Að strita fyrir AGS? - Datt í hug að horfa á þessa títt umræddu Zeitgeist mynd loksins

Erum við að strita fyrir Ísland eða fyrir AGS og monopoly heimsins?

Verður hver að dæma fyrir sig að sjálfsögðu, persónulega er ég að strita fyrst og fremst til þess að komast af en tel nokkuð ljóst að margfalt betri efnahagsstjórn en hér ríkir og hefur ríkt, myndi án vafa skila mér meiri árangri af eigin striti.

Hvað um það, skelli Zeitgeist myndinni hérna inn til þess að hafa fljótlegan aðgang að henni sjálfur síðar.

 


mbl.is Íslendingar strita mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og Íslendingar haldi að ASG hafi þröngvað lánum upp á okkur til ða ná tangarhaldi á sál saklausrar þjóðar. Staðreyndin er sú að við neyddumst til að sækja um lán til að bjarga okkur vegna eigin sukks -- og kannski sukkuðu sumir meira en aðrir  Hættum því að kennað AGS um vandræðig okkar. Hættum þessu væli og reynum frekar að vinna okkur út úr þeim vandræðum sem við komum okkur út í sjálf. Það mun hvort eð er enginn vorkenna okkur nema við sjálf!

GH (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fyrir mér snýst málið einmitt um það, að hætta að væla og bjarga okkur sjálf GH.

Að losa okkur undan stjórn AGS er mjög skýrt dæmi um slíka sjálfsbjargarviðleitni. Ráðamenn sóttu um lán hjá þeim án vafa í mikilli vanþekkingu eða skilningsleysi, nema hvort tveggja sé.

Hluti af því að læra af mistökum er að leiðrétta þau.

Baldvin Jónsson, 30.5.2009 kl. 08:44

3 identicon

Ég vil taka undir með GH.

Margir gagnrýna AGS harðlega og telja það hafa verið misráðið að fá lán hjá honum. En enginn af þessum gagnrýnendum hefur hingað til getað svarað mér því hvaða aðrir möguleikar voru í stöðunni.

Var ekki landið komið í gjaldþrot? Blasti ekki við að allur innflutningur myndi stöðvast vegna gjaldeyrisskorts með stöðvun atvinnulífsins og algjörum skorti á nauðsynjavöru?

Voru til aðrir aðilar sem vildu lána okkur þá upphæð sem við þurftum á að halda og þá hverjir?

Þessum atriðum finnst mér að menn þurfi að svara áður en þeir fara vítt um ritvöllinn í gagnrýni sinni.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jón Bragi, aðrir kostir í stöðunni voru a.m.k. tveir.

Finnska leiðin sem fólst í að taka ekki lán og taka "þynnkuna" út hraðar fyrir vikið og hin leiðin var að fá lánað hjá nágrönnum okkar, en þeir vildu ekki lána okkur meðan að sama stjórn var við völd og kom okkur á vonarvöl. Eðlilega.

Baldvin Jónsson, 30.5.2009 kl. 17:12

5 identicon

Takk fyrir svarið Baldvin.

Jú það má vera að þetta hefði verið skárri kostur. Ég er einginn aðdáandi AGS og ekki fyrri stjórnar heldur.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband