Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
En eftir stendur enn spurningin um....
27.1.2008 | 21:47
...hver það var í fyrri meirihluta sem gerði kröfu um framvísun læknisvottorðs þegar Ólafur F. snéri aftur til starfa. Það hefur ítrekað verið borið upp á Margréti Sverrisdóttur, og ef satt reyndist væri þar vissulega komin möguleg ástæða þess að Ólafur leikur þennan leik sem hann nú gerir.
En ég er starfandi félagi í Íslandshreyfingunni og þar hefur komið fram að Margrét hafi ekkert haft með þetta læknisvottorð að gera.
En er nokkuð mál fyrir okkur að komast að því nú þegar sá meirihluti er fallinn?
Ólafur sagði F-lista frá samtölum við sjálfstæðismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þorir enginn að gagnrýna Alfreð??
20.1.2008 | 19:26
Erum við búin að taka Alfreð í guðatölu? Af hverju er endalaust drullað yfir sóknarleik strákanna? Er ekki bara tími kominn á að vera með 2 þjálfara ef varnarþjálfarinn Alfreð verður áfram?
Erum með alveg frábæra stráka þarna í liðinu ásamt nokkrum nýrri sem vantar augljóslega hugarfarsæfingu fyrir svona stórmót. Hannes Jón Jónsson (sem er alveg ótrúlega líkur pabba sínum by the way) hefur verið að standa sig vel með liðinu í undirbúningnum en virðist ekki kominn með það sem þarf fyrir svona stórmót. Gerði mikið af undarlegum klaufavillum og skilaði engu.
Heyrir til stórfrétta að Einar Hólmgeirsson skyldi taka af skarið og raunverulega skjóta að marki gegn Frökkum, ekki ógnaði hann svo mikið sem einu sinni marki Slóvaka.
Sigfús vinur minn er einfaldlega stjarna liðsins að mínu mati hingað til. Verst að hann er ekki nægjanlega sterkur í sókninni, vantar eitt tröll til með Róbert í framlínuna.
EM: Níu marka tap gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fólk hefur skammað mig fyrir lítil skrif undanfarið.....
13.1.2008 | 20:13
en ég hef einfaldlega ekki haft mikið að segja. Búið að vera brjálað að gera í keyrslu með ferðamenn undanfarið og skólinn að byrja aftur. Ákvað að taka mér gott jólafrí bara frá flestu sem ekki tengdist fjölskyldunni.
Finnst heldur ekki svona almennt sérlega gaman að blogga um fréttir bara af því bara, en nú get ég ekki orða bundist. Þessi á svo sannarlega skilið Thule ;)
Veit ekki reyndar hversu mikið þessi einstaklingur jók lífsskilyrði mannkynsins meðan að allir hinir alkarnir eru enn að "rannsaka" hegðun alkóhóls á mismunandi staði mannslíkamans. En mikið assgoti vona ég samt hans vegna að hann hafi fengið eitthvað kikk út úr þessu. Ömurlegt ef aðeins verulegur sviði í rassgatinu var niðurstaðan svona rétt fyrir andlátið.
Banvænt sérrí í stólpípu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)