Skjálftaspark í vesturbæ Reykjavíkur - góður undirbúningur fyrir leiðsögn um Reykjanesið á morgun :)

Já, það er alltaf svolítið spennandi og jafnframt ógnvekjandi að finna svo skýrt fyrir jarðskjálfta. Við Íslendingar teljum okkur gjarnan vera orðin ansi sjóuð þegar kemur að náttúruhamförum, en þetta er nú samt bara eitthvað sem að maður venst aldrei fyllilega. Skjálfti yfir 4,5 á Richter á Reykjanesinu eða á Hengilssvæðinu er yfirleitt nógu kröftugur til að ná vel athygli manns hérna í vesturbæ Reykjavíkur.

Verður samt gaman hjá mér á morgun að leiðsegja nokkrum erlendum ferðamönnum um Reykjanesið. Var með sama hóp á ferðinni fyrir þremur dögum síðan um Suðurlandið og austur að Vík þar sem ég sagði þeim meðal annars frá skjálftanum síðasta vor og svo skjálftunum í júní 2000. Var þó stórkallalegur og sagði þeim að landinn væri almennt orðinn svo vanur smá jarðhræringum að við skiptum varla orðið um umræðu efni þegar riðu yfir skjálftar, ekki fyrr en um og yfir 5 á Richter að minnsta kosti Whistling

Verður gaman hjá mér á morgun - fólkið hefur vonandi tekið vel eftir skjálftanum í kvöld.


mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég missti af skjálftanum, ég var í vinnunni minni á barnum á Laugaveginum í kvöld og ég fann ekkert.  Því miður, þar sem ég er með skjálftafóbíu á háu stigi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2009 kl. 03:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kreppa eða ekki. Móður náttúru stendur á sama.

Arinbjörn Kúld, 30.5.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég fann skjalftann

Brjánn Guðjónsson, 30.5.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Spurning hvort landið er að brjóta af sér svefnþungann og - dofan áður en það rís upp og mótmælir meðferðinni sem þjóð hennar þarf að þola af fjármálavaldinu og sendiherrum þess

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.5.2009 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband