Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Íslandshreyfingin - Aðgerðaráætlun:

Við viljum staldra við í stóriðjunni og stuðla að vitundarvakningu í umhverfismálum með vistvænt, sjálfbært og skapandi samfélag að leiðarljósi.

Við viljum að náttúruauðlindir séu sameign þjóðarinnar og nýting þeirra sjálfbær
  • hefja skal undirbúning að friðlýsingu hálendisins og stofnun nýs hálendisþjóðgarðs
  • skýra löggjöf í náttúruvernd
  • engar framkvæmdir á friðlýstum svæðum án mats á umhverfisáhrifum
  • stórefla uppgræðslu og nýta afrétti í samræmi við beitarþol þeirra
  • gera heildarskipulag að skógrækt þannig að hún falli að landslagi og gróðurfari á hverjum stað
  • háspennulínur í jörð þar sem þvi verður við komið
  • áætlanir um virkjanir fallvatna og jarðvarma samræmist náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiðum
  • efla fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd á öllum skólastigum

 

Sjá frekari upplýsingar á www.islandshreyfingin.is

 


Stefnuyfirlýsing Íslandshreyfingarinnar komin fram - margt verulega áhugavert

Stefnuyfirlýsing

Íslandshreyfingin - lifandi land

vill fjölbreytt, framsækið, skapandi og réttlátt samfélag. Samfélag þar sem frelsi einstaklingsins, samábyrgð, menntun og sjálfbærni tryggja lífsgæði fólksins

leggur áherslu á að friða miðhálendið, stöðva frekari stóriðju og að staðið sé við alþjóðasamninga í umhverfismálum. Landsins gæði eru auðlindir sem þarf að nýta af ábyrgð og framsýni, svo komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra

trúir á frumkvæði og hugvit fólksins og telur að ríkidæmi Íslendinga felist í þeirri menningu sem hér er, verkkunnáttu og náttúrugæðum

telur að þjóðin sé tilbúin að gera nýjan sáttmála um umhverfismál, atvinnulíf og velferð þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi

lítur svo á að hin mikla umhverfisbylgja sem fer nú yfir heiminn feli í sér mikla ábyrgð en líka tækifæri

vill að hætt verði að líta á börn, aldraða og öryrkja sem afgangsstærð í samfélaginu

 

Sjá nánar á www.islandshreyfingin.is  (varð að fulllangri rullu hérna á blogginu)


TIL HAMINGJU ÍSLAND :D

Umhverfismálin skv. Gallup ekki efst á baugi í kosningunum í vor, en þau voru það svo sannarlega í dag og svarið liggur fyrir.  Tillagan um stækkun var felld naumlega, meirihlutinn hefur talað.

Nú er mál að hvetja framboðin til þess að staldra við eftir kosningar og endurmeta stöðuna í heild. Fá heildarmynd á orkubúskap þjóðarinnar og nýtingu hans.

Íslandshreyfingin birti nú í kvöld stefnuskrá sína: http://www.islandshreyfingin.is/

Verður virkilega spennandi að sjá hvernig fylgið þróast núna.


Tengill á þessa myndasögu var skilinn eftir í athugasemd hjá mér....

Fannst hún alveg mega birtast hérna öðrum til aðdáunar.
Umræðuefnið var hvort að bloggið ætti eftir að koma okkur í koll við t.d. ráðningar í ný störf.
Sjá hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/162603/

dreams


Klukkan 21:40 falla atkvæði þannig....

Með stækkun: 5.638

Á móti stækkun: 5.860

Nú er bara að vona að afgangurinn falli rétt og bilið bara aukist frekar en hitt.

Við fylgjumst spennt með á mínu heimili, í Reykjavík þar sem við fengum ekki að taka þátt í kosningu um framtíð Íslands.

Rannveig Rist notaði mjög gáfulega ítrekað orðið verksmiðja í staðinn fyrir að nefna álver nokkurn tíma. Hún hefði kannski átt að nota þessa strategíu fyrr þar sem þetta vekur meiri samhyggð með störfunum, ég er að sjálfsögðu þakklátur persónulega fyrir hvað var margt sem hefði mátt betur fara í kosningaslag Alcan.

 


Rakst á þessa upptöku af eltingarleik lögreglunnar í Kópavogi við ökuníðing....

Biðst velvirðingar á tónlistinni, hún er ekki mín smíð augljóslega..

Nú er mjótt á munum, úff

Af 5.950 atkvæðum töldum þá eru 2.950 með og 3000 á móti.
Verður varla tæpara en þetta.

Munar aðeins 50 manns!!!!


Ég bið þig kæri Hafnfirðingur, viltu muna....

......að þú ert að kjósa fyrir um nýtingu orkubús okkar fyrir alla íslensku þjóðina en ekki einungis íbúa Hafnarfjarðar.

......að þú ert að kjósa um möguleg framtíðar störf íbúa á t.d. Húsavík og Vestfjörðum.

......að þú ert að kjósa um hvort að þú samþykkir að auka gríðarlega útblástur koltvísýrings, sem já ER mengun þrátt fyrir villandi ummæli Alcan í kosningaslagnum þeirra. Koltvísýringur drepur ekki menn í einni svipan nei, það er rétt. En koltvísýringur er að drepa plánetuna okkar hægt og sígandi (og hraðar og hraðar að virðist undanfarin ár), er það ekki líka hættulegt mönnum?

......að þú ert að kjósa um framtíð afkomenda þinna hér á landi og jörðu.

......að þú ert að kjósa milli samhyggðar eða eigingirni.

Er réttlætanlegt að velja að nýta stóran hluta þeirra orku sem að þjóðin á eftir til brúks til þess að auka hagnað Alcan og fjölga örlítið störfum á markaðssvæði þar sem að atvinnulífið gjörsamlega blómstrar? Á markaðssvæði þar sem þarf að flytja inn erlent vinnuafl í þúsundavís til að fylla þau störf sem fæst ekki innlent vinnuafl í??

Af hverju ekki að kjósa gegn stækkun og með vel ígrundaðri framtíðar nýtingu?  Af hverju ekki að staldra við og taka yfirvegaða ákvörðun byggða á (vonandi) komandi rannsóknum um hagkvæma og réttláta nýtingu orkunnar okkar?

Hvitur krossÉg bið þig kæri Hafnfirðingur, mundu eftir okkur öllum þegar þú kýst í dag. Ekki bara Hafnfirðingum.......


mbl.is Yfir 10 þúsund höfðu kosið á kjörstað klukkan 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku Hafnfirðingur, þegar þú gengur til kosninga í dag bið ég þig að muna.....

......að þú ert að kjósa fyrir um nýtingu orkubús okkar fyrir alla íslensku þjóðina en ekki einungis íbúa Hafnarfjarðar.

......að þú ert að kjósa um möguleg framtíðar störf íbúa á t.d. Húsavík og Vestfjörðum.

......að þú ert að kjósa um hvort að þú samþykkir að auka gríðarlega útblástur koltvísýrings, sem já ER mengun þrátt fyrir villandi ummæli Alcan í kosningaslagnum þeirra. Koltvísýringur drepur ekki menn í einni svipan nei, það er rétt. En koltvísýringur er að drepa plánetuna okkar hægt og sígandi (og hraðar og hraðar að virðist undanfarin ár), er það ekki líka hættulegt mönnum?

......að þú ert að kjósa um framtíð afkomenda þinna hér á landi og jörðu.

......að þú ert að kjósa milli samhyggðar eða eigingirni.

Er réttlætanlegt að velja að nýta stóran hluta þeirra orku sem að þjóðin á eftir til brúks til þess að auka hagnað Alcan og fjölga örlítið störfum á markaðssvæði þar sem að atvinnulífið gjörsamlega blómstrar? Á markaðssvæði þar sem þarf að flytja inn erlent vinnuafl í þúsundavís til að fylla þau störf sem fæst ekki innlent vinnuafl í??

Af hverju ekki að kjósa gegn stækkun og með vel ígrundaðri framtíðar nýtingu?  Af hverju ekki að staldra við og taka yfirvegaða ákvörðun byggða á (vonandi) komandi rannsóknum um hagkvæma og réttláta nýtingu orkunnar okkar?

Hvitur krossÉg bið þig kæri Hafnfirðingur, mundu eftir okkur öllum þegar þú kýst í dag. Ekki bara Hafnfirðingum.......


mbl.is Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok ok, ég fæ þá ekki vinnu hjá Alcan..... en er það ekki bara fínt?

Er það ekki bara kostur að fólk geti lesið skrif manns og metið mann út frá þeim?  Gera bloggarar sér ekki almennt grein fyrir að það er verið að lesa bloggið þeirra?  Maður getur m.a.s. séð nákvæmlega hvað eru búnir að koma margir inn á bloggið í dag, í vikunni og frá upphafi. (Gæti komið manni í keppni á góðum/slæmum degi Woundering )

En ég held að þetta sé bara hið besta mál. Við eigum að koma hreint fram, eigum að vera óhrædd við að segja satt og koma til dyranna eins og við erum klædd.  Ég trúi því að hamingjan sé m.a. fólgin í því að segja bara satt. Að vera ekki að búa sér til einhvern falskan veruleika "hvítra" lyga eins og svo gjarnan tíðkast.  Bloggið getur farið að þjóna sem tengill við ferilskrá fólks sem er vel bara. Því meira sem við þorum að opinbera af okkur því betra bara segi ég.

Ég vinn t.d. við sölumennsku og þar koma samskipti mín fólki oft á óvart held ég, eða a.m.k. finnst mér oft að fólki finnist eðlilegra að treysta ekki sölumanni, sérstaklega ekki fasteignasölumanni Cool
(Mætti halda að stéttin hafi komið eitthvað illa fyrir í gegnum tíðina).

Ég er líka einn af eigendum að hugbúnaðarfyrirtækinu www.gogogic.is og við stofnuðum það með það sem eitt af megin markmiðum okkar að segja bara alltaf satt.  Hafa oft komið upp díalógar þar sem kemur upp spurningin: "Hvað á ég eiginlega að segja?"  Og svarið hjá okkur hinum er alltaf jafn einfalt þótt manni finnist það oft ömurlegt svar þegar maður situr hinum megin við borðið og vill að heimurinn sé flóknari.

Svarið er einfalt: "Segðu bara satt"


mbl.is Bloggið gæti spillt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband