Og svarið er 42 - gat varla orðið annað - en við þurfum nú að leggjast í vinnu við að finna réttu spurninguna
14.11.2009 | 23:22
Það var skemmtileg ádeila sem birtist manni í bókinni "A Hitchhikers Guide To The Galaxy" sem ég las sem unglingur. Þar var sett fram saga af vísindamönnum, sem lögðu í mikla vinnu við að smíða súpertölvu, svo háþróaða að aldrei fyrr hefði neitt viðlíka verið til sem hugmynd, hvað þá meira. Súpertölvunni var ætlað aðeins eitt hlutverk, að svara spurningunni um tilgang lífsins.
Ég man ekki hversu lengi smíði tölvunnar átti að hafa staðið yfir samkvæmt bókinni, en man ekki betur en að það hafi verið a.m.k. nokkrar kynslóðir. En þegar að hún var loksins tilbúin, slógu menn inn spurninguna um hver væri tilgangur lífsins? Svarið kom einhverjum kynslóðum síðar. "42"
Enginn þálifandi manneskja skyldi með nokkru móti svarið og því var farið af stað í vinnu við að komast að því hver væri rétta spurningin við svarið.
Nett ádeila um hugmyndaheim mannsins þarna á ferðinni.
Mér datt þessi saga hins vegar í hug í dag þegar að ég las niðurstöður Þjóðfundarins, sem haldinn var í Laugardagshöllinni í dag. Frábært og þarft framtak sem ber að hrósa. Niðurstaðan, eftir á að hyggja, gat hins vegar ekki orðið önnur að ég held. Niðurstaðan er einhver ljóðrænn fagurgali sem hljómar mjög í anda stefnuskráa stjórnmálahreyfinga og þá sérstaklega í aðdraganda kosninga.
Stefnuskrár stjórnmálahreyfingu eru jú einmitt consensus nokkur þúsund manns yfirleitt, niðurstaða umræðu þar sem búið er að brúa þau mismunandi sjónarmið sem fólkið þar innanborðs hefur og leggja fram yfirlýsingu, sem allir gátu verið sammála um.
Eitthvað mjög almennt orðað - eitthvað sem móðgar engan og ögrar engum.
En endilega, ekki skilja þetta sem svo að mér finnist þetta ekki vera frábært framtak og eiga mikið hrós skilið. Það var virkilega vel að öllu staðið, fundurinn rann afar smurt í gegn og umsjón öll með besta móti. Það er okkur öllum án nokkurs vafa afar hollt að setjast svona niður með reglulegum hætti og eiga samtal og rökræðu við þjóðar meðlimi. Rökræður til uppbyggingar eru eitthvað sem að við gætum án vafa lært mikið af frökkum um. Í stað þess að forðast þær, að upplýsa okkur og taka fullan þátt.
Nú er bara spurningin hvernig við munum sjá stjórnmálaflokkana pikka upp þessi hugtök öll á næstu dögum og gera sín. Það hefur verið venjan þegar að um er að ræða eitthvað sem skilgreint er sem vilji fólksins eða eitthvað sem er heitt þá stundina. Flokkarnir pikka það upp, þynna út og slá sér síðan á brjóst fyrir.
Nú er það okkar kæra þjóð að halda þeim vel við efnið áfram - VEL við efnið.
Og lausnin: Krafan um heiðarleika og önnur mannsæmandi gildi þarf að byrja á tiltekt heima hjá hverju og einu okkar.
Fólk logandi af áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2009 kl. 10:30 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú dálítið fyndið. Var einmitt að hugsa það sama í kvöld.
http://www.youtube.com/watch?v=7ImvlS8PLIoSvarið í THGTTG kom eftir 7,5 milljónir ára: 42. En þá var spurningin; hver er spurningin? Og þá erum við ekki að tala um nokkrar kynslóðir sem tekur að bíða eftir því heldur 10 milljónir ára. Samkvæmt Deep Thought. Svo við sláum því bara upp í kæruleysi . Eða horfum á eitthvað sem gerir mann lítinn. Smáan. Ofursmáan. Eða bara ekkert.
Solveig (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 03:14
Ég var einmitt að spá í því í morgun að fjölmiðlarnir virðast flestir velja sitt hvort atriðið sem aðal niðurstöðu fundarins. Eiginlega eins og þeir komist að því að svarið sé 40, 41, 42, 43, 44, 45 osfrv.
Kannski er það vegna þess að opinbera niðurstaðan er að heiðarleiki skipti mestu máli. En spilling, lygi og óheiðarleiki eru þau orð sem lýsa flestum stjórnmálaflokkum landsins í dag og hverjum fjölmiðli er stjórnað af stjórnmálaflokki, líka RÚV.
Eða eins og ég hugsaði, ef heiðarleiki skiptir mestu máli, af hverju kýs fólk þá spillta, lygna og óheiðarlega stjórnmálamenn og flokka í kosningum?
Það er alveg ljóst að ef þetta er raunverulega speglun á vilja þjóðarinnar þá er Alþingi ekki á réttri leið.
Baldvin Björgvinsson, 15.11.2009 kl. 09:48
Já Sólveig, ofursmár er góð hugmynd. Það felst a.m.k. auðmýkt í henni :)
Nafni, þetta er einmitt það sem ég er að koma inn á að hluta í þessum vangaveltum. Stjórnmálaflokkar munu nú taka þessar niðurstöður upp sem sínar, "túlka" aðeins og innleiða á yfirborðinu.
Meira að segja Framsóknarflokkurinn var með umhverfis yfirlýsingar fyrir síðustu kosningar.
En eins og ég klikki út á, það er okkar fólksins að halda þeim við efnið. Ef við föllum alltaf fyrir fagurgalanum og bullinu, er sökin áfram okkar sjálfra.
Baldvin Jónsson, 15.11.2009 kl. 10:22
Það er málið að við verðum að byrja á okkur sjálfum, en ég hef eins og aðrir velt þessu fyrir mér, málið er að ég tek þátt í mjög skemmtilegu starfi með skemmtilegu fólki undir nafninu Hreyfingin og þar eru skemmtilegar hugmyndir um stjórnarmynstur og er Daði mér alveg sérstaklega hugleikinn, ég velti því fyrir hve gaman væri og gott að lifa í heimi sem ekki væri fullur af átökum um X því að þegar upp er staðið þá er það ekki X aem skiptir máli í raun og veru, en er maðurinn nógu þroskaður til þess að lifa eftir gildum heiðarleika, kærleiks og ástar, getur maðurinn sætt sig við að það þarf ekki að græða meira en nóg, getur maðurinn sætt sig við að eiga sína útihurð áfram þó svo að nágranninn skipti um hjá sér og eða getur granninn látið sér duga útihurð þó svio að hann þurfi að skipta þarf hann að fara í öflugar raðgreiðslur til að geta svo kvartað yfir því á kaffistofunni hvað vísareikningurinn sé svakalega hár hjá honum? Svarið er nei því miður, þá spur maður sig á ég samt að reyna að lifa eftir þeim gildum sem ég vil og láta endalaust valta yfir mig og horfa upp á gráðugann nágrannann grilla á kvöldinn sáttur við sig og sinn reikning sem bólgnar út vegna svindls og svínarís? Svarið er þá líklega 42 //:error: röng spurning//:
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.11.2009 kl. 11:48
Högni, ef við viljum ekki fara fyrir fjöldanum og sýna gott fordæmi hvernig getum við þá krafið aðra um það?
Baldvin Jónsson, 15.11.2009 kl. 18:54
Jú nákvæmlega Baldvin ég er að hamast við að haga mér eins og maður og hef gert lengi, en velti stundum fyrir mér hvort að maðurinn sé nógu þroskaður til að hann geti lifað eftir þeim gildum sem við flest viljum lifa eftir, ég held að kreppan núna breyti mörgu en er hræddur um að það þurfi hreinlega aðra því að enn er fólk á fullu í græðgi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.11.2009 kl. 19:01
Skemmtileg samlíking hjá þér þarna Baldvin. Þessi samlíking á vel við.
Það var lagt upp í þjóðfund með 1500 manna þverskurði þjóðfélagsins. Spurningin var þó einföld og við munum hana núna líkt og þeir gerðu þegar ofurtölvan var smíðuð á sínum tíma sem þó skolaðist úr hugum manna í þeirri löngu bið sem ofurtölvan var að vinna svarið..
En nú er talað um að vinnsla á gögnum sem urðu til við þjóðfundin eigi eftir að standa allt næsta ár og þá hljóta að koma einhver fleirri svör.... Og stóra spurningin verður eflaust þá líkt og forðum í bókinni góður... hver var spurningin?
Stefán Þór Steindórsson, 15.11.2009 kl. 20:00
Sammála því, "Hitchiker Guide" var frábær skemmtun, "trilogy of four". Fannst. höfundi takast að halda dampi, alveg fram í miðja 4. bók. Brilliant húmor.
-----------------------------
Um þjóðfundinn, þá er það að segja, að þegar allur almenningur kemur saman, og reynt er að spá í stóru spurningarnar, hlítur eiginlega lægsti samnefnarinn, að verða ofan á.
En eftir allt saman, þá - "for good or worse" - standa stjórnmálaflokkarnir nokkurn veginn fyrir þann klofning, sem raunverulega er til staðar í þjóðfélaginu.
Þegar kemur t.d. að spurningu, eins og með eða ekki með ESB, er þjóðin klofin í herðar niður.
Einnig gagnvart stóru atriði, eins og kvótakerfinu.
Einnig sínist mér, geta risið ágreiningur um skattbyrði - en, bakvið hann - þ.e. viljann til að greiða - stendur einnig stærð þess félags-kerfis, er við erum til í að borga fyrir.
Fram að þessu, hafa Íslendingar, ekki verið til í að bera eins háa skattprósentu, og önnur Norðurlönd, í staðinn höfum við haft félagslegt verndarkerfi, sem hefur verið ívið minna um sig og síður rausnarlegt.
Ég held, að almennt hafi ekki verið óánægja á meðal almennings, með þá grunnskipan.
Ég held einnig, að óánægjan með grunnskipanina, snúist mest að spillingunni, sem virðist hafa náð að skjóta rótum, þ.e. þeirri sjálftöku er hefur verið til staðar, og bersínilegt að aðilar voru að skara eld að eigin köku á kostnað þjóðarinnar.
Þannig, að - það að orðið "heiðarleiki" virðist brenna mest á landslýð, ætti ekki endilega að koma neinum á óvart.
Útkoma er þá, er sú túlkun er rétt, ÚTRÍMUM SPILLINGUNNI.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.11.2009 kl. 22:13
innlitskvitt
Ómar Ingi, 18.11.2009 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.