TAKK Ögmundur - ég ber ómælda virðingu fyrir þér sem hugsjónamanni

Ögmundur Jónasson er hér að sanna það sem að ég hef lengi haldið fram, hann er ekki í þessum bransa fyrir vegtyllur eða virðingu annarra. Hann er raunverulegur. Hann er alvöru. Hann er maður sem fór af stað vegna hugsjóna og er enn að berjast fyrir þeim.

Við erum ekki of miklir mátar í mörgum málum ég og Ögmundur þegar kemur að markaðssjónarmiðum, en mikið ofsalega er ég ánægður með hann í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Baráttunni fyrir auknu lýðræði og minna skrifræði/embættismannaræði.

Ögmundur er maður sem að ég myndi glaður taka slaginn með.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr

Birgitta Jónsdóttir, 30.9.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mætum öll á Austurvöll á morgun, þann 1. október 2009.

Mæting kl 13:00

"Við mótmælum fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS -!"

Dreyfið skilaboðunum á öll blogg og á alla sem þið þekkið -!

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist -!

Baldvin Jónsson, 30.9.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ögmundur sættir sig ekki við að þingræðið sé hneppt aftur í fjötra framkvæmdarvaldsins né heldur að láta kenna sér um að fella ríkisstjórnina. Hann kemur sterkur út úr þessu.

Héðinn Björnsson, 30.9.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ánægður með Ögmund þarna

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ögmundur er ekta. Hann trúir á eigin skoðanir umfram annarra. Megi fleiri vera eins og hann!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.9.2009 kl. 16:24

6 identicon

ögmundur er flottur

gisli (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:45

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

I second that.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 19:53

8 identicon

OK, en hver er svo lausnin? - Þið vitið vonandi að það leysir engann vanda að stinga höfðinu í sandinn? - Eða að sveilfa töfrasprota og segja „Hókus pókus“?

G (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:55

9 identicon

Mikið ert þú bláeygður. Ögmundur notaði Icsafe sem skálkaskjól til að flýja úr embætti heilbrigðisráðherra sem hann réði einfaldlega ekki við, hann var í blindgötu. Þessi kjaftaskur sem er óheiðalegasti stjórnmálamaður landsinns var búinn að kjafta sig í þrot, og það sér enginn eftir honum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 22:32

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2009 kl. 01:14

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála því, að Ögmi er maður meiri, en áður.

------------

Athyglisvert, hvernig fólk bregst misjafnt við þrýstingi og álagi.

*Sumir einhvern veginn, guggna og koðna niður.

*En, sumir einhvern veginn, vaxa við álag og mótstreymi.

-------------

Ögmi virðist vera seinni típan.

Hvað segið þið, Ögmi næsti formaður VG?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.10.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband