David Villa til Liverpool?

Það væri alvöru biti fyrir mína menn, biti sem mig hefur dreymt um síðan í Evrópukeppninni. Biti sem samt verður að teljast ólíklegt að náist yfir þar sem að hann gaf það mjög skýrt út eftir Evrópukeppnina að hann vildi alltaf spila á Spáni og hvergi annarsstaðar. En mikið svakalega sem hann og Torres virkuðu saman í spænska landsliðinu.

En hvað er þetta með að vera alltaf að hóta að selja Alonso? Hann er búinn að spila þvílíkt flottan bolta með Liverpool í vetur og fyllir hressilega skarð fyrir skildi. Ætli sé eitthvað á milli hans og Benitez sem fer ekki í fjölmiðla?

Það hlýtur eiginlega að vera, liðið ætti að vera að berjast fyrir því að halda honum áfram.


mbl.is Benítez hyggst setja eyðslumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já takk

Ómar Ingi, 20.5.2009 kl. 20:05

2 identicon

Ljúft er að láta sér dreyma...

Saebjorn Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:34

3 identicon

Innilega sammála þér Baldvin.

Ég skil ekki í þessum vangaveltum að selja Alonso, sem var einn af okkar bestu mönnum í vetur.

Sigurður Sverrisson (Zmago) (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

David Villa er óskhggja tel ég.. en góð óskhyggja samt :)

Tevez er að koma.. og Alonso má fara því Gulli Vikki er mættur til að taka stöðu hans í liðinu... 

Óskar Þorkelsson, 20.5.2009 kl. 21:33

5 identicon

ég var á Anfield núna fyrir tveimur vikum á leik og heimamenn ræddu mikið að Alonso og fjölskylda vildu fara til Spánar og hann á bara eitt ár eftir og ef það á að ná góðu verði þá verði að selja hann núna í sumar. Ekki óskastaða en engu að síður staðreynd. Ég heyrði reyndar að David Silva væri að koma ásamt Villa.

Frelsisson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband