Það einfaldlega verður að græða hér samfélagssáttmálann - án uppgjörs við fortíðina mun ekki verða komið hér á sátt

Jóhanna og Steingrímur sýna það og sanna ítrekað þessa dagana að þau búa í vernduðu umhverfi þar sem þau eru ekki í minnsta sambandi við fólkið í landinu og það í hvaða stöðu fólk mjög gjarnan er.

Ég er búinn að heyra tugi saga síðustu dagana af til dæmis samskiptum fólks við bankana, þar sem viðhorfið almennt er á þann veg að fólkið ætti nú bara að vera innilega þakklátt fyrir að fá að skulda þeim. Vinkona mín fór fram á frystingu á láni sem hún er með, bankinn tók vel í það, en fljótlega tók hún eftir því að bankinn var búinn að loka á hana einu greiðslukortinu hennar og nota peninga sem að hún átti á reikningi til þess að greiða skuld á öðrum reikningi. Þetta fannst henni brot á rétti sínum, þar sem bankinn framkvæmdi þetta án samráðs við hana. Þegar að hún fór í bankann til þess að athuga hvernig á þessu stæði, var henni sagt að þetta hefði hún samþykkt í smáa letrinu við frystingu lánsins. Það er að bankinn hefði rétt til mikilla inngripa í fjármálin hennar.

Henni gramdist þetta mjög og það að þetta hefði ekki verið kynnt almennilega fyrir henni þegar að hún var að ganga frá frystingu á láninu.

Viðbrögð bankans? Jú, henni var bent á að það væri bara best fyrir hana að fara bara niður í bæ og mótmæla þessu þar.

Mér finnast það góðar fréttir að nú sé verið að rannsaka Ólaf Ólafsson og það gefur mér von um að mögulega sé verið að skoða fleiri aðila og löggerninga á þeirra vegum undanfarna mánuði og ár.

Stjórnvöld einfaldlega verða og skulda okkur það að gert verði upp við fortíðina. Að þeir sem af sér brutu þurfði að sæta fyrir það refsingu og bæta fyrir brot sín. Án uppgjörs við fortíðina verður engin sátt í samfélaginu.

Án samfélagssáttmála er í raun ekkert sem heitir samfélag - aðeins upplausn.


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Heitir þetta ekki frelsisskerðing hjá vinkonu þinn og er ólöglegt? Aðgerðir sérstaks saksóknara í dag gefa smá von og það var löngu komin tími til.

Arinbjörn Kúld, 23.5.2009 kl. 01:55

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

,,Viðbrögð bankans? Jú, henni var bent á að það væri bara best fyrir hana að fara bara niður í bæ og mótmæla þessu þar."

Ertu ekki að grínast?

Þórður Björn Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Því miður Þórður, ekkert grín.

Þjónustufulltrúinn var líklega með þessu að reyna að sýna "samhyggð".  Skrítinn veröld og laus við lausnir þessi bankaheimur.

Svo virðist Arinbjörn sem að hún hafi samþykkt þetta óafvitandi við undirskrift einhverra pappíra vegna frystingarinnar. Hún hefði að sjálfsögðu átt að kynna sér þá betur, en persónulega finnst mér þó að atvinnufólkið í bankanum eigi að leggja mikið á sig við að kynna slíka gjörninga ítarlega fyrir kúnnanum sem er leikmaður í þessum samskiptum.

Baldvin Jónsson, 23.5.2009 kl. 02:01

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þetta ógeðfelld ráðstöfun hjá bankanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:23

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir með Jónu, frekar ógeðfelt og auðvitað á bankinn og honum ber skylda til að kynna slíka frelsisskerðingu fyrir hverjum og einum.

Arinbjörn Kúld, 23.5.2009 kl. 05:01

6 Smámynd: Sigurjón

Sæll Baddi.

Ef þessi gjörningur bankans er ekki ólöglegur, er hann alla vega gjörsamlega siðlaus...

Sigurjón, 23.5.2009 kl. 07:18

7 Smámynd: Sigurjón

...og hún á heimtingu á leiðréttingu!

Sigurjón, 23.5.2009 kl. 07:18

8 Smámynd: AK-72

Má ég giska, Landsbankinn?

AK-72, 23.5.2009 kl. 11:13

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ótrúleg saga af bankanum!

Tek annars undir allt sem þú segir hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2009 kl. 11:30

10 identicon

Nafni.

Þetta er frábært dæmi hjá akkúrat á þeim tíma sem maður hefði haldið að bæði stjórnvöld og bankakerfið væru að koma sér saman um einhverja haldbæra og góða lausn til hjálpar þeim, sem um sárt eiga að binda í kjölfar hrunsins. En það virðist ekkert vera að gerast og eins og segir einhversstaðar "Bylttingin étur börnin sín" virðist alltaf vera koma betur og betur í ljós.

Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvað flokkurinn heitir eða hvaðan fólkið kemur, heldur að það verði farið að framkvæma eitthvað af því sem það hefur verið að blása út í fjölmiðlum.

Ögmundur Jónasson er sjálfsagt búinn að gleyma Sigtúnshópnum á sínum tíma, þá var Albert heitinn Guðmundsson ráðherra og hann framkvæmdi. Hvort sú framkvæmd var rétt eða röng læt ég liggja milli hluta en maðurinn sýndi lit og skilning. Það virðist ansi mikið vanta uppá það í dag hjá þessu fólki sem situr bæði í stjórn og á þingi.

Þessvegna er bara endurtekning á búsáhaldabyltingunni óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa en það verður bara ekki af því, því nú eru þeir við völd sem skipulögðu þá byltingu og vilja fyrir alla muni sitja einir að kjötkötlunum.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:55

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bankarnir eru að taka upp gamlar aðferðir undir nýju nafni.  Nafnið er það eina sem breytist.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2009 kl. 14:14

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að þessi kona eigi að hafa tafarlaust samband við talsmann neytenda, ráðherra bankamála og leita sér álits hjá lögfræðingi. Þarna er greinilega verið að fara offari í hennar viðskiptabanka og það ber að sjálfsögðu að leiðrétta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.5.2009 kl. 17:45

13 identicon

Mikilvægasta verkefni stjórnvalda nú er að efla tiltrú almennings á opinbera aðila. Stjórnvöld verða að koma með trúverðugar aðgerðir nú því hér stefnir í fullkomið upplausnarástand í samfélaginu innan fárra mánaða. Vonandi hefur nýja ríkisstjórnin getu og fókus til nauðsynlegra aðgerða.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 20:09

14 Smámynd: Hlédís

Vonandi fer þessi jafnaðarmanna-stjórn OKKAR að hlusta á OKKUR!?

Hlédís, 27.5.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband