Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Við verðum að festa auðlindirnar okkar í stjórnarskrá og við verðum....

 


mbl.is Orkulindir ekki teknar upp í skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um peningaprentun Bandaríkjamanna


mbl.is Hefja viðræður um bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin styður mjög eindregið hugmyndina um sumarskóla

Það kemur skýrt fram í stefnu Borgarahreyfingarinnar að úrræði fyrir bæði atvinnulausa sem og aðra verði að auka og að styðja beri fólk til þess að stunda nám.

Sumarskólar og aukning við námslán eru að sjálfsögðu afar góð leið til þess.

Nú eru einfaldlega tímar þar sem við verðum að fara að segja bara satt. Það er ekki verið að fara að skapa hér nein 20.000 störf með stóriðju eins og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar nú að lofa. Það er það eina heiðarlega núna að horfast í augu við þann félagslega vanda sem atvinnuleysi skapar og ráðast í að skapa þar úrlausnir.

Að hvetja fólk til náms og áframhaldandi náms er virkilega góð lausn og skapar mikil verðmæti til lengri tíma.


mbl.is Ódýrara að veita námslán áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýja Kauþing búið að eyða peningunum okkar frá SPRON? Hvers vegna gat Kaupþing "hið nýja" tekið yfir SPRON reikninga án nokkurs eigins fjár?

Þetta eru undarlegir tímar sem við lifum á, svo mikið er víst.

Hið voða nýja Kaupþing fær í skjóli ríkisins að taka yfir alla reikninga viðskiptavina SPRON, mína reikninga þar á meðal, án þess að virðist að hafa til þess nokkuð svigrúm eða fjármagn. Já og reyndar líka án þess að nokkurn tímann hafi verið varpað fram spurningunni um hvers vegna bankaleyndin á ekki líka við viðskiptavini SPRON.

Nú segja "þeir" að ekki sé hægt að leyfa MP að kaupa SPRON vegna þess að þá myndu svo margir viðskiptavinir gamla SPRON vilja flykkjast frá nýja Kaupþing yfir til nýja SPRON.

Það er vissulega rétt í mínu tilfelli, ég hef nákvæmlega engan áhuga á viðskiptum við Kaupþing, sérstaklega ekki meðan að vanhæfur Finnur stýrir þar málum.

Spurningin hins vegar er, í hvað er Kaupþing búið að ráðstafa fénu okkar í millitíðinni? Hvers vegna er ekki jafn einfalt að flytja reikningana okkar yfir til nýja SPRON án þess að það leggi Kaupþing á hliðina? Eru þetta ekki ennþá bara tölur í tölvu?


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsstríðið - Á Ísland eitthvað álver í raun?

Þetta er búinn að vera afar góður og upplýsandi dagur í dag. Viðmælendur í Silfri Egils hittu svo sannarlega naglann á höfuðið og náðu vonandi að vekja einhverja áhorfendur til umhugsunar.

Ég er afar ánægður með það eftir daginn að dag að vera í starfinu með Borgarahreyfingunni og í framboði í Reykjavík suður. Borgarahreyfingin er eina framboðið sem er í boði núna sem tekur skýra afstöðu gegn því að greiða erlendar skuldir fjárglæframanna og við neitum því alfarið að leyfa Alþjóðagjaldeysissjóðnum að ráða hér ríkjum. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta hluta stefnunnar okkar í 5. og 6. lið. Stefnuna má nálgast hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/

Fréttum dagsins af þessum málum gerir ofurbloggarinnar Lára Hanna afar góð skil í færslunnu hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/846117/ 

og Birgitta Jónsdóttir oddviti listans míns líka hér: http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/846399/

Undir lok viðtalsins við John Perkins í Silfrinu spyr hann Egil áhugaverðrar spurningar: Eiga Íslendingar einhver álver sjálfir?


Frábær grein um hugarfar manna - frá bloggi Snuffy Smith

Greinina má finna hér: http://snuffysmithsblog.blogspot.com/2009/03/america-is-in-need-of-moral-bailout.html

Tek mér það bessaleyfi að birta hana hér á blogginu líka.

Monday, March 23, 2009

America Is in Need of a Moral Bailout

Published on Monday, March 23, 2009 by TruthDig.com
America Is in Need of a Moral Bailout

by Chris Hedges

In decaying societies, politics become theater. The elite, who have hollowed out the democratic system to serve the corporate state, rule through image and presentation. They express indignation at AIG bonuses and empathy with a working class they have spent the last few decades disenfranchising, and make promises to desperate families that they know will never be fulfilled. Once the spotlights go on they read their lines with appropriate emotion. Once the lights go off, they make sure Goldman Sachs and a host of other large corporations have the hundreds of billions of dollars in losses they incurred playing casino capitalism repaid with taxpayer money.

We live in an age of moral nihilism. We have trashed our universities, turning them into vocational factories that produce corporate drones and chase after defense-related grants and funding. The humanities, the discipline that forces us to stand back and ask the broad moral questions of meaning and purpose, that challenges the validity of structures, that trains us to be self-reflective and critical of all cultural assumptions, have withered. Our press, which should promote such intellectual and moral questioning, confuses bread and circus with news and refuses to give a voice to critics who challenge not this bonus payment or that bailout but the pernicious superstructure of the corporate state itself. We kneel before a cult of the self, elaborately constructed by the architects of our consumer society, which dismisses compassion, sacrifice for the less fortunate, and honesty. The methods used to attain what we want, we are told by reality television programs, business schools and self-help gurus, are irrelevant. Success, always defined in terms of money and power, is its own justification. The capacity for manipulation is what is most highly prized. And our moral collapse is as terrifying, and as dangerous, as our economic collapse.

Theodor Adorno in 1967 wrote an essay called "Education After Auschwitz." He argued that the moral corruption that made the Holocaust possible remained "largely unchanged." He wrote that "the mechanisms that render people capable of such deeds" must be made visible. Schools had to teach more than skills. They had to teach values. If they did not, another Auschwitz was always possible.

"All political instruction finally should be centered upon the idea that Auschwitz should never happen again," he wrote. "This would be possible only when it devotes itself openly, without fear of offending any authorities, to this most important of problems. To do this, education must transform itself into sociology, that is, it must teach about the societal play of forces that operates beneath the surface of political forms."

Our elites are imploding. Their fraud and corruption are slowly being exposed as the disparity between their words and our reality becomes wider and more apparent. The rage that is bubbling up across the country will have to be countered by the elite with less subtle forms of control. But unless we grasp the "societal play of forces that operates beneath the surface of political forms" we will be cursed with a more ruthless form of corporate power, one that does away with artifice and the seduction of a consumer society and instead wields power through naked repression.

I had lunch a few days ago in Toronto with Henry Giroux, professor of English and cultural studies at McMaster University in Canada and who for many years was the Waterbury Chair Professor at Penn State. Giroux, who has been one of the most prescient and vocal critics of the corporate state and the systematic destruction of American education, was driven to the margins of academia because he kept asking the uncomfortable questions Adorno knew should be asked by university professors. He left the United States in 2004 for Canada.

"The emergence of what Eisenhower had called the military-industrial-academic complex had secured a grip on higher education that may have exceeded even what he had anticipated and most feared," Giroux, who wrote "The University in Chains: Confronting the Military-Industrial-Academic Complex," told me. "Universities, in general, especially following the events of 9/11, were under assault by Christian nationalists, reactionary neoconservatives and market fundamentalists for allegedly representing the weak link in the war on terrorism. Right-wing students were encouraged to spy on the classes of progressive professors, the corporate grip on the university was tightening as made clear not only in the emergence of business models of governance, but also in the money being pumped into research and programs that blatantly favored corporate interests. And at Penn State, where I was located at the time, the university had joined itself at the hip with corporate and military power. Put differently, corporate and Pentagon money was now funding research projects and increasingly knowledge was being militarized in the service of developing weapons of destruction, surveillance and death. Couple this assault with the fact that faculty were becoming irrelevant as an oppositional force. Many disappeared into discourses that threatened no one, some simply were too scared to raise critical issues in their classrooms for fear of being fired, and many simply no longer had the conviction to uphold the university as a democratic public sphere."

Frank Donoghue, the author of "The Last Professors: The Corporate University and the Fate of the Humanities," details how liberal arts education has been dismantled. Any form of learning that is not strictly vocational has at best been marginalized and in many schools has been abolished. Students are steered away from asking the broad, disturbing questions that challenge the assumptions of the power elite or an economic system that serves the corporate state. This has led many bright graduates into the arms of corporate entities they do not examine morally or ethically. They accept the assumptions of corporate culture because they have never been taught to think.

Only 8 percent of U.S. college graduates now receive degrees in the humanities, about 110,000 students. Between 1970 and 2001, bachelor's degrees in English declined from 7.6 percent to 4 percent, as did degrees in foreign languages (2.4 percent to 1 percent), mathematics (3 percent to 1 percent), social science and history (18.4 percent to 10 percent). Bachelor's degrees in business, which promise the accumulation of wealth, have skyrocketed. Business majors since 1970-1971 have risen from 13.6 percent of the graduation population to 21.7 percent. Business has now replaced education, which has fallen from 21 percent to 8.2 percent, as the most popular major.

The values that sustain an open society have been crushed. A university, as John Ralston Saul writes, now "actively seeks students who suffer from the appropriate imbalance and then sets out to exaggerate it. Imagination, creativity, moral balance, knowledge, common sense, a social view-all these things wither. Competitiveness, having an ever-ready answer, a talent for manipulating situations-all these things are encouraged to grow. As a result amorality also grows; as does extreme aggressivity when they are questioned by outsiders; as does a confusion between the nature of good versus having a ready answer to all questions. Above all, what is encouraged is the growth of an undisciplined form of self-interest, in which winning is what counts."

This moral nihilism would have terrified Adorno. He knew that radical evil was possible only with the collaboration of a timid, cowed and confused population, a system of propaganda and a press that offered little more than spectacle and entertainment and an educational system that did not transmit transcendent values or nurture the capacity for individual conscience. He feared a culture that banished the anxieties and complexities of moral choice and embraced a childish hyper-masculinity, one championed by ruthless capitalists (think of the brutal backstabbing and deception cheered by TV shows like "Survivor") and Hollywood action heroes like the governor of California.

"This educational ideal of hardness, in which many may believe without reflecting about it, is utterly wrong," Adorno wrote. "The idea that virility consists in the maximum degree of endurance long ago became a screen-image for masochism that, as psychology has demonstrated, aligns itself all too easily with sadism."

Sadism is as much a part of popular culture as it is of corporate culture. It dominates pornography, runs like an electric current through reality television and trash-talk programs and is at the core of the compliant, corporate collective. Corporatism is about crushing the capacity for moral choice. And it has its logical fruition in Abu Ghraib, the wars in Iraq and Afghanistan and our lack of compassion for the homeless, our poor, the mentally ill, the unemployed and the sick.

"The political and economic forces fuelling such crimes against humanity-whether they are unlawful wars, systemic torture, practiced indifference to chronic starvation and disease or genocidal acts-are always mediated by educational forces," Giroux said. "Resistance to such acts cannot take place without a degree of knowledge and self-reflection. We have to name these acts and transform moral outrage into concrete attempts to prevent such human violations from taking place in the first place."

The single most important quality needed to resist evil is moral autonomy. Moral autonomy, as Immanuel Kant wrote, is possible only through reflection, self-determination and the courage not to cooperate.

Moral autonomy is what the corporate state, with all its attacks on liberal institutions and "leftist" professors, has really set out to destroy. The corporate state holds up as our ideal what Adorno called "the manipulative character." The manipulative character has superb organizational skills and the inability to have authentic human experiences. He or she is an emotional cripple and driven by an overvalued realism. The manipulative character is a systems manager. He or she exclusively trained to sustain the corporate structure, which is why our elites are wasting mind-blowing amounts of our money on corporations like Goldman Sachs and AIG. "He makes a cult of action, activity, of so-called efficiency as such which reappears in the advertising image of the active person," Adorno wrote of this personality type. These manipulative characters, people like Lawrence Summers, Henry Paulson, Robert Rubin, Ben Bernanke, Timothy Geithner, AIG's Edward Liddy and Goldman Sachs CEO Lloyd Blankfein, along with most of our ruling class, have used corporate money and power to determine the narrow parameters of the debate in our classrooms, on the airwaves and in the halls of Congress while they looted the country.

"It is especially difficult to fight against it," warned Adorno, "because those manipulative people, who actually are incapable of true experience, for that very reason manifest an unresponsiveness that associates them with certain mentally ill or psychotic characters, namely schizoids."
© 2009 TruthDig.com

Mismununin felst í langvarandi uppeldislegum muni kynjanna - það er stóri vandinn

Okkur hjá Borgarahreyfingunni hefur einmitt þótt afar erfitt að takast á við þetta í lista vinnunni hjá okkur. Við tókum strax í upphafi þá ákvörðun að vera ekki með handstýringu á listunum, að það væri ekki í anda þess lýðræðis sem við vildum vinna að. Listunum, sem við viljum enn fá að bjóða fram óraðaða en lítur ekki út fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að standa við, er þannig upp stillt að frambjóðendur tiltaka einfaldlega sjálfir í hvaða sæti þeir gefa kost á sér. Gefi fleiri en einn frambjóðandi kost á sér er fyrst reynt að leysa það með því að láta frambjóðendurnar ræða málin sín á milli og reyna þannig að úrskurða sjálf um hvert þeirra þau telji hæfara. Náist ekki sátt um málið þannig skal fara fram hlutkesti.

Til þess hefur ekki enn komið hjá okkur þar sem að frambjóðendur hafa í öllum tilfellum hingað til getað leyst málin lýðræðislega sín á milli.

Vandinn sem þetta er að skapa okkur er hins vegar sá að það er augljóslega körlum mun eðlislægara að trana sér fram en konunum. Konurnar virðast eðlislægt halda sig mikið til baka, leggja til frábæra punkta og hugmyndir í vinnunni en vilja síðan ekki leiða þá vinnu margar hverjar þegar til kemur. Körlunum er mikið meira í mun að "eiga" sína hugmynd, fylgja henni eftir og eiga af henni heiðurinn. Þetta finnst mér einhvern veginn tengjast mikið til til dæmis keppnisuppeldinu sem fylgir íþróttunum.

Ég er hérna auðvitað að tala heilt yfir, það eru alltaf til tilvik þar sem málum er allt öðruvísi háttað. Gallinn við þetta er hins vegar sá að vettvangur stjórnmálanna verður áfram mikið karllægur og skekkir það verulega myndina þar sem að kerfið verður þar með mikið til búið til utan um hugmyndir karla.

Það má segja að það hafi verið kerfi karlanna sem hrundi í byrjun október. Ég óska hér með formlega eftir frábærum konum til að gefa kost á sér í pólitískt starf.


mbl.is Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama lýsir yfir áhuga sínum á Íslandi

Það er fagnaðarefni að Obama skuli hafa svona mikinn áhuga og trú á Íslandi. Samkvæmt fréttinni segir hann við Össur að hann hafi þá trú að Ísland muni fyrst landa vinna sig út úr efnahagshruninu. Það er jákvætt að fá loksins gott umtal einhversstaðar og þá frá valdamesta manni heimsins í augnablikinu.

Margir hafa lýst yfir ótta við að Obama og hans samstarfsmenn og félög hafi einungis áhuga á grænu orkunni hér á landi. Það er hins vegar nokkuð langsótt þar sem að í bara til dæmis Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum er um það bil þúsund sinnum meiri orka en undir öllu Íslandi. Þá eru Bandaríkjamenn einnig mun lengra komnir en við í djúpborun eftir orku.

Áhugi Obama á okkur hefur að virðist fyrst og fremst beinst að þeirri staðreynd að við erum öðrum þjóðum framar í hugarfari þegar kemur að nýtingu á grænni orku og höfum það fram yfir allar stóru iðnþjóðirnar og fleiri að vera ekki að keyra hér á annað hvort kjarnorku eða eldsneyti, orkufrekan iðnað.

Græna hugarfar þjóðarinnar gæti því á endanum orðið ein af okkar stærstu auðlindum. Gleymum ekki umhverfismálunum alfarið nú þegar að erfiður samdráttur og efnahagshrun gengur yfir þjóðina.

Björgum heimilum landsmanna frá algeru þroti á sama tíma og við hugsum líka til lengri tíma.

Varstu búinn að kynna þér Borgarahreyfinguna?  http://xo.is


mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama blanda og þjóðinni var að miklu leyti boðið upp á í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi

Mér fannst Þór Saarí standa sig afar vel sem endranær. Fólki fannst hann ganga heldur langt sumum þegar að hann talaði um íslensku krónuna sem ónýtan gjaldmiðil og líkti henni við sumarbústaðalóð í Chernobyl. En hvað er gjaldmiðill annað en ónýtur þegar að enginn vill koma nálægt honum í alþjóðaviðskiptum, ekki einu sinni Íslendingar, samanber ný plásturslög sem verið var að samþykkja ofan á lögin um gjaldeyrishöftin.

Bjarni Ben fannst mér koma afspyrnu illa út í þessum þætti og virtist skína af honum sú tilfinning að hann hefði sjálfur nákvæmlega enga trú á málefninu sem að hann var þarna að verja. Hann var óöruggur, líkamsstaðan afkáraleg og stíf og yfirlýsingar hans um að ætla að skapa allt að 20.000 ný störf hreinlega afkáralegar, í raun bara fals. Það er nákvæmlega engin hætta á því að hér verði stórkostleg uppbygging á stóriðju á komandi árum, það eru engir fjármunir í boði til þeirrar upbyggingar, mikill samdráttur á heimsmarkaði á áleftirspurn og verðið í nýjum lægðum. Heyrast jafnvel af því sögur núna að Rio Tinto riði til falls og sé á leið í þrot.

Ég fann á vef RÚV yfirlit yfir helstu svör talsmanna framboðanna úr þættinum og birti hér að neðan. Lestu þetta endilega með eftirfarandi spurningu í huga: Hvað eru þau raunverulega að segja?

Aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum:

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna:
Hann benti á skuldir hverfi ekki og tók illa í afturfærslu vísitölu til janúar 2008. Slíkt kosti 3-500 milljarða. Stærsti hluti íbúðaskulda sé hjá íbúðalánasjóði eða 600 milljarðar, kostnaðurinn við slíkt myndi lenda á fólkinu sjálfu og þá þyrfti að skerða lífeyri. Aðgerðir verði að vera hnitmiðaðar og miðaðar við þá sem þurfi hjálp. Einnig í samræmi til getu þjóðarbúsins. Hann segir stjórnina þegar búna að gera margt og minnir á að næsta mál á dagskrá sé stórhækkun vaxtabóta og að 20 þúsund manns hafi sótt um útgreiðslu á séreignasparnaði.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar:
Hún benti á að þegar hafi margt verið gert. Þar nefndi hún greiðslujöfnun, greiðsluaðlögun, hækkun vaxtabóta og frestun á nauðungarsölum. Hún hafnar flötum lausnum. Mörg heimili með jákvæða eignastöðu myndu þá fá afskriftir sem þau þurfi ekki. Hún vill frekar gera meira fyrir þá sem þurfa meira.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins:
Hann benti að ríkissjóði sé ekki reiknaður neinn kostnaður vegna hugmyndar flokksins um 20% niðurfellingu skulda. Aðgerðin hafi þann kost að hún sé heildstæð og róttæk. Hún byggi á því að afskrifir sem þegar eigi sér stað séu látnar ganga áfram til þeirra sem skulda. Aðferðin myndi koma hagkerfinu í gang. Stórhættulegt sé að láta fólk sýna fram á að það sé illa statt til að það fái niðurfellingu; slíkt hvetji fólk ekki áfram.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Hann bendir á að þær aðgerðir sem farið hafi verið í hafi einnig verið lagðar til af fyrri ríkisstjórn. Flokkurinn hefur samþykkt að hugað verði að lækkun höfuðstóls lána. Áður þurfi að leggjast vel yfir útreikninga. Þjóðhaglega hagkvæmara geti verið að fara þá leið heldur en að fólk gefist upp.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Hann segir að frjálslyndir leggi til að aðeins verði borguð verðtrygging og vextir upp að 10%. Það sem sé umfram það fari á biðreikning. Þegar verðbólgan sé komin niður fyrir 5% verði hætt að setja inn á reikninginn. Þá sé hægt að reikna dæmið út. Líta á samspil hækkana lána, kaupverðs og raunverðs íbúða. Þá sé hægt að finna lausnir fyrir ólíka hópa. Ákveða þyrfti hvað heimilin ættu að bera stóran hluta af tapinu. Hann telur að það gæti orðið 30-40% en lánveitendur myndu taka á sig afganginn.

Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Lýðræðishreyfingarinnar:
Hann sagði að sér liði eins og á sjúkrastofu þar sem hjúkrunarkonurnar rífist um hvaða plástur passi á sárið. Ekki sé hægt að koma með pakkalausn fyrir næstu 4 árin enda breytist aðstæður hratt. Vinna þurfi málin inni á rafrænu þingi en lýðræðishreyfingin vill beint lýðræði. Endurskoða þurfi aðgerðir á 3 mánaða fresti. Hann vill ráða ríkisstjórn á faglegum forsendum. Heimsþekktur hagfræðingur hafi sagt að betra sé að velja þingmenn af handahófi úr símaskránni heldur en hafa þá þingmenn sem nú sitji. Fólk eigi að fá að kjósa sig sjálft inn á þing.

Þór Saari frá Borgarahreyfingunni:
Vill að vísitalan verð færð aftur til janúar 2008. Höfuðstóll myndi lækka um 19%. Kostnaðurinn lendi á eigendum skuldanna. Það sé ekki ósanngjarnt að fjármagnseigendur taki á sig hluta af þeim efnahagsskell sem gangi yfir þjóðina.

Afnám verðtryggingar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna:
Segir að við þurfum að losna út úr verðtryggingunni. Það hafi verið mistök að afnema hana ekki á sínum tíma. Vill að óverðtryggð lán verði valkostur.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar:
Hún sagði að aðild að ESB yrði leið út úr verðtryggingunni. Bendir á að verðbólgan hafi lækkað.  Vill að boðið verði upp á 15-20 ára óverðtryggð lán.  

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins:
Hann vill vinda ofan af verðtryggingunni á einhverjum tíma.  

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Vill markað með óverðtryggð lán. Slíkur markaður þyrfti að þrífast við hliðina á verðtryggðum lánum.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Vill afnema verðtryggingu en byrja á að setja á hana þak. Benti á að verðtrygging valdi verðbólgu. Menn ættu að geta samið um fasta eða breytilega vexti.

Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Lýðræðishreyfingarinnar:
Hann vill ekki að atvinnupólitíkusar fari með fjármál ríkisins.

Þór Saari frá Borgarahreyfingunni
Vill afnema verðtrygginguna.

Skattar og niðurskurður

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna:
Hann segir flokk sinn hafa boðað skattahækkun og hátekjuskatt. Við blasi 120-150 milljarða halli á ríkissjóði. Menn þurfi að spara og ná niður kostnaði en líka að afla tekna. Sama sé hvaða flokkar verði í stjórn; menn þurfi að afla tekna. Þeir sem hafi fulla vinnu og góðar tekjur ættu að geta lagt meira af mörkum. Fjármagnstekjuskattur mæti hækka úr 10% í 14%.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar:
Hún segir að mikill niðurskurður blasi við til að ná niður hallanum. Breyta þurfi forgangsröðun og verja grunngildin í velferðarkerfinu. Aldrei hafi verið meiri þörf á sanngirni og jöfnuði. Hún vill koma í veg fyrir skattaundanskot í skattaskjól og skoða hátekjufólk sem skattar hafi verið lækkaðir á í góðærinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins:
Hann segist ekki hafa fundið skatt sem hægt verði að hækka við þessar aðstæður. Óttast að hækkun fjármagnstekjuskatta hækki vexti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Hann segir að vinstrimenn horfi framhjá því að einhverjir verði að vera til staðar til að greiða skatta. Skapa verði skilyrði til að atvinnulífið geti ráðið fólk. Vandinn leysist ekki með nýjum sköttum. Þó sé óumflýjanlegt að hækka skatta eitthvað. Hann vill meiri tekjutengingar.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Hann segir að flokkurinn vilji hækka skattleysismörkin. Verja þurfi tekjur láglaunafólks.

Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Lýðræðishreyfingarinnar:
Hann svaraði því til að hann vildi byggja upp meiri atvinnu í landinu og sagði að hingað þurfi að fá færa hagfræðinga. Sjávarafurðir séu fluttar hálfunnar úr landinu og nær allt ál sé flutt út óunnið. Hann vill koma á beinu lýðræði. Eftir kosningar fari Alþingi í að ráða ríkisstjórn. Fólkið fái að taka þátt í rafrænu Alþingi, fái að leggja fram frumvörp og forgangsraða.

Þór Saari frá Borgarahreyfingunni
Hann vill fjölga skattþrepum og hafnar miklum niðurskurði.

Álver í Helguvík og atvinnuuppbygging
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna:
Segir rangt að við blasi 20% atvinnuleysi; allar spár geri ráð fyrir 10% atvinnuleysi. 15 -18 þúsund störf þurfi að verða til. Hann bendir á að hvert starf í stóriðju kosti mörg hundruð milljónir. Starf í ferðaþjónustu kosti lítið; kannski 5 milljónir. Stórhættulegt sé að einblína á stóriðju. Aðstæður í heiminum bjóði ekki upp á slíkt. Þá eigi Landsvirkjun erfitt með að taka lán til að reisa nýjar virkjanir. Álverð sé á niðurleið og eftirspurn minnkandi. Ólíklegt sé að ný álversverkefni verði að raunveruleika á Vesturlöndum á næstunni. Hann nefnir aðra möguleika. Ullar- og skinnaiðnað. Gagnaver og kísilflöguiðnað.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar:
Segir að lækka þurfi stýrivexti hratt, afnema gjaldeyrishöftin, endurskipuleggja bankana og gera gjaldmiðilinn stöðugan með því að taka upp evru. Fara þurfi í stórfelld viðhaldsverkefni meðal annars á félagslegum íbúðum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins:
Hann segir að Framsókn hafi sýnt öðrum flokkum hvernig verðmæti verði til. Stöðva þurfi gjaldþrotahrinuna. Ríkið verði að vera í aðstöðu til að skapa vinnu með mannaflsfrekum framkvæmdum. Við verðum að taka þá áhættu að nota landsfé í að skapa störf. Við eigum að taka við erlendri fjárfestingu í álverum og áherslan verði að vera á nýsköpun.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Vill að samningur um Helguvíkurálver verði afgreiddur frá Alþingi strax. Hann gagnrýnir að málið sé fast í nefnd vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósammála. Vill að við notum auðlindir okkar og fallvötnin. Sjálfstæðismenn vilji skapa 20 þúsund störf.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Hann vill uppbyggingu álvera en einnig auka fiskveiðar og veiða meiri þorsk. Af því yrðu mikil margfeldisáhrif. Við þyrftum ekki að leggja í mikinn kostnað til þess. Þá vill hann að aflinn verði unninn meira hér heim. Hann vill einnig afla meiri orku, meðal annars á Vestfjörðum. Einnig skoða möguleika á ylrækt og kornrækt og auka ferðamannaiðnað.

Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Lýðræðishreyfingarinnar:
Vill fá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna til Keflavíkurflugvallar. Hann spyr hvort einhverjir séu á ferðinni erlendis, banki upp á fyrirtækjaeigendum og bendi á hversu gott sé að vera með fyrirtæki hér. Hann telur að í þessu sambandi myndi gagnast okkur ef menn grunaðir um brot fyrir bankahrunið yrði settir í steininn. Slíkt myndi auka trúverðugleika okkar erlendis.

Þór Saari frá Borgarahreyfingunni
Segir undarlegt að stóriðjuplatan rúlli áfram. Bendir á að á Austurlandi sé mikið af auðu húsnæði þó að álver hafi verið byggt á Reyðarfirði. Fáránlegt sé að dingla álverum framan í kjósendur. Engin eftirspurn sé eftir álverum. Bráðavandinn í dag sé að 20 þúsund séu atvinnulausir og verði það í 1-2 ár í viðbót. Fyrst og fremst þurfi að aðstoða þetta fólk í atvinnuleysinu. Passa að fólkið missi ekki tengsl við atvinnulífið. Skynsamlegt væri að láta atvinnulausa hafa pening og segja þeim að búa til sín eigin störf.

Evran og Evrópusambandið

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna:
Hann segir það ekki þjóna heildarhagsmunum landsins að ganga í ESB; krónan verði okkar gjaldmiðill næstu árin. Ekki eigi að tala um hana eins og hún sé ónýt; það hjálpi henni ekki. Við þurfum að ná stöðuleika í gengismálum. Krónan gæti gagnast okkur sem tæki til að ná okkur út úr vandanum. Hann bendir á að góðar bókanir í ferðaþjónustu séu vegna hagstæðs gengis. Við þurfum að koma öðrum hlutum í lag.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar:
Segir að það eitt að sækja um aðild geti skapað stöðugleika. ESB fylgi lægri vextir.Við verðum að sjá hvað sé í boði í Evrópusambandinu með aðildarviðræðum. Hún gagnrýnir fullyrðingar um að öruggt sé að við afsölum okkur auðlindum með inngöngu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins:
Hann vill aðildarviðræður við ESB með afmörkuðum skilyrðum. Ljóst sé að við sitjum uppi með krónuna í einhvern tíma. Framsókn hafi ekki slegið út af borðinu einhliða upptöku. Eins og staðan sé núna sé það hinsvegar mjög erfitt á meðan traust á bankakerfinu sé ekki neitt.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Hann segir að við verðum að vinna okkur út úr vandanum með krónunni; við eigum engan annan kost. Hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB. Núna þurfum við lausnir til að hjálpa okkur að fást við skammtímavandann.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Hann vill ekki að við göngum í ESB vegna hættu á að við missum yfirrráð yfir auðlindunum. Hann telur að við þurfum að búa við krónuna næstu 4-5 árin.

Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Lýðræðishreyfingarinnar:
Hann segir umræðuna um krónuna á villigötum. Krónan sé ekki vandamálið heldur afleiðing annarra vandamála. Hún sé eins og einkunnabók; ekki dugi að henda henni vegna lélegra einkunna. Þjóðin taki ákvörðun um hvort við göngum í ESB.

Þór Saari frá Borgarahreyfingunni:
Hann vill að krónunni verði skipt út og að við tökum einhliða upp annan gjaldmiðil. Í því sambandi nefnir hann norska krónu, Bandaríkjadollar og evru. Sýnt hafi verið fram á að það sé tæknilega hægt. Of langt sé að bíða eftir inngöngu í ESB
Væri gaman að fá líflega umræðu um ofangreint hér í athugasemdunum. Verið ófeimin, rökræður eru skemmtileg list.

mbl.is Fengum hroka en ekki svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ráða sérfræðinga í vinnu er góð skemmtun - Eva Joly mun kosta um 67 milljónir á ári þegar allt er talið

En það er ekki bara góð skemmtun heldur algerlega bráðnauðsynleg. Ráðning Evu Joly sýnir öðrum fremur að Íslendingum er alvara með að taka á málum hérna. Þetta sýnir umheiminum að við ætlum okkur að hreinsa hérna til og þurfum virkilega á fólki eins og Evu Joly í verkið.

Þó að við þyrftum að greiða 500 milljónir á ári í rannsóknina trúi ég því samt að rannsóknin muni bæði spara okkur mikla peninga en öðru fremur mun hún einnig verða okkar stærsti póstur í að endurreisa hér samfélag þar sem ríkir traust og trúverðugleika í alþjóða samfélaginu.

Við eigum að fagna þessari ráðningu heilshugar. Ég set kannski þó örlítinn fyrirvara við ráðningu aðstoðarmanns hennar. Af hverju er ráðinn þar arkitekt?


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband