MÓTMÆLIN VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ HALDA ÁFRAM Á MORGUN FRÁ KLUKKAN 15:00

Nú ríður á að sýna þeim þingmönnum, sem í hjarta sínu vita að þetta mál er argasta ranglæti, samstöðu og mæta á Austurvöll og láta þá vita af því að við stöndum með þeim.

Okkar helsta von eru þeir fjölmörgu þingmenn VG sem að hafa þegar talað gegn þessu, það er okkar að styðja þá og aðra til þess að fylgja sannfæringu sinni í málinu.

Því miður verð ég að vera á fjöllum á morgun og kemst því ekki fyrr en mjög seint í bæinn. Ertu ekki til í að standa vaktina fyrir mig, börnin þín og þjóðina á meðan?


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skal mæta!  Eins og venjulega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.6.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

  Jóna Kolbrún sér um sína

Baldvin Jónsson, 9.6.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

jú baddi ég skal standa fyrir Þínu

Hinrik Þór Svavarsson, 9.6.2009 kl. 00:54

4 identicon

Ég skal mæta og hrópa tvöfalt hærra fyrir þig.

Það var mér mikil ánægja í dag að hitta ákv. þingmenn VG í dag sem töluðu einmitt um að

ÞESSI MÓTMÆLI ERU NÁKVÆMLEGA SÁ STUÐNINGUR SEM RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS ÞARF Á AÐ HALDA SVO HÚN GETI SAGT NEI VIÐ ÞESSUM NAUÐARSAMNINGUM.

Það hefur aldrei nein ríkisstjórn í neinum "minni" löndum geta staðið upp í hárinu á Alheimsauðvaldinu nema þegar almenningur stendur upp og ver sitt land, svona svipað og gerðist í Argentínu.

Íslendingar, mætum öll á morgun. Sýnum umheiminum að við látum ekki kúga okkur. Verum hugrökk

Björg F (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:41

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég mæti.

Fyrr skal ég dauður liggja en að börnin okkar verði gerð að greiðendum og ábyrgðarmönnum fyrir bankasvindlarana þrjátíu.

Baldvin Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband