Firrt ætluð "félagshyggju" stjórn er al-blinduð af nýfengnum völdum sínum og undirlægjuhætti við erlendar skammstafanir

Hvað er að gerast? Hvaða mögulegu reynslu hefur Álfheiður til þess að gera hana hæfa í þetta starf? Það verður að tryggja kynjakvóta segir Steingrímur. Er virkilega verið að ráða manneskju í starf ráðherra yfir einum STÆRSTA málaflokki Íslands, einungis af því að hún er kona?? Ég er algerlega furðu sleginn.

Mér til mikillar undrunar stóð ég mig að því að vera sammála Guðlaugi Þór í gærkvöldi, núverandi forstjóri Landspítalans, hún Hulda, er án vafa besti kosturinn í starfið og hefði án umhugsunar átt að ráða utanþings ráðherra til starfsins.

En nei, allt skal gert til þess að verja nýfengin völd. Þessi frasi um að nú þegar að "vinstri stjórn" hefur loksins komist til valda bla bla bla....  Hvað er svona "vinstri" við þessa stjórn? Aðgerðaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er það svo sannarlega ekki. Sú áætlun er ekki einu sinni jafnaðar- eða hægri stefna. Það er einungis fasísk stefna eigenda AGS.

Hvað sem það kostar ætlar þessi ríkisstjórn að koma sér í náðina hjá AGS og ESB. Núna með því að þvinga í gegnum þingið, með ofbeldi naums meirihluta og ráðherraræði, samþykki fyrir því að falla frá fyrirvörum á Icesave samningnum. Sérstaklega hafa þar verið nefndir fyrirvararnir um að ríkisábyrgðin falli niður 2024 og fyrirvarinn um að við föllum ekki frá því að geta mögulega sótt Breta til saka fyrir setningu hryðjuverkalaga á okkur og valda okkur þar með enn meira tjóni.

Þessi ríkisstjórn, sem ég hélt svo sannarlega að myndi standa sig miklu mun betur en úrkynjaður Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað, hefur sýnt að hún er nákvæmlega sama lyddan.

Þetta gengur ekki lengur - það verður að koma hér á breytingum.

Mín krafa er því áfram sú sama og í mótmælunum síðastliðinn vetur - UTANÞINGSSTJÓRN SÉRFRÆÐINGA STRAX!

Hér verður að ráða til starfa við stjórnun sérfræðinga í krísu- og fjármálastjórnun. Fólk sem kann til verka og er ekki einungis að hugsa til þess að verja einhver ímynduð völd.

AUSTURVÖLLUR KLUKKAN 13:00 Í DAG!!!

Mótmælum þessum undirlægjuhætti - mótmælum því að láta undan kröfum Breta og Hollendinga!


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var slæmt að missa Ögmund en utanþingsstjórn yrði að byggja á núverandi þingmeirihluta, sem lítur forsjá AGS

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ice Save er einfalt innheimtumál. Póltíkin felst í því að setja lög til að ná í ránsfeng íslenskra auðmanna. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.10.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kemst ekki en skrifaði þetta við blogg um ESB undirlægjur

Framkoma Breta og Hollendinga er þannig, að það eitt ætti að duga þjóðhollum mönnum, til  að leggja af allar hugmyndir um nánara og innilegra samband við þetta þjóðabandalag, sem auðsjáanlega er stjórnað af þröngum hagsmunaklíkum stærri þjóða sambandsins, líkt og komið hefur ítrekað fram og AGS ESB og allir sem koma að handrukkun Nýlenduveldanna hér á landi.

Þeir hinir sem enn vilja inn í ESB er vinsamlega bent á, að þeir geta gert það með að flytjast einfaldlega til ESB landa, minni og minni eftirsjá er í þeim sem tímar líða fram og innræti þeirra berast meir og meir, svo sem ljóst má vera í afstöðu Samfylkingar til Icesave krafna Breta og annarra vogunarsjóða sem hér eru með fulltrúa og liðónýtt stjórnmálalið gefur allt eftir, sem logandi hræddar liðleskjur og viti firrt þý.

Ótrúlegt er að sjá, hvernig menn lyppast niður við minnsta mótbyr.

Brjóstumkennanlegt.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 1.10.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: corvus corax

Er ekki nóg til af fyrrverandi og núverandi bankastjórum sem geta skipað utanþingsstjórn? Til dæmis væri fínt að fá Birnu Einarsdóttur sem fjármálaráðherra. Hún gæti nauðhemlað rétt áður en erlend lán til ríkisins verða að endurkræfum skuldum ...hún hefur gert svoleiðis áður. Svo er nú fyrrverandi seðlabankastjóri góður, hvað heitir hann nú aftur ...Da...eitthvað.

corvus corax, 1.10.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Þetta er skýrt dæmi um að kynjakvótar eru ekki af hinu góða! Persónulega vil ég frekar ná áfram vegna hæfileika minna en ekki vegna þess að ég er kona. 

Sjáumst á Austurvelli í baráttuhug!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 1.10.2009 kl. 10:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldvin.

Við þurfum ekki sérfræðingana sem eru núverandi ráðgjafar ríkisstjórnarinnar.

Fannst þér uppklappaði maðurinn þinn í stól viðskiptaráðherra gera góða hluti????

Í guðanna bænum reyndu að fatta eitt, þetta snýst ekki um stjórnkerfi eða aðferðarfræði.

Barátta okkar snýst um þær hugsjónir um hvað er rétt og hvað er rangt.

Ef þið hefðu fattað það í fimm mínútur í Borgarahreyfingunni, þá væruð þið ekki brandari gærdagsins.

Þessir svokallaðir sérfræðingar sem þú ert alltaf að dásama, þeir eru verri, og þeir þekkja ekki muninn á þjóðinni og alþjóðlegu auðmagni.

Það gerði þó Ögmundur.  

Hvað um restina á hreyfingunni????

Þekkið þið muninn????

Eða snýst þetta um kerfi, ekki þjáningar hins venjulega manns????

Ég vona það þín vegna að þú þurfir ekki að leita til Huldu, eftir að bretarnir fengu sitt.

Aðeins heimskt fólk fattar ekki að þú notar ekki sama peninginn tvisvar.

Núverandi ástand snýst ekki um skilvirkni, frekar en það gerði í vor, það snýst um hugsjónir, og þekkja muninn á því sem má, og því sem má ekki.

Gættu að þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.væri sannarlega, slæmur tími til að hafa stjórnarkreppu. En, ég á ekki von á henni, þ.s. ég tel að Samfó gefi ekki upp stjórnartauma meðan hennar mat er að einhverjar verulegar líkur séu til þess, að koma ísl. inn í ESB.

Sú útkoma á Icesave, er ég vildi helst vilja, er eftirfarandi;

-----------------

Bretar og Hollendingar þann möguleika, að krefjast réttar síns fyrir ísl. dómstólum, sem væri þá ein leið, til að svara spurningunni um hina lagalegu og réttarhlið.

En, helst vildi ég að, væri að deilan væri sett í frysti, þ.e. að samkomulag væri gert um að semja um málið seinna, þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar, og Bretum og Hollendingum endurgreitt það verðmæti, sem rennur af eignasölunni upp í þeirra kröfur gagnvart Tryggingasjóði Innistæðueigenda.

Af því loknu, væri óvissan um hvað akkúrat fæst fyrir þær eignir, farin. Þá um leið, væri þá komið fram, hvað akkúrat stendur út af borðinu - að auki, gæti innlenda kreppan verið fyrir bí, hagvöxtur kominn í gang; hættan af hagkerfishruni liðin hjá.

Með öðrum orðum, að báðir aðilar, ákveði að vera ósammála - en einnig, að best sé að ganga frá málinu, seinna.

---------------------------

Með því að setja málið í frysti, um 2 - 4 ár, væri hægt að vinda sér beint í önnur mál.

Hættum við lántökur, fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Tökum einungis ný lán, annars vegar - til að lengja í skuldum sem fyrir eru, og hins vegar - til að skipta út óhagstæðari lánum.

Ég get ekki séð, að nokkurt gagn sé í núverandi grunnstefnu, að ætla sér að taka cirka 1.000 milljarða að láni, til að búa til stóran, gjaldeyrisvarasjóð. Slíkur, gerir minna en ekkert gagn, ef allt annað er í ólagi.

-------------------------

Leggjum áherslu á endurreisn atvinnulífsins, og lækkun skulda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband