugasemd einhvers Gríms þar, og finnst þetta eiga að koma fram hér líka eftir umræðuna undanfarna daga. Tel reyndar líklegt að Grímur þessi sé með undirritun að vísa í grímurnar sem svartstakkarnir báru í janúar mótmælunum.
Sæl öll og Heiða :)
Ég ætla svo sem ekki að leggja mikið inn í þessa umræðu en fróuðu egóinu mínu fannst ekki hægt að sitja hjá athugasemdinni hans Gríms án þess að leggja orð í belg.
Það er rétt hjá Grím að ég hef fullan áhuga á því að taka sæti sem þingmaður. Eins og Heiða bendir á að þá lýsti það sér best í því að ég bauð mig fram í 2. sæti í Reykjavík suður.
Tilgangurinn með því að taka þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar, eftir að hafa verið þar á undan að "fróa egóinu" mínu (svo ég vitni í orð Gríms) bálreiður á Austurvelli í einhverjar vikur, var viljinn til að koma að því að koma á breytingum. Sá vilji minn hefur ekkert breyst, jafnvel ekki þrátt fyrir þá samskiptaörðugleika sem að hreyfingin hefur staðið í undnafarið.
Hvers lags bjáni væri það sem byði sig fram til Alþingis en hefði ekki áhuga á því að sitja á þingi?
Fróuðu egóinu mínu sýnist einfalt að Grímur sé bara enn eitt "fólkið" sem vill stýra því hvernig allir eigi að vera. Eins og Heiða bendir á (takk Heiða :), hef ég frá fyrsta fundi hreyfingarinnar einfaldlega fylgt minni sannfæringu í öllum málum, án þess að vera nokkurn tímann hluti af einum eða neinum hópi innan hreyfingarinnar. Ekki vegna þess að mér líki ekki við þá hópa, heldur vegna þess að fyrir mér er Borgarahreyfingin einn stór hópur sem þarf að læra að hrista sig saman, stíga fram og láta til sín taka.
Þetta sumarþing er búið að vera undarlegur tími. Við setningu haustþingsins vona ég svo sannarlega að við í hreyfingunni, getum farið að einbeita okkur að því sem eru okkar helstu áherslu mál, það er lýðræðisumbætur og uppstokkun flokks- og þingræðis. Við viljum draga úr valdi embættismannakerfisins. Við viljum lýðræði - ekki kjaftæði eins og einhver komst svo vel að orði.
Ég neita því líka alfarið að stjórn hreyfingarinnar (sem ég á sæti í) hafi á nokkurn hátt reynt að stjórna því hvernig þingmennirnir okkar kjósa um einstök mál. Stjórnin hefur fyrst og fremst verið að biðla til þingmannanna um að fá að vera betur inni í málum og ég hef fulla trú á því að þau samskipti séu nú að slípast vel til.
Allar yfirlýsingar um ótímabæran dauða hreyfingarinnar eru stórlega ýktar.
Að lokum minni ég alla á samtöðufundinn á Austurvelli á eftir. Við verðum að vera sýnileg til þess að ráðamenn taki okkur alvarleg. Þeir liggja ekki allir á blogginu þú skilur.
Sjá nánar hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/13/samstodufundur_vegna_icesave/
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er verulega jákvætt að vita til þess að innan Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sé starfandi fólk sem fylgir eigin sannfæringu fyrir þjóðarhag, fram yfir flokkslínur. Ögmundur, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir hafa hug og kjark til þess að taka afstöðu til málsins byggða á því hvað þau raunverulega telja best fyrir þjóðina alla, og því ætti að fagna sérstaklega en ekki ráðast að þeim fyrir vikið.
Í fréttum gærdagsins var stöðugt klifað á því að gangi ICESAVE frumvarpið ekki í gegn, sé það væntanlega endir stjórnarsamstarfsins. Aðspurð tekur Jóhanna Sigurðardóttir ekki þar af neinn efa, heldur bætir fremur í ef eitthvað er.
Það er mikið af fullyrðingum í umræðunni og margir stjórnarliðar demba stöðugt yfir okkur, ásamt Indriða H. Þorlákssyni, staðhæfingum um hitt og þetta sem gæti gerst ef ICESAVE málið fari ekki í gegnum þingið. Flestum þeim fullyrðingum er afar ágætlega svarað á bloggi Frosta Sigurjónssonar frá 8. ágúst síðastliðnum, og ég mæli eindregið með því að allir taki sér tíma til þess að lesa færsluna yfir.
Hana á finna hér: http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/927248/
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |