Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Er þetta versta tónlistarmyndband sögunnar?
24.2.2007 | 23:07
Passaðu þig, lagið festist auðveldlega
http://video.google.com/videoplay?docid=-8610362188397291938
Ætti kannski að vera framlag Finna til Evróvisjón næsta áratuginn eða svo....
Hvað finnst þér?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara svona ef þér leiðist.....
24.2.2007 | 22:43
Hér er ágætis leið til að skilja leiðtogana betur:
http://www.andyfoulds.co.uk/amusement/bushv2.htm
Er þetta ekki bara ansi táknrænt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig verður S trúverðugt?
24.2.2007 | 21:12
Ég held að megin ástæða þess að VG hlýtur svona góða útkomu í könnunum núna sé annars vegar græn stefna (þrátt fyrir að fæstir vilji önnur stefnumál þeirra í reynd) og hins vegar trúverðugleiki. Menn trúa þeim til að standa heiðarlega með því sem þeir gefa sig út fyrir að vera.
Getur Samfylkingin ekki farið að vinna að því að skapa sér það traust??
Er það ekki lykillinn að því að auka fylgi flokksins?
Bærinn er fullur af nettum hægri mönnum sem dauðlangar að fá eitthvað trúverðugt til að kjósa.
Ef Samfylkingin tæki afstöðu til stóru málanna opinberlega og stæði með stefnunni myndi fylgið væntanlega aukast þó nokkuð, og þá úr báðum áttum. En það er að sjálfsögðu væntanlega bundið við það að S standi fyrir framtíð og gegn frekari stóriðju....
Getur S ekki tekið af skarið og orðið Grænn flokkur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er að vera pólitískur?
24.2.2007 | 20:15
Já, það er hægt og rólega að renna upp fyrir mér að ég er bara mjög pólitískur.
Hef alltaf sagt að ég væri það ekki, hef alltaf tengt það að vera pólitískur við að vera baráttumaður fyrir ákveðinn flokk og stefnu hans sem ég hef ekki verið hingað til. En nei, ég er bara mjög pólitískur. Þegar kemur að málum sem skipta mig máli þá tek ég sterka afstöðu og er tilbúinn til að láta mitt af mörkum til að skapa því brautargengi.
Að tuða bara um ástandið, að gera ekkert nema í besta falli að kvarta eftir að eitthvað gerist sem að maður hefði getað haft áhrif á er ekki að vera pólitískur. Að gera ekkert og ætlast til að aðrir sjái um málin fyrir mann er ekki að vera pólitískur. Það eru m.a.s. til mörg bara frekar ljót orð um hvað það er. Góður kunningi minn kallar það gjarnan Fenjafólkið.
Að vera ekki sama ER að vera pólitískur,
að vera tilbúinn til að taka ábyrgð og gera eitthvað, það er að vera pólitískur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ólei, ólei ólei ólei............
24.2.2007 | 18:39
Liverpool fór létt með Sheffield United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En er "SAM"fylkingin rétt nafngift?
24.2.2007 | 18:14
Ég get alveg viðurkennt það opinberlega. Mig alveg dauðlangar að kjósa Samfylkinguna í vor, en.... en ég bara get það ekki eins og staðan er í dag.
Ég er mjög grænn í eðli mínu en ekki til vinstri, og það liggur alveg ljóst fyrir í mínum huga eftir að hafa lesið yfir stefnumál VG fyrir næstu kosningar. Þeir tala um að hægja á, ég get ekki lesið úr þessum lista neitt annað en harkalega handbremsubeygju og afturhvarf til fjarlægrar fortíðar.
En ég get heldur ekki kosið D, því miður. Hef kosið þá líklega oftast, en þeir standa bara ekki með mér og landinu. Ég er hægri sinnaður og sé ekki annað en að það samrýmist langtíma hagvexti að byggja upp landið og hafa þar með not af því til langtíma.
EN sjálfbær nýting er skilyrði. Byggjum upp land sem elur okkur önn, land sem gefur vel af sér OG land sem allir mega njóta. Mér finnst flokksstefna D listans fallegt plagg. Mér finnst bara D listinn ekki vinna skv. henni.
En af hverju þá ekki að kjósa S? Jú vegna þess að ég sé ekki hver stefna þeirra er yfirhöfuð.
Hvar stendur flokkurinn gagnvart umhverfismálum?
Hvar stendur flokkurinn gagnvart stóriðjumálum?
Eru einhver stefnumál flokksins það skýr að við getum treyst því að þeir "breyti" þeim ekki bara enn og aftur fyrir mögulegan frama og völd (atkvæði)?? Ég sit og býð......
Verður afskaplega forvitnilegt að sjá hvaða stefnumál ómar, Margrét og Jón Baldvin setja fram.
Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver hefur hag af þessar miklu umfjöllun??
24.2.2007 | 16:02
Er nokkur nema mögulega saksóknara embættið sem er algerlega ítrekað og endurtekið búið að gera í buxurnar í þessu máli, sem gæti haft hag af þessu bréfi??
Er þetta ekki bara frá fyrrum aðalsaksóknara í málinu eða yfirmanni rannsóknarinnar hjá lögreglunni??
Er það ekki bara?
Áttu stuttan fund um nafnlaust bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta á alveg heima í sérbloggi....
24.2.2007 | 15:40
Var búinn að slá þetta inn sem athugasemd hjá einum blogfélaganum en finnst þetta alveg eiga skilið eins og eina færslu......
Einhvern tímann var mér tjáð það að miðað við 270 þús. manna þjóð þá væri skoðanakannair ekki á byggjandi fyrir minna en a.m.k. 1300 manna úrtak. Veit reyndar ekki á hverju það var byggt, en verður alltaf hugsað til þessa þegar ég les um 800 manna úrtak Fréttablaðsins....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nokkrar ferlega góðar......
24.2.2007 | 14:24
og nokkrar ekki alveg jafngóðar auglýsingar frá Superbowl leiknum í ameríska fótboltanum um daginn....
Þetta eru auglýsingar á dýrasta auglýsingatíma sem er fáanlegur (minnir að það hafi verið um milljón dollarar á sekúnduna) og því gaman að velta fyrir sér gæðum auglýsinganna sem tíminn er nýttur fyrir. Er samt að sjálfsögðu fókusað mest á þá sem eru að horfa á leikinn.
(vara ykkur samt við því að þessi fyrst er frekar slöpp, en þið eigið örugglega eftir að hlæja að flestum hinna)
Klám??
24.2.2007 | 13:25
Já, ég held að ég verði að viðurkenna á mig mistök
Varð vís að sömu mistökum og ég hef svo oft gagnrýnt t.d. gamla DV og dómstól götunnar fyrir. Ég stökk upp á nef mér vegna persónulegra skoðana á klámheiminum og DÆMDI.
Þetta er samt að mínu mati virkilega gott dæmi um það hvernig maður getur með auðveldu móti fundið rökstuðning með máli sínu ef að maður er bara nógu viss um eigin réttlætingskennd. Það er bara ekki nóg að hafa sterka réttlætiskennd til að finna sannleikann. Ég t.d. viss um að Hitler hafði til að bera MJÖG sterka réttlætiskennd. Bush (fíflið) hefur líka mjög sterka réttlætiskennd. Talíbanarnir hafa mjög sterka réttlætiskennd.
Það er eiginlega sama hvaða manneskju þú tekur sem er að berjast fyrir sínum réttindum, við höfum alltaf í okkar eigin málum mjög sterka réttlætiskennd. En það er bara ekki nóg.....
Ég er mjög á móti því að klám fái aukið vægi hér á landi, mér finnst það alveg yfirdrifið nóg eins og það er......
En hvað mér finnst er bara ekki nóg. Ég stend enn á því föstum fótum að ef að um atvinnuviðburð hefði verið að ræða eins og þetta var kynnt fyrst í fjölmiðlum hér, þ.e.a.s. sem ráðstefnu, þá hefði átt að standa gegn þessu.
Ef að hins vegar þetta átti bara að vera skemmtiferð nokkurra klámkalla og kella á klakann og skipulögð sem slík eins og látið er í veðri vaka núna, þá gerði ég mistök og ég biðst velvirðingar á því.
Ráðstefnu hefði hins vegar án nokkurs vafa átt að banna. Skv. 210. gr. hegningarlaganna þá er klám refsivert á Íslandi. Að kynna það með ráðstefnu haldi hlýtur því að vera refsivert líka, eða a.m.k. á ekki að líða það. Það væri svona eins og að banna með lögum enska tungu á klakanum en halda samt áfram með enskunámskeið á opinberum vettvangi.
Eða er það ekki?
En svona í alvöru, trúir því einhver að þetta hafi ekki átt að vera ráðstefna? Að þetta hafi ekki átt að vera atvinnusamkoma?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2007 kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)