Nú er skorað á skaðvaldinn Davíð Oddsson að stíga aftur á svið stjórnmálanna

Maðurinn sem ákvað að lána Kaupþingi 500 milljarða svona um það bil "korteri" áður en að hann ákvað síðan að þjóðnýta bankann og kostaði með því þjóðina svipaða upphæð og heildarskuldsetningin vegna Icesave, á nú að líta út eins og einhver hetja. Maðurinn sem öðrum fremur er hugmyndasmiður og gerandi markaðarins og þar með hrunsins, á nú að vera einhver riddar á hvítum hesti fyrir týnda þjóð.

Hvað er að? Er fólk alveg orðið firrt? Er skammtímaminnið horfið? Er langtímaminnið ekkert?

Er nema von að maður efist reglulega um eigið geðheilbrigði og annarra?

Davíð Oddsson er kominn á rétta hillu í dag, það er upp á hillu. Ég reyndar er þess nokkuð viss að hann þori ekki að taka sénsinn á því að reyna endurkomu og mistakast hrapalega og muni því blessunarlega bara halda sig áfram heima við.

Það er þjóðinni allri fyrir bestu.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Eini maðurinn sem getur dregið þig og mig uppúr drullunni

Ómar Ingi, 15.7.2009 kl. 00:41

2 identicon

Davíð hefur hafið málsvörn sína. Manngarmurinn hlýtur að verða ákærður fyrir vanrækslu og afglöp í embætti.

Minni annars fólk á að taka málin í sínar hendur. Nóg komið af ráðum "stjórnvitringa" í bili.

www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:47

3 identicon

Dæmigert var svar Davíðs þegar hann var minntur á að vinir hans sem fengu Landsbanka Íslands hefðu borgað með láni frá Kaupþingi. Eitthvað á þessa leið: "Já, það var miður. Ég vissi það ekki." Tæplega er hægt að leggjast lægra í siðleysi og ábyrgðarleysi. Sjúklegri afneitun.

Jónas httir annars naglann á höfuðuðið: http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=11975 

Rómverji (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er ekki góð hugmynd að láta brennuvarga sjá um að slökkva, og þess vegna skil ég ekki hvernig stendur á því að við erum með eintóma brennuvarga í því starfi núna varðandi IceSave og annað.  Það er kannski eitt sem er verra en að láta einn brennuvarg slökkva og það er að hafa þá marga sem slást svo um hver getur skilað mestum skaða.

Kannski er það eina sem við höfum að óttast núna að þeir komi sér saman um að mynda þjóðstjórn og sameina kraftana í hryðjuverkunum og auka þannig tjónið í margfalt.

Einar Þór Strand, 15.7.2009 kl. 07:57

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Voru þetta ekki 500 milljónir evra eða sem samsvarar 80 milljörðum íslenskra króna?

Ekki það að þetta skipti í raun máli, þetta er stærsta einstaka lán sem einkaaðilar hafa fengið að láni hjá ríkinu.

Ekki það að ég ætli að gera lítið úr hlut Seðlabankastjóra þegar þetta var ákveðið en var það ekki þáverandi forsætisráðherra sem tilkynnti um þetta lán á sínum tíma? Ég skildi þetta alltaf þannig að hér hefði verið um ákvörðun á ríkisstjórnarstigi að ræða.

Þess vegna sem mér fannst mest ámælisvert við þessa lánveitingu, ekki að veita lánið og freista þess að bjarga Kaupþing, heldur að varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem átti milljarða hagsmuna að gæta í Kaupþingi skyldi vera þátttakandi í að ákveða að reynt skyldi að bjarga Kaupþingi frekar en hinum bönkunum. Af hverju var þessum fjármunum Seðlabankans ekki varið til að leysa Icesave málið í Landsbankanum og koma Icesave alfarið í hendur Breskra yfirvalda á þessum tímapunkti? Nú eða gefa Glitni þetta tækifæri.  

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 10:08

6 Smámynd: Ignito

Hér les ég að DO hafi verið aðal skaðræðisvaldurinn í hruninu og þar inni sé ástæðan að hann hafi lagt grunnin að falli bankanna með því að auka frelsi.

Ég hélt að þú, Baldur, værir aðeins meira inní málum en þetta.

"Gerandi markaðarins og þar með hrunsins".

Með þessari 'röksemd' þá ætti að draga til ábyrgðar þá sem hleyptu af stað tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir of hraðan akstur ökumanna þar.

Það er víst enn í tísku að nota manninn sem blóraböggul. 

Ignito, 15.7.2009 kl. 17:15

7 identicon

Sakna að sjá engin skrif hjá þér um þinn eigin flokk og snúninga hans í ESB-málinu.

Séra Jón (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:16

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég sá nú á facebook áskorun til davíðs að halda sig frá stjórnmálum :) ég skráði mig í þann hóp :)

Brynjar Jóhannsson, 15.7.2009 kl. 21:59

9 identicon

Jæja, Baldvin, svo þú ert einn af þeim sem sofa ekki í viku ef Davíð segir e-ð. Ég held að það séu ekki til neinar pillur við þessu en þér og þínum líkum er vissulega vorkun. Haltu þig bara við þitt lið, Jógu og Steingrím, glæsilegt par þar á ferð og mundu: Ef þú finnur Skjaldborg heimilana (sem Jóga er enn að leita að) þá ber þér að tilkynna það. Svo máttu ekki gleyma stúdentinum honum Svavari Stalínista Gestssyni, frábær vinur aðal, sagði Steingrímur það ekki og þú veist að hann Steingrímur J. stendur alltaf við sínar skoðanir til síðasta dropa. Staðfastur maður þar á ferð.

Ég sef hins vegar alltaf betur þegar Davíð segir okkur e-ð. Auðvitað hefur hann þurft að boða okkur ótrúlega lýgilegar neikvæðar fréttir. T.d. trúði enginn honum þegar hann fullyrti að íbúðarverð myndi lækka um a.m.k. 30%. Hver er svo staðreyndin ? Já DO er og hefur verið mjög framsýnn maður og enn eru þeir til sem muna ástandið hér á landi fyrir hans tíma, þegar t.d. skrifstofa forsætisráðherra var full á hverjum morgni af fólki sem vildi njóta aðstoðar embættisins til að leysa ótrúlegustu mál, t.d. að fá lán í ríkisbönkunum.

Sofðu rótt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:12

10 Smámynd: Björn Birgisson

Davíð er ekki á leið inn í stjórnmálin. Frekar í fangelsi. Klefafélaginn  hans þar verður Geir H. Haarde, lélegasti forsætisráðherra Íslandssögunnar. Kannski verður Ingibjörg Sólrún þar líka, svona til að hella upp á kaffið fyrir glataða syni þjóðarinnar.

Björn Birgisson, 15.7.2009 kl. 22:59

11 identicon

Það má nú varla á milli sjá hvor eru barnalegri: athugasemdir lesenda blog.is eða eyjan.is

Hetjan (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:29

12 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Baldvin, nú er þér eitthvað að fatast flugið.

það voru 80 (ekki 500) milljarðar sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi gegn veði í öllum hlutabréfum dansks banka sem var metin þá á 150 milljarða. það þótti áhættunnar virði að veita það neyðarlán til að freista þess að bjarga bankanum frá falli.

Seðlabankinn hafnaði hins vegar að veita Glitni samskonar 80 milljarða lán vegna þess að þeir höfðu engin veð. Ég man ekki betur en að þú hafir gagnrýnt þá ákvörðun á sínum tíma.

Ég sé ekki betur en að fólk sé nú farið að mæta með sína potta og pönnur og hrópa það sem Dabbi sagði alltaf: "Við eigum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna" "ríkið ber ekki ábyrgð á icesave" þetta sagði karlinn og fékk skömm fyrir.

Kannski hafði hann eitthvað til síns máls, spáðu í það.

Reyndu a.m.k. að sleppa því að saka hann um eitthvað sem hann gerði ekki.

Aðalsteinn Bjarnason, 16.7.2009 kl. 18:45

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Biðst velvirðingar ef ég hef haft rangar upplýsingar um upphæðir. Þetta voru víst 500 milljónir evra eða sem svarar 87.500.000.000 krónum. Já ekki "nema" 87,5 milljarðar sem síðan nánast tvöfölduðust vegna þess að Dabbi kóngur ákvað í beinu framhaldi að taka yfir rekstur Kaupþings banka, þaðan sem þá þegar voru horfnar 400 milljónir evra af þesum 500 milljónum sem lánaðar voru.

Forsendur þess sem fólk segir geta verið afar misjafnar og eins og máltækið segir að þá ratast oft kjöftugum satt orð í munn. Það réttlætir þó ekki fyrir mér að neinu leyti þá pólitísku einræðisstefnu sem Davíð hefur rekið hér á landi, það afnám almenns lýðræðis sem hér varð eða þá einkavinavæðingu sem komst á í kerfinu öllu - innan sem utan embættismannakerfisins. Þetta delerium Davíð sem hér kemur fram í athugasemdum er eitthvað sem læknar ættu að hefja rannsóknir á. Þetta minnir óþægilega mikið á Stokkhólmsheilkennið.

Davíð hefur gert margt ágætt eflaust, og ég sem fyrrum aðdáandi hans myndi síst vilja breiða alfarið yfir það. Stærstu hluti hagvaxtar hins vegar sem hér varð á um 12 ára tímabili hefur mun meira með EES samninginn (hans Jóns Baldvins að gera) heldur en störf Davíðs. EES samningsins sem að Davíð og Halldór voru lengi vel afar sterklega ósamþykkir.

Baldvin Jónsson, 20.7.2009 kl. 12:42

14 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Baldvin,

Ég veit hvort heilkennið er alvarlegra, þeirra sem vilja gera einn mann að sökudólgi alls þess sem aflaga hefur farið eða hinna sem reyna að benda á augljósar rangfærslur þeirra fyrrnefndu.

Það er lögboðin skylda seðlabanka að lána viðskiptabönkunum fé, ef þeir geta lagt fram tryggingar (veð) fyrir lánunum. Það voru því ekki mistök Davíðs, heldur lögboðin skylda seðlabankans að veita 500 milljón Evra lánið því Kaupþing lagði fram mjög öruggt veð. Seðlabankinn hefði veitt þetta lán sama hver seðlabankastjórinn hefði verið.

Svo var það ekki Davíð né Seðlabankinn sem yfirtók viðskiptabankana þegar þeir fóru í greiðsluþrot, heldur var það Fjármálaeftirlitið sem það gerði samkvæmt neyðarlögum sem Alþingi setti.

EES samningurinn gerði ýmislegt gott fyrir Ísland  en hann olli því líka að viðskiptabankarnir gátu ofþanist í útlöndum eins og þeir gerðu, Það var í skjóli regluverka EES sem bankarnir gátu hagað sér óábyrgt og ollu með því hruni að lokum.

Aðalsteinn Bjarnason, 20.7.2009 kl. 16:31

15 identicon

Davíð aftur? er fólk sem skrifar hingað inn eitthvað þroskaheft eða?

Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 22:10

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Var það ekki Davíð sem tók ákvörðun um yfirtöku bankanna??  Í hvaða verndaða umhverfi er þessi yfirlýsing skrifuð?

Davíð réð því ekki bara, heldur einnig hverjir - og þá ráðherrar meðtaldir - fengju að frétta af vandræðunum og koma að ákvörðunartökunni.

Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 01:54

17 identicon

Ertu að grínast baldur?

"Var það ekki Davíð sem tók ákvörðun um yfirtöku bankanna??"

Jú auðvitað var það hann. Ertu að segja mér það, að það hefði verið skynsamlegra á þessum tíma að reyna EKKI að bjarga öllu bankakerfinu? Veistu hvað hefði gerst hefðu bankarnir farið á hausinn?

Allar innistæður hefðu horfið. Debetkortin okkar hefðu hætt að virka, flugsamgöngur hefðu hætt, olía hefði hætt að koma til landsins og svona má lengi telja.

Davíð gerði það EINA sem skynsamlegast var að gera í stöðunni.

Segðu mér, hvað hefðir þú gert? Hefðiru látið bankanna fara á hausinn?

Gulli (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:33

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæri Gulli, takk fyrir innlitið. Ég heiti reyndar Baldvin, en þú varst voða nálægt því að minnsta kosti. En almennt hefur mér svo sem ekki sýnst að Delerium Davíð áhangendur hafi eytt of miklum tíma í smáatriðin.

Eini íslenski bankinn sem ekki hafði verið gefin út aðvörun út af erlendis í lok september var Glitnir, hvers vegna kaus Davíð að taka hann fyrst?

En já, persónulega tel ég að betra hefði verið að láta til dæmis Landsbankann fara bara á höfuðið. Tíminn sem hefur þegar farið í að koma nýju bönkunum í function hefði ekki verið lengri með því að stofna einfaldlega alveg nýja banka.

Það hefði vissulega skapað til skamms tíma mikil vandræði með margt, en þau vandræði voru þó til staðar þó ekki væri í jafn miklum mæli og hefði orðið. Til lengri tíma tel ég þó víst að nýr banki frá grunni hefði verið hreinlegri aðgerð, bæði inn á við og út á við. Líklegri aðgerð til að skapa traust frekar en að lofa innlendum innistæðum fullri endurgreiðslu en ekki erlendum.

Innistæður hefðu ekki horfið neitt frekar við þá aðgerð. Tryggingasjóður hefði gegnt nákvæmlega sama hlutverki við slíkar aðgerðir.

Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 20:59

19 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

"Eini íslenski bankinn sem ekki hafði verið gefin út aðvörun út af erlendis í lok september var Glitnir, hvers vegna kaus Davíð að taka hann fyrst?"

Baldvin, Glitnir var fyrsti bankinn af þeim þremur sem komst í greiðsluþrot, Glitnir leitaði þá til Seðlabankans og óskaði eftir neyðarláni upp á 500 milj. evrur. Seðlabankinn hafnaði því vegna þess að Glitnir gat ekki lagt fram nægjanleg veð fyrir neyðarláninu. Þar með féll Glitnir. Ef Seðlabankinn hefði gert þau mistök að veita þetta lán, þá hefði Glitnir samt sem áður farið í þrot og lán ið hefði tapast með öllu. Þú og fleiri úthúðuðuð Davíð fyrir að hafa valdið hruninu með því að hafna þessari lánveitingu. Nú útúðið þið honum fyrir að hafa veitt kaupþingi samskonar lán gegn tryggu veði, sú ákvörðun var hárrétt við þær aðstæður sem þá voru og það er morgunljóst að ef Davíð hefði hafnað láninu til Kaupþings þá hefði þessi færsla hjá þér snúist um skaðvaldinn hann Davíð sem olli bankahruninu með því að hafna neyðarláni til Kaupþings.

Aðalsteinn Bjarnason, 22.7.2009 kl. 15:07

20 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég neita því alfarið að ég sé fastur í því að finna aðeins sök á Davíð, hann hefur bara verið afar auðvelt skotmark um nokkurt skeið og skaðvaldur mikill. Það er ástæða þess að ég hef skrifað um hann nokkrum sinnum.

Ég man ekki hvort að ég skrifaði um Davíð og Glitni í upphafi, ég var a.m.k. ekki með endanlega mótaða afstöðu á þeim tíma af því að ég einfaldlega skildi ekki til hlítar hvað var að gerast. Síðan hef ég hins vegar kynnt mér þetta kerfi mun ítarlegar. Ég er þó enn ekki viss um ágæti aðgerðarinnar við yfirtöku Glitnis, það er enn jafn líklegt að hún hafi mikið frekar valdið auknum skaða en að bjarga einhverju.

Davíð hins vegar eins og ég segi, hefur verið afar valdamikill maður með einræðistilburði sem stjórnunarstíl. Það er því ekki skrítið þó að oft sé eitthvað hægt að finna því til foráttu.

Hvað finnst þér til dæmis um þær fréttir nú að hann og Halldór hafi valið að selja Björgólfunum Landsbankann þrátt fyrir að þeim hafi verið neitað um fjárveitingu til kaupanna í 23 mismunandi bönkum í Evrópu? Mennirnir sem fengu risa afslátt af kaupunum af því að þeir "staðgreiddu" samkvæmt fréttum á þeim tíma. Nú kemur í ljós að þeir fengu lánið hjá "S-hópnum" í Búnaðarbankanum.

Á að verja afglöp og spillingu endalaust?

Baldvin Jónsson, 22.7.2009 kl. 18:38

21 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég er alls ekki að verja afglöp og spillingu. Get bara ekki orða bundist þegar ég sé að kolvitlaust er farið með staðreyndir mála. Ég held að Davíð hafi raunverulega staðið í þeirri trú, eins og við hin, að kaupendur Landsbankans á sínum tíma hafi verið fjársterkir og heiðarlegir menn. Annað hefur komið á daginn og við einkavæðingu bankanna voru sannanlega gerð skelfileg mistök.

Aðalsteinn Bjarnason, 22.7.2009 kl. 20:09

22 identicon

Ég held að Davíð Oddsson ætti að hætta þessu væli í drottningarviðtölum í sjónvarpi og fara loksins í alvöru að hjálpa Íslandi.

Davíð veit um c.a. 95% þess sem gekk á á bakvið tjöldin í bankahruninu og er innsti koppur í búi í embættiskerfinu. Skrifræðisbákni sem er að vinna af mikilli hörku gegn núverandi ríksstjórn.

Það eina sem Davíð gerir í dag er hinsvegar að labba um með hundinn, vökva blóm og koma af og til með hálf-kveðnar vísur og reitir fólk viljandi til reiði í fjölmiðlum, bara til að vernda sína legacy og þykjast vera ægilega vitur eftirá.

Hann er ekki meiri landsföður en svo að hann mun líklega ávallt taka hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og vina sinna framfyrir hag þjóðarinnar. Íhaldsmenn á Íslandi eru svo hrokafullir að þeir telja aðeins sig hæfa að stjórna landinu. Það sést vel á framgangi Davíðs í viðtölum að ætlunin er að koma ríkisstjórninni frá og fegra sína hlið. Sama á við um hvernig vinir Sjálfstæðisflokks meðal embættismanna (t.d. Ríkislögreglustjóri) hafa hægt mjög á rannsókn bankahrunsins.

Í staðinn fyrir þessa mafíu-typpapólitík er ég með hugmynd. Hvernig væri að Davíð ynni með ríkisstjórninni og notaði þau sambönd sem hann hefur skapað á sinni löngu og glæsilegu valdatíð í Bretlandi og Hollandi til að semja betur um Icesave á bakvið tjöldin? (Eða Davíð kæmi með betri lausn en það morðsamkomulag) Hvernig væri að Davíð upplýsti núna strax um eignir útrásarvíkinganna, hverjir eigi jöklabréfin og upplýsi nákvæmlega hvernig þjóðnýting Glitnis gekk fyrir sig?

Hvernig væri að allt besta fólk Íslands ynni saman við að koma okkur úr þessari fátæktargildru sem Ísland stefnir beinust leið í þökk sé Icesave í stað þess að keppast um hversu stórt typpið á Davíð Oddssyni er?

Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband