REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ talar í lausnum - vill fólk áframhaldandi innihaldsrýra frasa?

Er það virkilega svo að við látum glepjast af innihaldsrýrum frösum áfram eftir allt sem á undan er gengið? Hvað þýðir árangursrík hagræðing? Jú, mikill niðurskurður í þjónustu við íbúa borgarinnar.

Loforð um áframhaldandi árangursríka hagræðingu ættu að hræða okkur og vekja til umhugsunar, ekki að virka sem einhverskonar hvatning í pólitískum fréttum auglýsingum fyrir fjórflokkinn.

Það ætti að vera eðlileg lágmarkskrafa að við sem áhugafólk um stjórnmál fáum fram um það upplýsingar hvernig nákvæmlega eigi að standa undir kostnaðinum við rekstur borgarinnar. Það hefur enginn fjórflokksins gert að VG undanskildum, sem hafa komið því skýrt á framfæri að þeir vilji hækka skatta.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera áfram niður(afsakið) "hagræða árangursríkt" áfram. Samfylkingin ætlar að taka lán sem þarf að greiða aftur með skattahækkunum eftir 2-3 ár. Framsókn ætlar að?? Tja, ég svei mér þá er ekki viss. Kannski þarf að spyrja Eykt að því.REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill tala í lausnum.

Fáum við til þess nægjanlegt fylgi munum við:

  • Verja velferðarkerfið
  • Taka aftur ósæmilegan niðurskurð í grunnþjónustunni undanfarin ár
  • Útrýma biðröðum eftir mat og auka stuðning við þá verst sett
  • Bæta verulega skipulag borgarinnar og samgöngur
  • Koma atvinnumálum í borginni á fulla ferð með fjárstuðningi við nýframkvæmdir (til dæmis við skóla og hjá íþróttafélögum), viðhald og nýsköpun með breyttri forgangsröðun í aðgerðaráætlun borgarinnar þannig að hún henti sem flestum Reykvíkingum
  • Stuðla að því með íbúum og íbúasamtökum að komið verði á fót þriðja stjórnsýslustiginu þar sem völd eru færð frá bákninu til íbúa hverfanna. Að kosið verði til slíkra ráða meðal íbúa hverfanna og hafi þau rétt til sjálfstæðrar ákvarðanatöku um innri málefni hverfis og eigin tekjugrunn til þess að standa undir framkvæmdum.

Allt ÁN skattahækkana - því að við ætlum okkur að nýta eignir borgarinnar til þess að verja íbúa hennar.

Í Vatnsmýrinni búa mikil verðmæti, a.m.k. 70 milljarða eign sem borgin á. Eign sem að okkur ber skylda til þess að nýta á erfiðleika tímum. Hver getur sætt sig við það að bræður okkar og systur standi í biðröðum úti á götu eftir mat?

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ, ólíkt fjórflokknum, mun beita sér af alefli í samskiptum borgar og ríkis þannig að ekki halli stöðugt á borgarbúa, til dæmis varðandi skiptingu fjármagns til framkvæmda í heimabyggð.

Kjóstu með eigin hagsmunum - kjóstu REYKJAVÍKURFRAMBOÐIР 


mbl.is Skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þið viljið semsagt selja eignir til þess að fjármagan neyslu?

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Baldvin -

Áætlun ykkar felur í sér lántöku. Að kalla hana e-h annað, er tilraun til að sveipa ryki yfir hvað þið raunverulega eruð að leggja til.

Þ.e. ekki traustvekjandi.

---------------------

Þið eru með sama planið og Samfó. Ergo - lántaka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2010 kl. 21:28

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það á að fjármagna dæmið með láni sem ekki þarf að rukka til baka í skattahækkun vegna þess að við sjáum til þess að eignamyndunin í Vatnsmýrinni standi undir því og vel það.

Samfó verður að fjármagna sitt dæmi með skattahækkun vegna þess að þeir geta ekki grafið Vatnsmýrina úr höndum ríkisstjórnarinnar. Er eitthvað erfitt að skilja þennan mun piltar?

Það að endurtaka svona sömu athugasemdirnar fer að verða svolítið þreytt hjá ykkur. Skoðið Reykjavíkurframboðið.

Haukur Nikulásson, 16.5.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dáldið 2007 legt svar - en bankarnir byggðust upp á því að allt var í lagi svo lengi sem hlutabréfin héldu áfram að hækka.

Með svipuðum hætti, þá treystið þið á að uppbygging í framtíðinni borgi fyrir gríðarlega eyðslu, sem þið ætlið að taka út á þær væntingar um framtíðarhagnað sem borgi dæmið upp á endanum.

En, ef sá hagnaður kemur ekki, þá alveg eins og þegar allt í einu sprakk blaðran hjá bönkunum, þá hrynur allt í andlitið á ykkur - ég er að tala um gjaldþrot, sem líklegustu útkomu þess.

----------------

Já þ.e. ástæða að ætla, að hann komi ef til vill ekki - 

A)þ.e. kreppa - og hún getur haldið áfram næstu ár. Óvarlegt að treysta á, að gamblið um erlenda lántöku seinna á árinu, gangi upp.

B)Skv. tölum Hagstofu Ísl. ef fólksfækkun hafin á Íslandi. Það einfaldlega segir, að ef hún heldur áfram, verður ekki af þeirri eftirspurn, sem þið hafið væntingar um skv. gömlum áætlunum, gerðar fyrir kreppu.

C)Mismunurinn, liggur í kreppunni - og brottflutningi fólks. Ef kreppan stöðvast ekki, fer brottflutningur vaxandi  áfram ár frá ári. 

D)Núverandi stefna, hefur meiri trúverðugleika, því hún reiknar ekki með hagvexti, sem enn er ekki orðinn. Ekki heldur með, eftirspurn - sem ekki er varlegt að leggja allt undir um, að af verði.  Þetta er"high stakes gamble".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Haukur Gunnarsson

ÆÆ ekki reyna telja fólki trú um að þið hafið einnhverjar lausnir. Því að þær hafið þið ekki. Á ekki bara að skudsetja okkur enn meir? Nei takk

Haukur Gunnarsson, 16.5.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Haukur segir Æ...er það X-Æ?

Góðar stundir Baddi minn....og endilega láttu hverfið mitt í friði....hehe

Einhver Ágúst, 17.5.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband