Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
XD - sérhagsmunir á kostnað almannahags
11.7.2013 | 15:49
Merkilegt að hann nefni ekki þann kost að innheimta eðlilega þóknun fyrir nýtingu auðlinda þjóðarinnar - þar var til staðar vel ríflega þessi fjárhæð áður en að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að gefa það eftir til örfárra fjölskyldna í gegnum hagsmunabandalagið þeirra LÍÚ.
Það er þó gott að fá þetta svona grímulaust í andlitið - Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir vörn fárra á kostnað almennings.
Vantar 8.600 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svigrúmið ætlaða og umrædda - hvort viljum við styðja við velferðarkerfið eða auðmennina?
24.4.2013 | 16:18
Þessi hugleiðing félaga míns á fésbókinni varð mér í dag tilefni til hugleiðingar:
"smá pólitík...mér finnst ótrúlega áhugavert að sjá ýmsar þær hugmyndir sem hafa komið fram í núverandi kosningabaráttu, mörg framboðanna og þá helst þau nýju hafa komið með virkilega áhugaverðar hugmyndir til lausnar ýmsum vanda hér, hugmyndir sem verður að taka alvarlega og til raunverulegrar íhugunar...annað sem mér hefur einnig fundist virkilega áhugavert og í raun líka alvarlegt að ekki sé búið að taka á er það svigrúm til ýmissa leiðréttinga sem m.a. forsvarsmenn Samfylkingar og VG segja að sé til staðar en hafa ekki nýtt sér í sinni stjórnartíð....það er mjög alvarlegt mál að nota ekki það svigrúm sem til er þegar ástand margra er jafn erfitt og það er í raun...þessar yfirlýsingar segja okkur einnig að forsvarsmenn núverandi ríkisstjórnar hafa ýtrekað verið að ljúga að okkur á kjörtímabilinu."
Margir frambjóðendur hafa undanfarið rætt fjálglega um peningana sem að á að nota til hinna ýmsu aðgerða. "Svigrúmið" sem að nýta eigi til að lækka skuldir tímabundið (vegna þess að verðbólgan mun hækka við aðgerðina og hækka aftur lánin á skömmum tíma).
Staðreyndin er hins vegar sú að þetta svigrúm er ekki til og verður ekki til nema að fjölmargir hlutir gangi upp fyrst. Mér finnst það hins vegar vera í besta falli siðleysi og á mörkum óheiðarleika að vera að lofa þessum fjármunum á þessu stigi.
Ég svaraði félaga mínum:
"Svirúmið er ekki til, heldur er mögulegt að það sé hægt að skapa það með uppkaupum á kröfum á afskriftum.
Á meðan að það er ekki í hendi vill Samfylkingin ekki lofa neinu út á það - mér finnst það heiðarleg nálgun.
Set stórt spurningamerki við það að vera að lofa einhverju inn í hagkerfið án þess að sjá hvort að það gangi yfir höfuð upp.
Til þess að fléttan gangi upp þarf:
1. Fjármögnun fyrir uppkaupum
2. Samþykki kröfuhafa á afslætti (afskriftum)
3. Kaupanda að hlut ríkisins í bönkunum
Full margt sem getur klikkað þarna til þess að ég myndi lofa einhverju án þess að sjá fyrir endann á ferlinu"
Auk þessara vangavelta stendur síðan eftir umræðan um í hvað eigi að nota fjármagnið ef svigrúmið myndast. Hvaða leið sé þjóðhagslega hagkvæmust. Það er alls ekki sjálfgefið að nýta peningana til þess að styðja enn betur við þá sem best standa, eins og tillögur Framsóknarflokksins munu í raun gera.
Ef þú þarft að velja á milli þess t.d. að halda opnum bráðadeildum á Landsspítalanum eða að niðurgreiða lán auðmanna - hvað myndirðu velja?
Afskriftir fyrir þá sem best hafa það?
23.4.2013 | 17:12
Framsókn hey-millanna
Sá þessi yfirskrift og fannst hún bæði fyndin og viðeigandi. Bið þá Framsóknarmenn sem að ég þekki til og ber virðingu fyrir afsökunar á þessu glensi. Finnst þó mikið til í þessu af nokkrum ástæðum.
Hey er skírskotun í bændurna og millarnir þeir sem að flokkurinn hefur skapað. Það er í gegnum klíkuskap og þá með í raun svikum við þjóðina, fært auðlindir og ríkisfyrirtæki í fangið á þeim.
En þetta er líka kaldhæðnislega rétt þegar það er sett í samhengi við það hverjum almennar skuldaleiðréttingar muni nýtast best. Það er nefnilega enginn jöfnuður eða raunverulegt réttlæti til handa almenningi sem um er að ræða. Seðlabankinn gerði góða faglega úttekt á þessu og komst að þeirri niðurstöðu að langstærsti hluti fjármagnsins færi til þeirra sem yfirburða best standa og það á kostnað allra. Jú, á kostnað allra!
Sjá bls. 91 í skýrslu Seðlabankans hér sem og góða umfjöllun Vilhjálms Þorsteinssonar um sama mál hér.
Svigrúmið sem að skapast mögulega við uppkaup og afskriftir skulda er nefnilega bara hægt að nýta einu sinni. Það er okkar að velja hvort að við viljum að það komi til almennings alls í gegnum ríkissjóð - eða hvort að stærstur hluti fjármagnsins renni í vasa auðmanna. Bestu vina aðal.
Ég er búinn að tala við fjölmarga vini og kunningja undanfarnar vikur um þessi mál. Eðlilega, þetta liggur flestum þungt á hjarta. Mér finnst það hins vegar gríðarlega vont að flestir þeir sem ég tala við gera sér enga grein fyrir því að þessi leið sem Framsóknarflokkurinn boðar (að setja í nefnd reyndar) mun kosta flest okkar mun meira en hún skilar.
Er það ástæðan fyrir því að þú ætlar að kjósa Framsókn? (Ef þú ert í þeim hópi)
Ég er ekki til í að skerða meira þjónustu við aldraða, heilbrigðiskerfið eða menntamálin vegna þessa. Hvar ert þú til í að skera niður vegna kostnaðaraukans fyrir ríkissjóð?
Eigum við ekki frekar að skapa öllum jöfn tækifæri en sama rétt fyrir alla?
Oddvitar í Reykjavík á málþingi stúdenta í Háskóla Íslands - upptökur
27.5.2010 | 00:16
Eins og sjá má á myndbandinu í viðhengdri hefur kallinn átt hressari daga, var með bullandi flensu og hálsbólgu þarna og hálf pungsveittur, þið fyrirgefið mér vonandi orðbragðið og sjálfsvorkunina
Koma sæmilega á framfæri málefnunum okkar og það er jú fyrir mestu.
Það háir þessari kosningabaráttu málefnafæð - það er skortur á umræðu um málefnin OG HVERNIG framboðin ætli að standa undir yfirlýsingum sínum. Ég hvet þig til að kíkja á heimasíðu REYKJAVÍKURFRAMBOÐSINS og skoða þar vel útfærða stefnuskrá sem byggir á LAUSNUM um hvernig megi fjármagna borgina og forðast frekari kreppu á komandi kjörtímabili.
Við neitum einfaldlega að leggjast bara á bakið og gefast upp af því að það er erfitt ástand í efnahagsmálunum. Það eru til lausnir - það er okkar að sækja fram og nýta þær til þess að verja borgarbúa gegn frekari álögum og niðurskurði.
Kíktu endilega líka á bloggið hans Sölva á Skjá 1, hér má sjá upptöku frá Spjallinu í kvöld þar sem að málefnin okkar komust ágætlega fram sum hver.
Stöndum saman borgarbúar og berjumst - það eru til lausnir - sækjum þær!! Það er þitt að kjósa hvaða leið þú vilt fara - þitt er valið.
Uppgjöf eða sókn?
Oddvitar í Reykjavík - framsögur á fundi í Háskóla Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
X-E REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ dreifir kosningabæklingnum sínum um helgina - bætt velferðarkerfi og atvinnusköpun okkar helstu markmið
22.5.2010 | 15:31
Vonandi að við fáum að hitta sem flest ykkar á ferð okkar um borgina um helgina. Við erum svo heppin að hafa lítið fé til kynningar og tökum því þann pól í hæðina að dreifa bæklingnum okkar sjálf. Bið ykkur endilega að taka vel á móti fólkinu okkar ef þið rekist á það á förnum vegi.
Jafnvel að nota tækifærið og spyrja það svolítið nánar út í hvað vil viljum standa fyrir.
Andstæðingar okkar sem og fjölmiðlar vilja spyrða því við okkur að við séum "flugvallarframboðið" og reyna að láta líta út fyrir að það sé okkar eina mál. Eins heyri ég það sagt um allt að við ætlum bara að leysa kreppuna með lóðasölu "eins og það sé hægt núna?".
Það er að sjálfsögðu ekki svo að flugvallarmálið sé það eina sem að við berjumst fyrir, það er langt frá því. Það er hins vegar eitt af málunum okkar og draumur okkar um framtíðar alvöru miðborg í höfuðborg landsmanna.
Meginmálefnin okkar fyrstu misserin munu hins vegar snúa að velferðar málum og atvinnusköpun. Það er búið að skerða gríðarlega í velferðarkerfinu og í grunnþjónustu og allt of langt gengið. Skólar eru orðnir svo fjársveltir að þar er sumstaðar ekki eftir fjármagn til þess að prenta út námsgögn fyrir börnin eða jafnvel að skipta um perur í skjávörpum þegar þær fara. Að sjálfsögðu gengur slík naumhyggja bara einfaldlega ekki upp. Það verður að vera hægt að halda uppi lágmarksþjónustu hérna - það er til lítils að senda börnin í skólann ef þjónustan þar verður ekki til staðar.
Það sama á við um atvinnuleysið - það er stærsta vandamál borgarinnar í dag. 11% atvinnuleysi kostar borgina um 11 milljarða á ári. 11 milljarða! Það er því ljóst að það er lang mikilvægasta málið til að leysa á komandi kjörtímabili.
Það verður ekki leyst með árangursríkum hætti með meiri niðurskurði. Það verður ekki leyst með hækkun útsvars á borgarbúa sem að hafa ekkert til skiptanna nú þegar. 40% fjölskyldna eru nú þegar langt í frá að ná endum saman. Á þetta fólk er ekki meira leggjandi.
ÞESS VEGNA horfum við til Vatnsmýrarinnar sem lausnar. Við viljum skipuleggja þar íbúabyggð af ýmsum ástæðum. Mín ástæða er sú að þetta er flottasta byggingarland á landinu. Þetta er því verðmætasta einstaka eign borgarinnar í dag um .leið og nýtt skipulag liggur fyrir.
Með vægri veðsetningu á landinu í Vatnsmýri getum við lagt um 7 milljarða á ári til viðbótar inn í rekstur borgarinnar. Þeir fjármunir meira en duga til þess að bakfæra þann niðurskurð sem orðið hefur undanfarin misseri, til þess að bæta við velferðarþjónustuna OG til þess að setja kraft í mannaflsfrekar framkvæmdir víðs vegar um borgina.
Margir reyna að láta svo líta út sem að við séum að tala í töfralausnum. Það var ekki markmið okkar. Við viljum hins vegar tala í lausnum. Í stað þess að blaðra aðeins innantómt um hvað við viljum gera, eins og fjórflokksfulltrúar margir hverjir gera þessi dægrin, viljum við einnig tala skýrt um hvernig við ætlum okkur að fjármagna það.
Er það ekki eðlileg krafa?
Bæklingurinn okkar er hérna með sem viðhengd skrá. Þér er að sjálfsögðu velkomið að prenta hann út og dreifa áfram
Vopnlausir stjórnmálaflokkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ talar í lausnum - vill fólk áframhaldandi innihaldsrýra frasa?
16.5.2010 | 16:20
Er það virkilega svo að við látum glepjast af innihaldsrýrum frösum áfram eftir allt sem á undan er gengið? Hvað þýðir árangursrík hagræðing? Jú, mikill niðurskurður í þjónustu við íbúa borgarinnar.
Loforð um áframhaldandi árangursríka hagræðingu ættu að hræða okkur og vekja til umhugsunar, ekki að virka sem einhverskonar hvatning í pólitískum fréttum auglýsingum fyrir fjórflokkinn.
Það ætti að vera eðlileg lágmarkskrafa að við sem áhugafólk um stjórnmál fáum fram um það upplýsingar hvernig nákvæmlega eigi að standa undir kostnaðinum við rekstur borgarinnar. Það hefur enginn fjórflokksins gert að VG undanskildum, sem hafa komið því skýrt á framfæri að þeir vilji hækka skatta.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera áfram niður(afsakið) "hagræða árangursríkt" áfram. Samfylkingin ætlar að taka lán sem þarf að greiða aftur með skattahækkunum eftir 2-3 ár. Framsókn ætlar að?? Tja, ég svei mér þá er ekki viss. Kannski þarf að spyrja Eykt að því.REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill tala í lausnum.
Fáum við til þess nægjanlegt fylgi munum við:
- Verja velferðarkerfið
- Taka aftur ósæmilegan niðurskurð í grunnþjónustunni undanfarin ár
- Útrýma biðröðum eftir mat og auka stuðning við þá verst sett
- Bæta verulega skipulag borgarinnar og samgöngur
- Koma atvinnumálum í borginni á fulla ferð með fjárstuðningi við nýframkvæmdir (til dæmis við skóla og hjá íþróttafélögum), viðhald og nýsköpun með breyttri forgangsröðun í aðgerðaráætlun borgarinnar þannig að hún henti sem flestum Reykvíkingum
- Stuðla að því með íbúum og íbúasamtökum að komið verði á fót þriðja stjórnsýslustiginu þar sem völd eru færð frá bákninu til íbúa hverfanna. Að kosið verði til slíkra ráða meðal íbúa hverfanna og hafi þau rétt til sjálfstæðrar ákvarðanatöku um innri málefni hverfis og eigin tekjugrunn til þess að standa undir framkvæmdum.
Allt ÁN skattahækkana - því að við ætlum okkur að nýta eignir borgarinnar til þess að verja íbúa hennar.
Í Vatnsmýrinni búa mikil verðmæti, a.m.k. 70 milljarða eign sem borgin á. Eign sem að okkur ber skylda til þess að nýta á erfiðleika tímum. Hver getur sætt sig við það að bræður okkar og systur standi í biðröðum úti á götu eftir mat?
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ, ólíkt fjórflokknum, mun beita sér af alefli í samskiptum borgar og ríkis þannig að ekki halli stöðugt á borgarbúa, til dæmis varðandi skiptingu fjármagns til framkvæmda í heimabyggð.
Kjóstu með eigin hagsmunum - kjóstu REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ
Skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2010 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill auka völd fólksins!
13.5.2010 | 19:26
Ég veit það hreinlega ekki hvort að þinghald eigi að vera almennt opið eða lokað. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess og tel það ekki augljóst. Gæti vel séð hvernig eðlilegt sé að það sé lokað til dæmis í tilfellum þar sem ákærði fer fram á það.
Aukið íbúalýðræði og bein þátttaka almennings er eitthvað sem að ég vil berjast fyrir. Það virðist oft þessa dagana sem að baráttan blandist mörgum hlutum og á mörgum stöðum. Kerfið berst á móti og höktir verulega. Kerfið vill að virðist ekki afhenda hluta af völdum sínum öðrum. Kerfið virðist gjarnan vera mest í því að viðhalda sjálfu sér.
Baráttan mín og ástríða fyrir breytingum er nú komin inn á sveitarstjórnarstigið. En þar er kerfið eins og annarsstaðar. Það vill aðkomu almennings sem minnsta. Þessu verður að breyta. Við verðum að berjast fyrir því að koma hér á virkara íbúalýðræði með beinni aðkomu fólksins að ákvörðunum. Á sveitarstjórnarstiginu á þetta augljóslega við um nær umhverfi til dæmis. Það þarf að koma á sjálfstæðum hverfaráðum, kjörnum af fólkinu í hverfinu, sem að hafa fjárhagslegt sjálfstæði og völd til ákvörðunartöku í eigin málefnum.
Kerfið er orðið að skrímsli sem við þurfum að hætta að fóðra.
Lokað þinghald kemur til álita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sat oddvita fund í HR í hádeginu
5.5.2010 | 15:21
Þetta var góður fundur þar sem að Jón Gnarr átti sviðið að sjálfsögðu. Hann hóf fundinn á því að lýsa því yfir að hann ætlaði að draga framboð sitt til baka en meðan að ég sat enn í geðshræringunni kallaði hann hátt og snjallt: "Djók". Hann ætlar sér svo sannarlega að hafa þessa baráttu skemmtilega a.m.k. Það er ljóst og tókst vel til á þessum fundi.
En hér að neðan er kynningarpistillinn minn fyrir REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ sem ég flutti í HR í dag.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ - Óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga.
Aftur og aftur horfum við upp á hagsmunum borgarbúa fórnað sem skiptimynt í valdabrölti fjórflokksins á landsvísu. Borgin hefur verið vanrækt vegna landsmála pólitíkur fjórflokksins og virðist oft sem kjörnir fulltrúar líti á störf í borginni sem æfingavöll og auglýsingu fyrir þingmennsku. Þetta hefur sýnt sig í málum eins og flugvallarmálinu og Sundarbraut svo aðeins tvö nærtæk dæmis séu tekin.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ er framboð til þess að berjast fyrir Reykvíkinga. Við erum óháð og getum beitt okkur að fullu fyrir heimabyggð.
Rekstur borgarinnar á ekki að snúast um neitt annað en að veita borgarbúum þjónustu. Það er ekkert hægri og vinstri í því. Það eru landsmálastjórnmál.
2. Bætt skipulag - dregur úr umferð, fækkar slysum og minnkar mengun.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill bæta skipulag borgarinnar og þétta byggð. Þétting byggðar eykur hagsæld borgarbúa og eykur lífsgæði. Það fjölgar nú með hverjum deginum þeim fjölskyldum sem aka yfir 100 km. á dag til að sinna erindum sínum í borginni, og það jafnvel á báðum heimilisbílunum. Þetta eykur umferð í borginni, sem þýðir aftur aukningu á slysum og mengun. Þá sparast fjölskyldum miklir fjármunir en samkvæmt tölum Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda er kostnaður við rekstur einkabíls ekki undir 1,5 milljón á ári. Einnig er þetta skipulag allt of dýrt fyrir borgarsjóð.
Þessa stöðugu útþenslu borgarinnar verður að stöðva, endurskipulagningar er þörf.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill að skipulögð verði falleg byggð í Vatnsmýri.
Vatnsmýrin er á tvöfaldri stærð á við Monaco í nálægð við falleg útivistasvæði eins og Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Skerjafjörðinn, Tjörnina, Miðbæjinn og 2 háskóla. Þannig svæði hentar ungu fólki mun betur en byggð upp til heiða í 30 mínútna fjarlægð frá þjónustukjörnunum. Hvort viljum við frekar í framtíðinni búa á Hólmsheiði með flugvöll í Vatnsmýri eða búa í Vatnsmýri með flugvöll á Hólmsheiði.
Við þurfum að hugsa til framtíðar. Hún kemur.
3. Verjum velferðarkerfið - bætum þjónustu. Lausnin er í Vatnsmýrinni.
Um leið og Vatnsmýrin er skipulögð sem byggingasvæði þá verður hún verðmæti. Þar myndast yfir 70 milljarðar sem hægt er að nota á næstu árum til að byggja upp innviði borgarinnar og halda uppi allri þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda án þess að skuldsetja borgarsjóð enn frekar eins og fjórflokkurinn vill.
Nú þegar er búið að skerða þjónustuna mikið og bitnar það sérstaklega á barnafjölskyldum.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill
Verja hagsmuni borgarbúa
Bæta skipulag fyrir aukna hagsæld og
Verja velferðarkerfið og bæta þjónustu
Allt þetta ÁN skattahækkana því REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ sér lausnina í Vatnsmýrinni
Jón Gnarr og Hanna Birna best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ - Dreifum valdinu - Bætum skipulag - Verjum velferðarkerfið - Gerum þetta ÁN skattahækkana
4.5.2010 | 13:29
Aftur og aftur horfum við upp á okkar hagsmunum fórnað sem skiptimynt í valdabrölti fjórflokksins á landsvísu. Þá skín einnig í gegn að fjórflokkurinn hefur ekki minnsta áhuga á því að draga úr valdi sínu og dreifa því áfram til fólksins.
Á þessu verður að taka og leiðin til þess er að stofna til framboðs sem er óháð "þörfum" fjórflokksins og getur beitt sér að fullu fyrir hagsmunum heimabyggðar.
Við viljum dreifa valdinu til fólksins og leiðin að því er að koma á þriðja stjórnsýslustiginu í borginni í formi sjálfstæðra hverfaráða sem að yrði kosið í innan hverfis. Slík ráð þyrftu að vera fjárhags-lega sjálfstæð og fara með skipulagsmál og fleiri ákvarðanir sem fjölluðu um hverfið sem slíkt.
2. Bætt skipulag borgarinnar - dregur úr umferð, fækkar slysum og minnkar mengun.
Þétting byggðar eykur hagsæld borgarbúa. Það fjölgar nú með hverjum deginum þeim fjölskyldum sem aka yfir 100 km. á dag til að sinna erindum sínum í borginni, og það jafnvel á báðum heimilisbílunum. Þetta eykur umferð í borginni, sem þýðir aftur aukningu á slysum og mengun. Þá sparast fjölskyldum miklir fjármunir en samkvæmt tölum FÍB er kostnaður við rekstur einkabíls ekki mikið undir 1,5 milljónum á ári núna.
3. Verjum velferðarkerfið - bætum þjónustu. Lausnin er í Vatnsmýrinni.
Borgin býr yfir miklum verðmætum í Vatnsmýrinni og við teljum það ómögulegt að hunsa þau verðmæti og ætla í staðinn að auka enn frekar álögur á borgarbúa í skattheimtu og enn frekari niðurskurði í velferðarkerfinu. Enn frekari niðurskurður á leikskólum, frístundaheimilum og í menntakerfinu þýðir að foreldrar þurfa að draga enn frekar úr vinnu til þess að geta verið heima fyrir og sinnt börnunum. Þetta þýðir enn frekari tekju-skerðingu og enn verri afkomu. Það er leið til þess að verja velferðarkerfið og bæta þjónustuna og hún liggur í Vatnsmýrinni. Með nýju skipulagi fyrir svæðið má strax í sumar veðsetja það hóflega og koma í veg fyrir að kreppan hafi enn meiri og verri áhrif á fólkið í borginni.
Hver vill ekki sjá biðraðir eftir matargjöfum upprættar?
Dreifing valdsins er mikið hagsmunamál alls staðar í stjórnmálum í dag. Hálfgert einræði ríkir á mörgum stöðum. Þrískipting valdsins er í raun aðeins einskipting þar sem að framkvæmdavaldið ræður öllu og í borginni eru allar ákvarðanir teknar í borgarstjórn þar sem að hagsmunir stóru flokkanna á landsvísu virðast oft skipta meira máli en hagsmunir Reykvíkinga sem að þeir þó eiga að vera að berjast fyrir.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill koma á þriðja stjórnsýslustiginu í borginni í formi sjálfbærra hverfisráða sem kosið er til innan hvers hverfis fyrir sig. Slík ráð myndu stýra því hvernig skipulag hverfisins þróast innan eigin hverfis þó að slíkt þyrfti eðlilega ávallt að vera í samstarfi við aðliggjandi hverfi þegar um útjaðar er að ræða. Eina leiðin til þess að íbúar hverfanna stýri eigin málum sjálfir er að koma á slíkum hverfaráðum sem að hafa sjálfstæðar fastar tekjur af útsvari hverfisins, til þess að nýta á þann máta sem þau sjálf kjósa.
Í dag er þetta ferli þannig að það er í raun ekkert sjálfstæði og íbúarnir eru alltaf undir duttlunga borgarstjórnar komnir með það hvort að einhverju fé verði veitt í þeirra nær umhverfi eður ei.
Dreifum valdinu - aukum lýðræðið