"Skemmtileg" tilviljun í framhaldi af niðurstöðu SÍ um ófærar leiðir til leiðréttingar
7.5.2009 | 11:59
Ég bloggaði um það mál hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/871648
Í örstuttu máli sem sagt er starfshópur Seðlabankans þar sem sagt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé þjóðhagslega óhagkvæmt að færa niður lán heimilanna vegna þess hve mikils virði húsnæðið okkar er í dag.
Það fannst mér of hátt mat hjá þeim - nú nokkrum dögum síðar birta þeir síðan upplýsingar um spá þar sem gert er ráð fyrir 46% lækkun húsnæðisverðs.
Ég spyr, tala deildir Seðlabankans ekkert saman?
46% raunlækkun fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 358731
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Baldvin, minnisblaðið sem þú vísar til í fyrri bloggfærslu þinni er dagsett 27. mars 2009 og byggir á bráðabirgðaniðurstöðu úrvinnslu tiltekinna gagna. Ég sé hins vegar hvergi í því skjali vísað til þess að niðurfærslan sé óhagkvæm "vegna þess hve mikils virði húsnæðið okkar er í dag."
Ég sé ekki betur en að rökin séu einmitt að það sé þjóðhagslega óhagkvæmt að fara í slíkar aðgerðir vegna þess að fjárhagsstaða hins opinbera leyfi ekki svo mikla tilfærslu skulda (minnisblað SÍ, bls. 2) yfir á hið opinbera (brúttó kostnaður við niðurfærsluna væri 250ma ef farin væri 20% niðurfellingarleiðin en 320ma ef farin væri 4m.kr leið Lilju Mósesd).
Eins verður að gera greinarmun á raunlækkun og nafnverðslækkun fasteigna. Ég geri ráð fyrir því að stýrihópurinn sem er að störfum fyrir Seðlabankann við greiningu á eignum og skuldum íslenskra heimila, miði fasteignverðið við faseignamat eignanna, sem undanfarin ár hefur verið töluvert lægra en markaðsverðið, þannig að þarf ekki að lækka fasteignamat eigna um 46% til að endursepgla rét raunvirði eignanna.
Elfur Logadóttir, 7.5.2009 kl. 12:25
Þú spurðir um "réttlæti" í síðasta pistli, Baldvin. Að mínu áliti snýst málið ekki - úr því sem komið er - um réttlæti fyrst og fremst. Málið snýst um að forða þjóðinni frá því að þúsundir heimila fari í gjaldþrot til viðbótar þeim skaða sem hún hefur þegar orðið fyrir. Málið snýst ekki um að bæða öllum skaðann jafnt. Að því leyti hefur óréttlætið náð fram að ganga og verður ekki leiðrétt.
Þeir sem geta auðveldlega borgað verða að borga (eru það þeir sömu að einhverju marki sem fengu bankainneignir sínar tryggðar upp í topp?). Huga þarf að hinum, þeim sem stefna í gjaldþrot.
Rómverji (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:26
Elfur, túlkun mín er sú að niðurstaða skýrslunnar taki afar stórt mið af verði fasteignarmarkaðarins þar sem þeir tóku ekki tillit til hríðlækkandi verðs.
Niðurstöður skýrslunnar byggja á því að það sé of dýrt að fara í þessar aðgerðir - það er mikið rétt. Sé hins vegar rétt metið fasteignaverð á Íslandi og þar með sá stóraukni fjöldi fjölskyldna sem eru á leiðinni í þrot verði ekkert að gert, að þá hefði niðurstaðan skýrslunnar verið allt önnur. Með það í huga eru allar líkur á því að mun ódýrara sé fyrir samfélagið að gefa þennan afslátt núna, í stað þess að þurfa að standa undir kostnaðinum af gjaldþrotahrinunni sem annars fylgir.
Baldvin Jónsson, 7.5.2009 kl. 13:02
Baldvin, í þessu svari þínu til Elfar virðist sem þú sért að leggja neikvæða eiginfjárstöðu í húsnæði að jöfnu við gjaldþrot. Það er einfaldlega ekki rétt því á meðan fólk ræður við afborganir og getur búið áfram í húsi sínu er það ekki gjaldþrota og tímabundin neikvæð eiginfjárstaða er þá jafn mikil pappírsstærð og ofsagróðinn af því að hafa keypt rétt eignaverðsbóluna var hjá þeim sem ekki seldu þegar verðið var í hámarki. Meginmálið er að fólk lendi ekki í því að tapa íbúðarhúsnæði sínu og neyðast þannig til að "innleysa" tapið af neikvæðri eiginfjárstöðu.
Arnar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:57
Arnar, þú ert sennilega ríkisstarfsmaður og flokksbundinn í ríkisstjórnarflokkunum. Það sem þú ert að skrifa hér, þegar þú þykist vera að setja ofaní við Baldvin er ekkert annað yfirborðskennd endursögn á bullinu í Gylfa, Jóhönnu og Co. Þú hefur einfaldlega ekki hugsað málið enda sér maður á orðfærinu "pappírstærð og ofsagróði" voðalega djúpt allt saman.
Maður þarf ekki að vera hagfræðingur til að átta sig á því að 46% raunlækkun á húsnæði ÞÝÐIR gjaldþrot fyrir ansi marga. Athugaðu það að flestir eru með fleiri fjárskuldbindingar en íbúðalán, t.d. námslán, bíla, sumarhús, fellihýsi margir hafa staðið í einhverskonar rekstri sem ekki hefur gengið upp en eru ekki gjaldþrota og svo má lengi telja.
Hinir sem neyðast ekki til að, eins og þú orðar það "innleysa tapið" verða í rauninni fyrir stórfelldri eignaupptöku, eða köllum það stór auknum kostnaði og gríðarlegri verðmætarýrnun ef þú vilt það frekar.
Hvað heldur þú að gerist ef þú missir vinnunna (varst kannski með 90% lán á eign þinni) þú ert mögulega með bílalán og getur ekki selt bílinn því enginn á pening, svo til að bæta gráu ofan á svart hefur íbúðin þín lækkað um 10 milljónir í verði og þú getur ekki veðsett hana meira getur ekki selt hana því þú ert í mínus. Á sama tíma hækka lánin þín, bæði höfuðstóll og afborganir.
Segjum nú sem svo að atvinnuleysisbæturnar dugi þér ekki til að borga af lánunum hvað er þá í boði?
Þetta eru helstu leiðirnar:
1. Lengja í hengingarólinni með frestun afborganna og á meðan getum við fylgst með höfuðstólnum hækka og hækka
2. Fara í greiðsluaðlögun eftir íhlutan dómara og fá skipaðan tilsjónarmann í nokkur ár (sem hlýtur að vera afar niðurlægjandi fyrir fólk sem hefur ekki annað til saka unnið en að missa vinnu) Svo er víst undir hælin lagt hvað tekur við eftir það.
3 Gjaldþrot
Og RÓMVERJI hvað ert þú að tala um hér?
Ef við ætlum að tala um réttlæti þá snýst það um að hygla ekki sparifjáreigendum þ.e.a.s þeirra sem þú segir að geti og eigi að borga á kostnað skuldara.
Hvert var mögulegt tjón sparifjáreigenda við bankahrunið? jú að innistæðurnar hefðu glatast. Það var tryggt.
Hvert er tjón skuldarans? að lánin hækki uppúr öllu valdi vegna bankahrunsins, hvernig getum við komið í veg fyrir tjón hans og tryggt honu réttlæti? Færa vísitölu og höfuðstól á sama stað og fyrir hrun og ofteknir vextir og verðbætur þessarra mánaða eftir hrun fari annaðhvort á biðreikning eða til að greiða niður lánið.
Sævar Finnbogason, 7.5.2009 kl. 19:02
Sævar,
það er rétt hjá Arnari að það breytir nákvæmlega engu fyrir þá sem ekki ætla/þurfa að selja húsið sitt alveg strax að verðmatið lækki um 46%. Jú, það reyndar breytir því að fasteignagjöld munu lækka, þannig að fólk mun spara.
46% raunverðlækkun þýðir að við erum komin með svipað raunverð og ca. 2004 á að giska. Sem sagt, allir sem keyptu húsnæði sitt fyrir 2004 eru þá bara komnir með fæturnar "á jörðina" aftur, ef svo má að orði komast,búin að missa óeðlilegan "verðhækkunargróða".
Raunverðlækkun er sérstaklega jákvæð fyrir börnin okkar sem eiga eftir að kaupa sína fyrstu íbúð á næstu árum. Hún skapar vissulega erfiðleika fyrir þá sem þurfa að selja með tapi. EN fyrir alla þá sem vilja skipta um íbúð gerir þetta hlutina bara auðveldari, þó svo fólk fái minna fyrir íbúðina sína er næsta íbúð líka orðin ódýrari.
Skeggi Skaftason, 7.5.2009 kl. 20:45
Það stefnir óðfluga í óhjákvæmilegt þjóðargjaldþrot. Ég hef það á tilfinningunni að það verði ekki umflúið. Því miður.
Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 21:36
Sæl veriði.
Það er enn önnur lausn úr þessum vanda sem mundi leysa fall á söluvirði eigna og verðtrygginguna.
Spólum til baka 1. Jan 2008.
Endureiknum eftirstöðva lána sem hlutfall af brunabótamati.
t.d. Ef ég á eign sem er með brunabóta matið 20milljónir, skulda 15milljónir þá er skuldsetning mín 75% af eign.
Einusinni á ári eða oftar er brunabótamat endurmetið og breytist lánið eftir skuldsetningar prósentu.
Sumir gætu lent í því að skulda 120% eða meira af brunabótamati, en það bíttar engu þar sem það aðlagast hækkun og lækkun eignarinnar.
Þetta mundi gera það að verkum að lántakandi taki ávalt jafnmikla áhættu í upphafi og hún versnar ekki með tímanum eða skánar.
Lánveitandi er ávalt með veð í eigninni eins og eðlilegt væri, hann fær eignina ef skuldari getur ekki borgað.
Elvar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:01
Skeggi, vissulega skiptir það minna máli hvað þú færð mikið fyrir húsið þitt ef þú ætlar ekki að selja og vilt ekki selja og kanski átt það að mestu leyti (ert ekki með 90% eða keyptir á þessarri öld). Það sem ég var að að benda á hér er að ef eignin þín lækkar í verði um 46% lækkar veðhæfi hennar á sama tíma og það getur komið sér illa fyrir marga.
Vissulega getum við farið í glasið er hálffullt eða hálftómt umræðuna og talað um hversu gott það er fyrir komandi kynslóðir að fasteignaverð hrynji. Vissulega er mikið til í því en það þýðir eignarýrnun hjá þeim sem eiga þessar eignir í dag hvernig sem á það er litið.
Þessi eignarýrnun væri mun þolanlegri ef lánin sem með veðunum í þessum eignum væru ekki að hækka stjarnfræðilega á sama tíma, þetta hlýtur þú að sjá.
Elvar eins og þú segir bankinn er alltaf með veð í eignunum og ef við værum með sambærilegt umhveri og í Bandaríkjunum myndir þú skila inn lykklunum ef þú getur ekki borgað og ganga frá eigninni tómhentur en þú værir ekki hundeltur alla ævi fyrir vikið. Semsé við verðum að læra á þessu klúrði að löggjöfin þarf ekki bara að verja fjármagnið fyrir lélegum skuldurum, heldur einnig skuldara fyrir fjármagninu.
Sævar Finnbogason, 7.5.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.