Í hvað á að ráðstafa þeirri auðlind sem orkan okkar er - eða því sem eftir er?

Nú birtist hver auglýsing á fætur annarri frá stóriðjufélögum og vinum þeirra um ágæti slíkra iðju. Nú síðast í Fbl í dag frá Norðuráli um ágæti álbræðslu starfsemi og hversu miklu hún skili til þjóðarinnar.  "Bullocks" myndi Scrooge segja og aldrei þessu vant myndi hann hafa rétt fyrir sér.
Tekjur af álbræðslu eru með því allra minnsta sem mögulega getur fengist per MW fyrir auðlindirnar okkar og ég hef fullan hug á því að setja í það vinnu í náinni framtíð að gera um það úttekt í hvaða hluti orkunni er best varið miðað við tekur per MW.


En hvaðan á orkan síðan að koma??  Sigmundur Einarsson á hér frábæran pistil um málið á Smugunni - skyldulesning allra með áhuga á framtíð þjóðar

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2503

Og lausnin? Jú, byrjum að nota réttar upplýstar tölur og upplýsingar til þess að vega og meta framtíð okkar. Ekki upphrópanir hagsmunaaðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi grein Sigmundar staðfestir að þessi álumræða er svo gufurugluð að það er hreint út sagt ógnvekjandi. Fyrir álverið í Helguvík, ef af verður, þarf rafmagn sem samsvarar rafmagni frá hvorki meira né minna en 10 Kröfluvirkjunum á fullum afköstum. Þá standa eftir þau óskiljanlegu furðulegheit að setja nýtt Norðurál niður í þéttbýli þegar beinast liggur við að stækka það sem fyrir er uppi á Grundartanga þar sem allt er til alls auk fullkominar hafnaraðstöðu... Vel á minnst, þegar flutningaskipin geta ekki lagst að við Helguvík vegna veðurs munu þau þurfa að leita vars uppi í Hvalfirði.

Atli Hermannsson., 14.11.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband