Boða samdrátt í ríkisrekstri - staðreyndin er hins vegar að virðist að ríkisútgjöld munu aukast samkvæmt áætluðum útgöldum þetta árið

Já, það getur eðlilega stundum verið erfitt að skilja þessa tík sem kennir sig við pólitík.

Við lesum um það stöðugar fréttir að mikið verði að spara og draga saman til þess að fylla upp í fjárlagagatið, sem er nú okkar að virðist í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er metið á 150-170 Ma.kr.

Þegar rýnt er í útgjalda áætlun ríkissjóðs fyrir þetta ár má hins vegar sjá, að í stað samdráttar, er gert ráð fyrir aukningu frumútgjalda ríkisins um 34 Ma.kr. á árinu. Samdráttur?

Undir "styrkri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokks jukust ríkisútgjöldin um rúmlega 50% á 12 ára tímabili. Nú virðist sem ný ríkisstjórn muni bæta enn í og auka hluta ríkisins í VLF upp í 38,4%, eins og segir í fréttinni.

Þetta er eiginlega alger brandari bara, þó að hann sé því miður ekki einu sinni fyndinn. Þegar að maður les í gegnum þessa frétt sér maður að:

A: Auka eigi tekjur með þrepaskiptu skattkerfi (áætlaðar tekjur hafa verið nefndar 2-4 Ma. kr.) en að samt sé ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ríkisins muni aukast. (Samdrátturinn útskýrir það).

B: Að draga eigi úr útgjöldum með hagræðingu (aukning útgjalda um 34 Ma.kr. hér að ofan??) en samt ekki segja upp einum einasta ríkisstarfsmanni.

Ég spyr bara eins og einfeldningur, hvernig á að hagræða og draga saman ef hvergi má skera niður í rekstri ríkisins??

Svarið við spurningunni fyrir mér er augljóst, en Jóhanna og Steingrímur hafa ekki viljað sjá þann einfalda sannleik hingað til. Það þarf einfaldlega að bæta hressilega stöðu heimilanna, auka þar með neyslu og koma atvinnulífinu af stað. Það er eina leiðin til þess að hér verði aftur komið í gang kröftugri verðmætasköpun á næstu árum.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lest samkomulag stjórnvalda, Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sérðu í lið 13 að sjálfvirk sveiflujöfnun ríkisfjármála á að virka til fulls ár árinu 2009, þ.e. ríkið mun taka á sig þau útgjöld sem verða vegna aukins atvinnuleysis og aukinna velferðarbóta þrátt fyrir verulegan tekjusamdrátt. Þetta er til að taka höggið.

Strax á næsta ári verður svo að byrja að draga saman af því skuldasöfnunin má hreinlega ekki halda áfram á óbreyttum hraða. Náist öll  markmið AGS áætlunarinnar mun skuldasöfnunin ekki alveg stöðvast á næstu tveimur árum en verulega hægir á henni. Þess vegna er það nauðsyn, okkar sjálfra vegna en ekki AGS, að framfylgja því aðhaldi sem gert er ráð fyrir.

Arnar (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott Arnar að það eigi að bjarga þjóðarbúinu með stöðugleikasáttmálum og sjálfvirkri sveiflujöfnun ríkisfjármála. Ég finn hvernig öryggistilfinningin hríslast um mig alla þegar ég sé þetta ágæta framtak ríkisstjórnarinnar gegn hreðjartaki AGS.

Baldvin ég þakka þér þennan ágæta pistil og verðugar spurningar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Liberal

Hér á landi ætlar Ógnarstjórnin að útrýma millistéttinni með linnulausum skattahækkunum (ekki til að auka tekjur ríkisins heldur til að útrýma þeim aðilum sem voga sér að eiga nokkra þúsundkalla umfram í hverjum mánuði).

Hér á landi ætlar Ógnarstjórnin að koma upp alræði örgeiganna; taka frá þeim sem eiga og færa til þeirra sem ekki eiga og drepa þannig niður allan hvata fyrir fólk að vera duglegt og iðið.

Hér á landi búa 320þ manns, og mögulega má segja að um 10þ manns séu sá hópur sem Jóhanna vill allt fyrir gera, blanda af fólki sem þarf sannanlega aðstoð og þeim sem eru afætur og sníkjudýr.  

Jóhanna og co. vilja murka líftóruna úr 97% landsmanna til að tryggja að hin 3% geti veitt sér allt sem hugurinn girnist.

Til þess skal hækka skatta á þessi 97% - í raun sjá til þess að þessi allir hafi það jafnt, hvort sem þeir vinna eða ekki.

Ógnarstjórnin ætlar að fjölga stórkostlega í þeim hópi sem sér engan tilgang í að mennta sig eða framleiða verðmæti.  

Ógnarstjórnin ætlar að tryggja að fólk hafi engan hvata til að sýna dugnað, því bannað verður að njóta ávaxta eigin vinnu - í raun vill Ógnarstjórnin að það skipti engu máli hvort fólk sé duglegt eða ekki - hinir lötu munu fá allt upp í hendurnar og hinir iðnu munu verða sviptir afrakstri sínum.

Ógnarstjórnin mun, á aðeins örfáum mánuðum, leggja hagkerfið hérna í rúst með sadískum tilraunum til að búa hér til Kúbu norðursins.  Fullkomið skilningsleysi á hvernig hagkerfi virka, blandað með patólógísku hatri á millistéttinni, er akkúrat sá kokkteill sem þurfti til að breyta Íslandi í stærsta iðjuleysingjabú í sólkerfinu.

Takk, Samfylking.

Liberal, 11.5.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Liberal, ég held að þetta sé nú heldur röng túlkun hjá þér.

Einmitt þvert á það sem að ég tel að þyrfti að gera, að leiðrétta stöðu verðtryggðra og gengistryggðra lána á Íslandi, að þá ætlar þessi ríkisstjórn ekki að fara þá leiðina

það þýðir að efnahagshrunið mun einmitt lenda á skuldurum að fullum þunga,  þar sem þeir eru þolendur en ekki gerendur. Það þýðir algert rof samfélagssáttmálans og almennt upplausnar ástand í samfélaginu fljótlega.

Spennandi?

Baldvin Jónsson, 11.5.2009 kl. 16:07

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að það yrði alger hörmung ef farið yrði í að ná hallalausum fjárlögum fyrir árið 2013. Það er algerlega ógerlegt í okkar efnahagslega raunveruleika og engin stjórn á vesturlöndum ætlar sér þetta þrátt fyrir að kreppan sé þar mun vægari. Þjóðirnar sem eru lánadrottnar ætla sér að nota peningaprenntun en ætla okkur skuldurunum að herða sultarólarnar. Að reyna þetta mun kosta hundruðir manna lífið, valda samfélagshruni og siðrofi.

Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband