ICESAVE - ÞETTA ÞARFTU AÐ LESA

Ræða Jóhannesar af Austurvelli í dag:

http://besserwiss.com/blogg/r%c3%a6%c3%b0a-a-austurvelli-20-juni-2009

Þetta þurfa allir að lesa sem vilja setja sig inn í málið og skilja.

 

Og hérna meira konfekt: http://hnakkus.blogspot.com/2009/06/af-gungum-og-druslum.html


mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef "sverðið" er of stutt,stígðu þá einu skrefi framar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2009 kl. 04:03

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spartverjar munu hafa verið víkingum að skapi.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 04:09

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég skil bara ekki þennan gunguhátt! Hvað mig varðar hefur enginn leyfi til þess að semja um svona. Ég vona að ríkisstjórnin láti lítinn  fjölda mótmælenda blekkja sig því það er bullandi undiralda og almenn vantrú á því að þingheimi detti í hug að samþykkja þennan samning. Ég er ekki viss um að það sé réttur skilningur. Almennt þykir mér fólk vera að bíða og orðið þreytt og í meira mæli farið að horfa út fyrir landsteinana. Við erum að detta inn í bullandi "speki leka". Það sem verra er; ríkisstjórnin grípur bara til aðgerða sem hækka vísitölu, vill ekki auðvelda stóriðju eða lækningatengda ferðaþjónustu né neitt sem gæti fært okkur aukinn gjaldeyri. Þá er hún skíthrædd við Lífeyrissjóðina og vill alls ekki grípa hugmynd sjálstæðismanna um skattlagningu núna á lífeyrissjóðsinngreiðslum. Þetta er eins og að búa í Kardemommubæ. Ég er allavega farin að líta í kringum mig.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.6.2009 kl. 08:30

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta átti að vera: láti ekki lítinn fjölda mótmælenda blekkja sig.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.6.2009 kl. 08:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit það ekki með þessar greinar/ræður sem þú vísar í:

Ég eiginlega fór í baklás þegar hann byrjar á fullveldisafsali í icesave samningi þegar hann eins og aðrir vita það að þetta atrið er sett inn í flesta samninga um lán milli landa. Þetta er gert svo við breytum ekki lögum til að komast hja því að borga

Eins með þessa útreikninga þeirra. Hef nú heyrt útreikninga sem segja að þegar við byrjum að greiða af þessum lánum séu mestar líkur að greiðslur fari aldrei yfir 1% af landsframleiðslu.

Og síðan gleyma þessir góðu menn að nú þegar eru að koma inn tekjur af eignum Landsbankans í UK. Og á 8 mánuðum lágu þar á reikning upphæðir sem nálgast 8% af heldra upphæð lánsins. Og ef eignirnar seljast ekki þá fáum við tekjur af þeim áfram. Reyndar eru flest þessi útlán  í UK ekki til það langstíma að þau verða að fullu greidd eftir 7 ár.

Varðandi lánshæfismat hafa aðrir bent á að óvissan sem ríkir um icesave sé líklegri til að lækka lánshæfirmat 

Nenni nú ekki rekja þetta lengra en bendi þó á eitt atrið sem þeir gleyma! Bretar og Holleningar eru nú þegar á grundvelli viljayfirlýsingar ríkisstjórnar okkar búnir að greiða allar innistæður einstaklinga á Icesave. Var það ekki eitthvað um 1500 milljarðar. Þetta gera þeir vegna samkomulags sem við gerðum í október við þá sem og yfirlýsingum ríkisstjórnar frá því í maí.

Varðandi hinn tengilinn sem þú bendir á þa´verð ég að segja að sá þekkir lítið til. Hann hélt að talað er um að við gætum lent í að geta ekki selt fiskinn okkar þá væri það af því að: 

Best að útskýra þetta nánar fyrir þeim lesendum mínum sem eru með sérþarfir. Íslenska ríkið selur ekki fisk og erlendar ríkisstjórnir eru ekki helstu kaupendur fisks. Fyrirtæki kaupa fisk af öðrum fyrirtækjum af því þau græða pening á því. Veitingastaðir og verslanir um alla Evrópu hætta ekkert að kaupa dúndurgóðan fisk sem þeir hagnast sjálfir vel á að endurselja af því að Gordon Brown er í fýlu við Jóhönnu og Steingrím

Hann auðsjáanlega veit ekki að fólk er að tala um að viðverðum beitt viðskiptaþvingunum eða banni. Og þá mega fyrirtæki ekki eiga viðskipti við Ísland!

Hann segir:Í fyrsta lagi...viðskipti. Verður okkur hent út úr EES? Örugglega ekki.  Hann veit sennilega ekki að í dag erum við þegar í vandræðum vegna þess að gjaldeyrishöft er alvarlegt brot á EES samninginum . Og við ætlum svo í stríð við allar þjóðir EES og ESB þá er ég ekki viss um að okkur sé sætt þar lengi.

Nenni ekki fara lengra í þetta hjá honum.

En að lokum: Hver dó og gerði indefence að sérfræðingum í milliríkjadeilum og samningum? 

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 09:10

6 Smámynd: Dúa

Án þess að nokkur hafi látið lífið fyrir það þá eru margir sérfræðingar á sínu sviði í InDefence hópnum og hafa bæði vegna menntunar og reynslu mikla þekkingu á þessum málum.

Ég held líka að það hafi enginn dáið til þess að Svavar Gestsson færi fyrir samninganefndinni.

Dúa, 21.6.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já og Dúa viðkomandi ræðumaður er væntnlega sérfræðingur í sagnfræði því það er hans menntun. Hefur væntnlega ekki tekið þátt í mörgum samningum milli ríkja. Og sér í lagi ekki í svona ástandi deilna milli þjóða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 11:35

8 Smámynd: Dúa

Bentu mér á einhvern sem hefur hér á landi gert samninga eins og Icesave? Finnum hann endilega!

Dúa, 21.6.2009 kl. 11:59

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Magnús, Hnakkus fer vissulega nkkuð frjálst með pennann/lyklaborðið en mér fannst engu að síður gaman að lesa greinina hans. Sérstaklega hlutann sem snýr að því hvernig fólk skipar sér í einhver lið (flokka) og heldur með þeim og þeirra aðgerðum no matter what.

Allar fullyrðingar um aðgengi okkar að eignum Landsbankans eru afar blekkjandi. Icesave er aðeins lítill hluti skuldbindinga bankans og verður að teljast afar ólíklegt að við höfum aðgengi að þeim fram yfir aðra skuldunauta.

Indefence er hópur sem sýnt hefur málinu mikinn áhuga og á hrós skilið fyrir að koma upplýsingum á framfæri. Upplýsingar má alltaf túlka á mismunandi máta. Það sama á við um afar margar vafasamar fullyrðingar þíns flokks og tel ég þær fullyrðingar mun alvarlegri þar sem að ég tel að það sé eðlileg og réttmæt krafa að við, almenningur, eigum að geta treyst sitjandi ríkisstjórn til þess að segja okkur ALLTAF satt og láta streyma til okkar upplýsingar án mjög vafasamra fullyrðinga.

Hið sanna er að menn eru að virðist mjög ósammála með túlkunina á fullveldisafsalinu sem dæmi, og því beinlínis rangt að ætla að fullyrða nokkuð um hvernig það væri túlkað fyrir dómi ef til þess kæmi.

Baldvin Jónsson, 21.6.2009 kl. 12:53

10 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.6.2009 kl. 13:49

11 identicon

Varðandi svar Magnúsar þá er það hárrétt hjá honum að það eru uppi mismunandi túlkanir á ýmsum atriðum þessa samnings.  Þeim mun meiri ástæða er til að halda umræðunni vel á lofti og að allar upplýsingar komi fram og að við fáum mat sem flestra sérfræðinga á málinu áður en Alþingi tekur það til umfjöllunar.

Varðandi fullveldisafsalið þá er fyrirsögn greinar 16.3 "Waiver of Sovereign Immunity".  Fullveldisafsal er því staðreynd, ekki túlkun.  Eina spurningin er hvort slíkt afsal sé alvanalegt ákvæði í slíkum samningum. Lögfræðingar InDefence segja að svo sé ekki. 

 Varðandi lánshæfismat þá er það rétt að mismunandi skoðanir eru á því líka.  Því er bráðnauðsynlegt að við fáum úr því skorið hvort það mun lækka eða hækka út af þessum samningi.  Ef það fæst staðfest að það muni hækka þá er það hið besta mál. Við teljum hins vegar mjög ólíklegt að svo sé. Það er því algert frumskilyrði að þessi staðfesting fáist í aðra hvora áttina svo Alþingismenn viti hvað þeir eru að fást við.

Við höfum ekki gleymt því að Bretar og Hollendingar eru búnir að borga.  Enda gengur málflutningur InDefence ekki út á að Íslendingar líti í hina áttina og sleppi því að borga þessar skuldbindingar.  Við leggjum hins vegar alla áherslu á að Íslendingar hafi efnahagslegar forsendur til að greiða lánið, sem við teljum morgunljóst að við höfum ekki samkvæmt þessum samningi.

Jóhannes Þ. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:06

12 identicon

Sæll Baddi

Ég verð að segja það að ég skil ekkert í umræðunni á Íslandi hvað varðar Ice-save málið.

Hafandi búið í Þýskalandi undanfarin ár og þekkjandi þá sögu sem þar liggur hryllir mér meiraðsegja á köflum málflutningurinn.

InDefence hópurinn samanstendur af fólki heldur betur tengdu inn í pólitík. Einn af forsprökkunum er formaður framsóknarflokksins, annar er í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins og svo mætti lengi telja, þannig hin ópólitíska míta á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Framsetning hópsins á skilaboðum sínum (ég er ekki terroristi) var líka forkastanleg. Myndir af hvítu fólki með skilaboðunum "ég er ekki terroristi" kallar algerlega og réttlætanlega fram ímyndir um kynþáttahyggju. Ég tók undir með hópnum til þess að byrja með en um leið og ég sá þessar myndir og fylgdi málflutningi hópsins eftir þá hryllti mér við. Illa farið með að mörgu leyti góðan málstað.

En að Ice-save málinu.

Það er engin spurning að þarna er mikið réttlætismál. Illa ígrundaðar viðskiptahugmyndir og hrikaleg framganga forsvarsmanna Landsbankans í þessu máli kalla vissulega á ítarlega skoðun. En hinsvegar er ekki hægt að líta framhjá því að það er á könnu ríkisins, ekki fyrirtækjanna sjálfra, að fara með eftirlit með þeim. 

Það hefði átt að vera eftirlitsstofnunum klárt að þarna væru um hættulegt athæfi að ræða og átt að koma fyrr og skýrar í veg fyrir það. En þeirri skildu var ekki sinnt og því fór sem fór.

Auðvitað er ekki sanngjarnt að byrgðar þessarar hrikalegu yfirsjónar lendi á landsmönnum, börnum þeirra og barnabörnum en það er því miður óumflýjanleg staðreynd að svo verði að vera. Og það er ekki vegna þess að útlendingarnir séu svo vondir, heldur vegna þess að íslenskir viðskiptamenn hegðuðu sér eins og ræningjar í skjóli íslenskra stjórnvalda og því falla byrgðarnar á íslenks stjórnvöld - sem leiðir svo af sér að þær falla á íslenskan almenning.

Að semja ekki mun sýna umheiminum að við ætlum að viðhalda ábyrgðarlausum stjórnháttum, ætlum ekki að taka á byrgð á mistökum okkar og gefum skít í umheiminn.

Með öðrum orðum, við munum einangrast og það á tíma þegar við þurfum meira en nokkru sinni fyrr á umheiminum að halda.

Skiljanlega koma nú fram mótrök og benda á ömurlega framkomu breskra stjórnvalda í okkar garð og telja að þeirra hegðun réttlæti svipaða hegðun frá Íslendingum í þeirra garð.

Þessi röksemd er algerlega á viligötum. Annarsvegar tekur hún ekki raun-pólitík með í reikninginn (sem ósanngjarnt eins og það er leyfir svokallaðan double moral milli sterkra ríkja annars vegar og veikra hinsvegar) og hinsvegar lítur hún framhjá þeirri staðreynd að við berum hluta sektarinnar sjálf.

Bresk stjórnvöld sem stóðu veikum fótum og fengu allt í einu upp í hendurnar fréttir um að lítil eyja í atlandshafinu sem hefði grobbað sig af því árum saman að vera betri viðskiptamenn og verið að kaupa upp breska smásölu með skuldsettum yfirtökum væri nú annars vegar að lofa að verja fjármagnseigendur á heimamarkaði og hinsvegarfengu þeir staðfestar fréttir af stórfelldum fjármmagnsflutningum frá landinu.

Þegar haft er í huga að á bakvið þessar innistæður standa þúsundir einstaklinga með ævisparnaðinn sinn, sveitarfélög og líknarfélög margskonar þá er kannski ekki skrítið að bresk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun sem í baksýnisspeglinum var ekki rétt en miðað við forsendurnar á þeim tíma voru það, sérstaklega vegna þess að þau vissu það að í skjóli stærðar sinnar þá kæmust þeir upp með það.

Ég efast ekki um að íslendingar myndu rísa upp til handa og fóta ef spilinu yrði snúið við. Ef þetta væri spurning um ævisparnað þinn og minn og peninga krabbameinsfélagsins. Þá myndum við líka kalla á aðgerðir og vilja fá peningana til baka.

Þegar allt kemur til alls þá er lífið þannig að maður verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Og í þessu tilfelli bera íslensk stjórnvöld ábyrgð á vanrækslu sinni. Þau geta svo leitað réttar síns gegn þeim einstaklingum og félögum sem þeim mistókst að hafa eftirlit með.

Og þetta er líka hluti af stærri mynd. Við viljum vera hluti af alþjóðasamfélaginu. Og til þess að vera það þá verður maður að vera trúverðugur. Þegar maður hegðar sér eins og ribbaldi þá verður komið fram við mann eins og ribbalda.

Það eina sem þjóðir eiga í alþjóðasamskiptum, svo ég tali nú ekki um örríki eins og Ísland, er orðspor þeirra. Og það verðum við að verja, sérstaklega þegar það er líka hið rétt og ábyrga í stöðunni.

Auðvitað getur sú staða komið upp að við hreinlega getum ekki borgað þessar skuldbindingar. Að staða íslenska ríkissins, með uppsöfnuðum skuldum vegna hrunsins, verði þannig að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar (og þetta er raunverulegur möguleiki) þá verðum við að endursemja við skuldunauta okkar. Ef að trúverðuleiki okkar er í lagi, ef við höfum sýnt ábyrga hegðun og orðsporið sem af okkur fer sé að við höfum staðfestlega staðið við okkar í lengstu lög, þá munum við eiga raunverulega möguleika að semja og halda stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu - sem hluti af því en ekki útlagi.

Hvað varðar mögulega málsókn sem við höfum gefið frá okkur þá eru svona mál ekki eins og í einkamálum þar sem einn aðilinn kærir hinn og dómari úrskurðar. Báðir aðilar þurfa að vera sammála um málsóknina til þess að niðurstaðan sé bindandi. Annars væri þetta bara álit sem rétturinn myndi skila og slíkt myndi bara skilja deiluna eftir í lausu lofti. En á sama tíma hefðum við ekki aðgang að fjármagni, íslensk fyrirtæki byggju við minni tiltrú, krónan væri hluti af ótraustverðu hagkerfi og nágrannaþjóðir okkar væru ólíklegri en ella til þess að lána okkur ef á sama tíma við værum í málsókn gegn þeim.

Þegar allt er tekið saman þá hlýtur það að liggja í augum uppi að við verðum að semja um þetta mál en ekki hegða okkur eins þjóð sem neitar að bera ábyrgð á gjörðum sínum - og skapar sér þannig óvild vinaþjóða sinna og leggur grunninn að því að við endurtökum leikinn - því þannig er mannskepnan, þegar hún þarf ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þá endurtekur hún leikinn.

Þorleifur Örn, www.lifandileikhus.blogspot.com 

Thorleifur Orn Arnarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:27

13 identicon

Sæl öll!

Í upphafi var ég mjög ánægður með Indefence hópinn.   En það hefur mikið breyst að undaförnu.  Mér finnst sá ágæti hópur vera í því þessa dagana að bjóða fólki upp á rangfærslur og misvísanir í þeim tilgangi að rugla fólk gersamlega í ríminu.  Þau hlusta bara á eina hlið málsins en ekki hina og geta ekki skipt um skoðun.  Ég bendi á það að það er mannlegt að skipta um skoðun.

Hvað varðar þetta sem sagt var á Austurvelli: "InDefence hópurinn, sem ég er hluti af, er ópólitískur og óháður hópur fólks sem á það eitt sameiginlegt að bera hagsmuni Íslands fyrir brjósti"  Þessu hefði ég trúað fyrir nokkrum mánuðum síðan en nú lít á á þetta sem lygi.  Sigmundur Davíð er hluti af þessum hópi og hann er allt annað en ópólitískur og er duglegur við að villa um fyrir fólki (eins og allflestir pólitíkusar í öllum flokkum), hann ber einhverja hagsmuni fyrir brjósti og það eru ekki endilega hagsmunir þjóðarinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson (sem skrifar athugasemdir hér fyrir ofan) virðist vera einn af fáum sem sjá hlutina í réttu ljósi þessa dagana flestir aðrir eru að trúa bullinu sem ríður yfir þjóðina um þessar mundir.

Hvernig væri að fara að hætta að hlusta á bullið og meta hlutina sjálf?  Er það kannski of mikil fyrirhöfn, erum við orðin svo löt að við nennum því ekki?  Viljum við láta fólk útí bæ matreiða allt ofan í okkur?

Ég tek það fram að ég tilheyri engum hópi eða stjórnmálaflokki.  En ég hef sterkar skoðanir á málunum og vil upplýsingar og ég vil hafa þær réttar.  Indefence er ekki að hjálpa mér né þjóðinni með það, vonum að það skáni hjá þeim.

Mbk,

Jón H. Þórisson 

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:15

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvers vegna lét Seðlabanka Evrópu það viðgangast að stærstu bankar EU tæku þátt í að fjármagna glannaskap Íslenskra einkabanka undir stjórn græðgifullra einstaklinga sem töldu sig það af leiðandi snillinga.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 15:40

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

þar af leiðandi snillinga.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 15:40

16 Smámynd: Dúa

Núna þegar samningarnir liggja fyrir þá þurfum við ekkert að hlusta á einn eða neinn og láta mata okkur á skoðunum. Einfalt mál að lesa samningana og mynda sér skoðun á þeim. Einfalt að kynna sér ESB tilskipunina um innistæðutryggingar ofl.

InDefence er með eina hlið á málinu og fleiri með aðrar hliðar. Við tökum bara sjálf afstöðu á grundvelli fyrirliggjandi gagna og það vonandi með rökum sem sannfæra okkur og algerlega án flokkadrátta.

Bara það eitt hversu skiptar skoðanir eru á samningunum segir að þá eru þeir ekki nógu skýrir!

Dúa, 21.6.2009 kl. 15:43

17 identicon

Ég er mikið á móti Icesave-samningum af að ég tel málefnalegum ástæðum. En þar á ofan bætist að Jóhanna og ríkisstjórn hennar hafa misst traust vegna lélegrar framkomu í málinu.

Það þurfti að segja Jóhönnu og Steina að alþingismenn yrðu að sjá samninginn áður en þeir samþykktu hann. Það var eingöngu fyrir almenna hneykslan lýðsins að þessi samningur var gerður opinber.

Jóhanna og Steini fóru að öllum líkindum ósatt með mál (lugu) þegar þau sögðu viðsemjendur okkar krefjast leyndar. Þefurinn af smánarlegum undirlægjuhætti og aulaskap í þessum viðræðum var og er yfirþyrmandi og er ein aðalástæðan fyrir óánægju manna með samninginn, þó það sé ekki málefnanleg ástæða. 

Í kaupbæti læðist að manni sú hugsun að Jóhanna sé á krossferð með Ísland inn í efnahagsbandalagið og leiðin sé sú að (A) hlýða og gera vilja AGS, (B) semja um Icesave hverning sem er bara sem fyrst og (C) njóta síðan velvilja þeirra ráðamanna erlendis sem hafa agíterað fyrir þessari rás við inngöngu inn í efnahagsbandalagið að þjóðinni forspurðri. Mér skilst þó að engin þjóð fara inn í bandalagið nema fyrir tilstilli þjóðaratkvæðis og er það mikill léttir ef satt er. (Hefur Jóhanna kanski fengið undanþágu? Nei, andskotinn.)

Ég vil að ríkisstjórnin komi fram með sínum sérfræðingum og geri opinberlega grein fyrir þessum samningi með tækifærum fyrir almenning að spyrja spurninga. Þetta mál er allt of mikilvægt fyrir Jóhönnu að læða þessu með veggjum. Jóhanna er ekki rómverskur prókonsúll. Hún er ábyrg fyrir mér og þér sem vill gleymast í íslenska ráðherrasysteminu og er að fara með mín mál og þín en ekki sín eigin. Eins og með opinberun samningsins er gott og mikilvægt að minna ráðamenn á þessa staðreynd.

Það kann vel að vera að Magnús Helgi hafa réttan skiling á 16du grein en ég vil heyra það frá ríkisstjórninni og hennar sérfræðingum beint.  

Það kann vel að vera að greiðslur fari aldrei fram yfir 1% af landsframleiðslu eins og Magnús Helgi segir en ég vil heyra það frá ríkisstjórninni og hennar sérfræðingum beint. Mátti kannski setja það hámark í samninginn? Hvers vegna var það ekki gert?

Mig langar að vita hverning 5,5% var ákveðin og hversu langt niður Svavar Gestsson samdi hana niður fyrir hönd Íslands.

Ekki meira að sinni.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:59

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenskir fjármála sérfræðingar síðust 20 ára hafa sannað að mínu mati að Simpansar hefuðu ekki getað giskað betur. 

Falla á prófum er eitt. Klúðra málum í raunverleikanum er raunverulegt fall.

Dómgreind fræðinga er óhagganlegg staðreynd.  Það þarf líka að skipta um fræði og fræðinga í ljósi reynslunnar.

Sama fólkið sem hefur sannað óhæft til ákvörðunartöku síðust 20 ár látið halda áfram að móta skoðanir almennings.

Þetta eru of stór afglöp eða dómgreindarbrestir til þess að líta fram hjá þeim.  

General motors er fyrirtæki 283000 starfsmanna. Ísland telur um 173.000-

Það ætti að vera mjög auðvelt að stýra Íslandi efnhagslega rétt með hag allra Íslendinga að leiðarljósi og viðskipta vina.

Málið er að réttir einstaklingar [gæði en ekki fjöldi] fái starfsfrið og völd.

Eitt aðal einkennið hjá vanhæfum er að mikla hlutina fyrir sér. Hika er sama og tapa.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 17:54

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þorleifur, góð færsla hjá þér og margt í henni sem ég get tekið undir.

Það er þó einfaldlega bara þannig að það liggur EKKI fyrir hvort að okkur beri að greiða þetta eður ei.

Ef við hins vegar förum mórölsku leiðina og samþykkjum að greiða og standa þar með okkar plikt, sem ég get að mörgu leyti stutt, verðum við engu að síður að ná um það samningum sem við getum mögulega staðið við.

Það að ætla að eignir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi renni sjálfkrafa til greiðslu á þessum skuldbindingum og komi þar með til lækkunar á kröfunni á íslenska ríkið, er einfaldlega veruleiki sem er ekki í hendi. Það eru allar líkur á því að aðrar kröfur í eignirnar verði metnar jafnréttháar. Þá eru heldur ekki talin til þau kærumál sem vænta má að streymi hingað í framhaldinu á íslenska ríkið, frá öðrum skuldunautum vegna efnahagshrunsins hér.

Það er ljóst að þetta er ekki einfalt mál, og alls ekki ljóst hvert skal halda með það. Allar fullyrðingar stjórnarliða þar um eru verulega orðum auknar.

Baldvin Jónsson, 22.6.2009 kl. 00:08

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það liggur hreint fyrir að ég á ekki Landsbanka gamla. Það vissu þeir sem fjármögnuð hann. Ég vorkenni íslenskum almenningi en gefa skít í gíruga einkabanka Evrópu og íslensku "meintu" snillinganna hennar Jóhönnu sem endurlánuðu. 

Við öll sem berum ekki að borga þetta eigum meiri rétt til að kallast þjóð að mínu mati en þau sem eru í vafa eða þau sem eru fullviss: Jóhanna og félagar.

Júlíus Björnsson, 22.6.2009 kl. 01:57

21 identicon

Sæll Baddi

Það breytir ekki því að ef við erum ekki með þennan samning þá mun lánhæfismat ríkisins lækka, við fáum engin erlend lán og missum stöðu gagnvart vinaþjóðum okkar í Evrópu.

Mun betra er að gera samninga, fá yfirsýn og taka stöðumat. Ef svo kemur í ljós að við erum eki borgunarmenn skula okkar þá getum við hreinlega endursamið á þeim grundvelli. En það varð hreinlega að ná þessu Icesave máli af borðinu til þess að hægt væri að halda áfram.

Það eru engar góðar lausnir í stöðunni og margt í smáa letri þessa samnings sem ég er ekki ánægður með, en það breytir ekki því að yfirsýn og heildarmat er nauðsynlegt, samskipti við vinaþjóðir eru nauðsynleg, lánshæfi er nauðsynlegt og því er meiri ástæða en minni að skrifa undir þenann samning.

Fyrir nu utan það að það er hið rétta að gera.

Þorleifur

Thorleifur Orn Arnarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:55

22 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er sammála því Þorleifur, eins og ég hef áður sagt, að okkur ber að standa við þær skuldbindingar sem að við höfum skapað. Það er það rétta að gera.

Hér er hins vegar ekki skýrt dæmi um slíkt.

Þá er heldur ekki réttlætanlegt að semja yfir þjóðina afsal sjálfstæðis einungis til þess að reyna að tryggja að við eigum einhverja vini í nágrannalöndunum.

Ég myndi samþykkja persónulega samning sem væri með eftirfarandi breytingum:

1. Það er í höndum íslensku þjóðarinnar að endurmeta hvort að við getum staðið við skuldbindingar samningsins samkvæmt endurskoðunarákvæðinu.
Það er algerlega fáheyrt að ætla að treysta AGS fyrir því, stofnun sem hefur hvergi sýnt aðra tilburði en þá að vilja söðla undir stóru fyrirtækjasamsteypur heimsins, auðlindir þjóða.

2. Að vextir verði viðráðanlegir og eðlilegir miðað við eðli samnings. Þær útskýringar að ekki sé hægt að bjóða okkur betur vegna bágs lánshæfismats ríkisins, eru afar þunnar útskýringar. Það er hægt að færa afar sterk rök fyrir því að það sé að stórum hluta sök Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna á okkur.

3. Að endurgreiðslutíminn verði lengdur enn frekar (þó eina ákvæðið sem ég myndi mögulega sætta mig við að horfa fram hjá ef liður 2 nær í gegn).

Það er gríðarleg einföldun hjá þér að fullyrða "að við getum einfaldlega endursamið á þeim grundvelli". Hvers vegna er það þá ekki hægt í dag?

Baldvin Jónsson, 22.6.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband