Yfirlýsing Steingríms J. um þjóðaratkvæðagreiðslu og gáfnafar þjóðarinnar frá 2003

Sá þessa tilvísun í athugasemd á Facebook og einfaldlega verð að koma henni hér á framfæri líka.

VG liðar einfaldlega verða að fara að sjá hversu sárlega maðurinn er að skaða lýðræðisumræðuna hér heima og ætlar á sama tíma að klára það starf sem Davíð Oddsson lagði grunninn að, að afnema fullveldið Ísland.

Við megum ekki gefast upp, nú verða allir flokkar og grasrótarsamtök að starfa saman og berjast gegn þessari valdkúgun sem Bretar og Hollendingar vilja beita okkur með þessum samningi. Góða greiningu á því ofbeldi má sjá á yfirvegaðan máta hér: http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/905403/

 

Athugasemdin sem ég sá er þessi:

Steingrímur J. telur ICESAVE samningana of flókna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu!! Árið 2003 taldi fjármálaráðherrann sem vill ekki leggja eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðis um stóriðju á Austurlandi. Á Alþingi 4. mars 2003 sagði Steingrímur J. meðal annars:

"Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baldvin.

Einhverstaðar las ég að ef þjóðin yrði spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vildi heldur gott veður eða vont þá myndi hún velja góða veðrið. Góða veðrið er bara ekki í boði núna. Bara spurning um hvort þú vilt rigningu eða snjókomu. Að spyrja þjóðina um þetta er eiginlega vonlaust mál því hún hefur engar forsendur til að taka rökstudda ákvörðun. Hún hefur t.d. litla hugmynd eða enga hugmynd um hvað gerist ef hún fellir samninginn. Þjóðin varla veit hvað gerist ef hún segir "já" hvað þá meira. 


Það er enginn möguleiki á að fella samninginn og fara í viðræður aftur. Tökum sem tæmi:
Ég og mín frú ætlum að kaupa Icesavegötu 1 af þér og þinni frú. Verðið er ákveðið 35 millur. Ég skrifa undir og það gera þú og þín frú einnig. Ég tilkynni síðan að ég muni fara með tilboðið heim og fá mína frú til að skrifa undir. Þegar ég kem til baka tilkynni ég að mín frú vilji bara borga 33 millur og að nýtt tilboð hafi verið gert. Myndirðu skrifa undir?

Með öðrum orðum Bretar og Hollendingar myndu aldrei fara í annan samning sem væru þeim óhagstæðari. Með því væru þeir að lýsa því yfir að best væri yfirleitt að fella samninga sem við þá væru gerðir, því þá fengi maður annan betri í staðinn. Þjóðir ætlast einfaldlega til að þegar þær gera samning við aðrar þjóðir að þingmeirihluti hafi verið tryggður.

Svo möguleikarnir eru tveir. Að samþykkja og vona það besta eða fara Argentínuleiðina. Einhverji hafa dásamað hana en ég sá ekki betur en í töflunni yfir hvaða þjóðir væru líklegastar til að rúlla væri Argentína á toppnum svo þetta virðist nú lítið hafa hjálpað þeim.

Möguleikarnir eru því ekki góðir og hafa minnt með þjóðaratkvæðagreiðslur að gera. Staðan er bara slæm og ég held að hún batni ekkert við það að fara gegn alþjóðasamfélaginu. Það vill frekar að við stöndum við okkar og ef það gengur ekki upp þá komi það til hjálpar á síðari stigum.

Kv.

Ps. Fyrirlesturinn hjá Mickey var fínn :)

Séra Jón (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Séra Jón, málið er bara hreint ekki svona einfalt eins og þú stillir því upp.

Það er til dæmis leið sem að þér yfirsést, sem er í því fólgin að láta Breta og Hollendinga einfaldlega undirbúa málsókn á hendur okkar. Það myndi Evrópusambandið vafalítið ekki samþykkja, þar sem að þá væri Tryggingasjóðakerfi ESB undir.

Þrýstingurinn væri því mjög líklega sá frá ESB, að þessar þrjár þjóðir einfaldlega yrðu að ná samningum og við það væri samningsstaða okkar orðin mun sterkari en hún er í dag.

Þetta er ein hugmynd.

Baldvin Jónsson, 5.7.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Það þarf að tala meira um það að þetta sé afstaða ykkar í hreyfingunni.  Ég hef ekki séð annað í fréttum en hafna Icesave, hafna Icesave.  Það er ekki annað hægt en að standa við skuldbindingar bankanna í einhverju formi.  Ég held að þessir samningar sem eru til umfjöllunar í þinginu séu ekki bestu samningar sem hægt er að ná.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Joð er tækifærissinni. gott að fleiri séu að fatta það

Brjánn Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Andrés.si

Ég trúi sterklega að penningur og samningar eru ekki vandi. Um er að ræða annað sem bentir í þróun heims á næstum árum. Landamæri EB og USA, og þróun NATO.  Svo má því spyrja hvers vegna hefur engin verið handtekin?

Andrés.si, 5.7.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig lagast vonlaus staða við skrifa undir samninginn.

Var það skipulagt af Íslensku þjóðinni [sem er  búið að féfletta með vaxtaokri í mörg ár] að féfletta almenning [markaðshóp  30-40 ára með rainy days saving] í nágrana löndunum svo 1,2.3:  1300 miljarðar. 

þetta svipuð upphæð og stærsta fjársugan á Íslandi skuldaði í útibúum innlands og utan í fyrra þegar lánalínur lokuðust.  

Hafa Íslensk heimil efni á því að halda eignasafni gömlubankanna gangandi.

Allt hefur sitt gjaldeyris verð. Selja allar eigur gömlu bankanna strax Það kostar peninga að borga með taprekstri og góðar fasteignir seljast alltaf vel sér í lagi í kreppu. Við erum að taka lán með vöxtum til að komast hjá að selja eignir sem bera kostnað.

Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 05:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steingrímur krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, sem kostaði um 100 milljarða, en hann tekur afstöðu GEGN þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, sem kostar þjóðina um 530 milljarða króna +/– 160 milljarða (miðað við 60–95% endurheimtur af eignasafni Landsbankans í Bretlandi, sjá Mbl. í gær, bls. 17). Er ekki málið einfaldlega það, að hann segir eitt í stjórn og annað í stjórnarandstöðu?

Jón Valur Jensson, 6.7.2009 kl. 10:23

8 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsl. Stjórnmálamenn hafa her sérfræðinga sér til stuðnings til að meta ICesave. Með allan þennan her geta þeir samt verið ósammála, með eða á mót. Ég hef engan sérfræðing mér til aðstoðar, hvernig á ég að geta gert upp hug minn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bara spyr.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:03

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Steingrímur Joð er farinn að minna á örlög Bubbi Morthens, sem söng poppstjarnan er blind og lá í eyturlyfjum og seldi sig auðvaldinu og allt það. 15 árum seinna var hann farinn að syngja auglýsingastef svo var hann komin á Range Rove, búinn að selja auðvaldinu höfundarréttinn af lögunum sínum og Idol dómari (sem gamla Bubba hefði þótt sérstaklega viðbjólðslegt) 

Nú er nýji Steingrímur einmitt farinn að minna nokkuð á góðærisbubba.

Sævar Finnbogason, 10.7.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband