VANHÆF RÍKISSTJÓRN!!! - Verðtrygginguna verður að afnema í einum grænum

Það er alveg ljóst og kristaltært að lítil sem engin aðstoð muni bjóðast landanum fyrr en verðtryggingarómyndin verður aflögð. Hún er daglega að ræna þjóðina meiru og slær í raun á hverjum degi nýtt Íslandsmet í því að vera stærsti þjófnaður sem hér hefur orðið.

Ríkisstjórnin leggur til lausnir sem valda samfélaginu skaða - eru það lausnirnar sem okkur var lofað?

Þetta frumvarp er verulega vanhugsað og mátti vera öllum ljóst að slíkar skattahækkanir ofan í verðtryggða vísitölu myndu hafa gríðarleg keðjuverkandi áhrif. Já, þeim var þetta svo ljóst að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði meira að segja sérstaklega orð á því að þetta hefði gerst alveg eins síðast. Eða eins og hann sagði orðrétt: " Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft."

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hittu fulltrúa AGS á fundi sem fram fór á Hótel Borg og verður því miður að segjast að ótti okkar við AGS og aðkomu þeirra að rekstri ríkismála á Íslandi er síst minni eftir þann fund. AGS kvartar yfir því að hægt gangi og íslenska ríkisstjórnin stekkur til í einhverjum asa og ráðaleysi og leggur fram þetta frumvarp um gríðarlegan gróða til handa fjármagnseigendum  - nei fyrirgefiði, þetta á auðvitað að vera landanum til bóta.

Vegna verðtryggingarinnar munu þessar hækkanir hækka skuldir ríkissjóðs - merkileg hringrás þar á ferð.

Verðtrygginguna verðum við að afnema STRAX!


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Við höfum nú þegar valkost við verðtryggingu, hægt er að taka óverðtryggð lán flestum bönkum.

Vextir á þeim lánum eru miklu hærri heldur en vextirnir á verðtryggðu lánunum.

Vandamálið er ekki verðtryggingin heldur verðbólgan og hugsanlega útreikning neysluvísitölu.

Matthías Ásgeirsson, 29.5.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Verðtryggingin er vandamál meðal annars vegna útreiknings vísitölunnar. Það er þessi hringrás sem að skapar vandann og margfeldisáhrifin.

En hvernig lítur verðtrygging út án neysluvísitölunnar? Er það þá ekki orðinn ansi þunnur þrettándi og eins gott að leggja hana bara alveg af?

Verðtryggingin eins og hún kemur fyrir á Íslandi er aðeins notuð í löndum þar sem efnahagsstjórn er afar slök og langvarandi óstöðugleiki er viðvarandi. Er það sá árangur og efnahagsstöðugleiki sem að Davíð nokkrum var svo tíðrætt um?

Baldvin Jónsson, 29.5.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Ómar Ingi

Já hvar er skítapakkið núna með pottana og pönnurnar ?

Ómar Ingi, 29.5.2009 kl. 18:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já hvar er fólkið með pottana og pönnurnar ?  er mæting á Austurvelli á morgun kl 15 ?

Óskar Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 18:55

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ómar, vertu velkominn í hópinn. Það má svo sannarlega segja að við séum skítapakk, þ.e.a.s. í þeim skilningi að einhverjir verða augljóslega að moka út skítnum. Ertu með í verkið?

Óskar, byltingin brýst án nokkurs vafa út í haust þegar að grillaraþjóðin þarf að snúa sér aftur að hversdagsleikanum. Núna virðist frekar sem fólk almennt sé bara endanlega orðið firrt kaupandi fellihýsi og hjólhýsi hægri vinstri til þess að ferðast "ódýrt" innanlands.

Baldvin Jónsson, 29.5.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En hvernig lítur verðtrygging út án neysluvísitölunnar? Er það þá ekki orðinn ansi þunnur þrettándi og eins gott að leggja hana bara alveg af?

Að sjálfsögðu þarf neysluvísitölu til að hafa verðtryggingu, en það má vel endurskoða hvernig sú vísitala er reiknuð.  Miðað við síðustu tölur er ýmislegt a.t.h. við það hvernig húsnæðisverði er tekið inn í hana, svo dæmi sé tekið.

Verðtryggingin eins og hún kemur fyrir á Íslandi er aðeins notuð í löndum þar sem efnahagsstjórn er afar slök og langvarandi óstöðugleiki er viðvarandi.

Akkúrat, verðbólgan er vandamálið.  Eins og Guðmundur Ólafsson nefnir í viðtalinu sem er í bloggfærslunni sem ég vísaði á í fyrri athugasemd hafa önnur lönd þó önnur tæki til að koma í veg fyrir að verðbólga (þó lítil sé) brenni upp sparnað.  Eins og hann segir:

Erlendis er þetta gjarnan þannig að verðleiðréttingin er bara reiknuð inn í vextina og heitir venjulega verðbótaþáttur vaxta og þannig var þetta hjá okkur.

...

Er það sá árangur og efnahagsstöðugleiki sem að Davíð nokkrum var svo tíðrætt um? 

Hvað kemur það málinu við?

Matthías Ásgeirsson, 29.5.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Fylgni milli verðtryggingar og verðbólgu

,,S. Fischer (1981) skoðaði gögn um verðtryggingu í mörgum löndum
og tengsl hennar við verðbólgu með aðfallsgreiningu. Niðurstaða
hans var að engin fylgni sé á milli verðbólgu og verðtryggingar launa,
skatta, tryggingabóta eða fjárfestingar. Hins vegar fann hann fylgni milli
verðbólgu og verðtryggingar skuldabréfa. Þessi niðurstaða Fischers sýnir
að verðbólga er að jafnaði meiri í þeim löndum þar sem er verðtrygging
skuldabréfa.”

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6809


Þórður Björn Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 23:07

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Afsakið risastafina... það var alveg óvart ;)

Þórður Björn Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

athyglisvert Þórður

Óskar Þorkelsson, 30.5.2009 kl. 00:47

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okkur virðast allar bjargir bannaðar. Engu líkara en að við EIGUM að fara til andskotans og ömmu hans.

Arinbjörn Kúld, 30.5.2009 kl. 12:42

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þórður, er ekki rétt að segja að þar sem verðbólga er að jafnaði meira hafa menn brugðið á það ráð að verðtryggja skuldabréf?

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband