Kosningaloforðin búa til falska tiltrú á ríkið og draga úr trúnni á markaðinn sem þó mun alltaf á endanum borga brúsann

Þetta er enn eitt neikvætt birtingarform þessara venju sem kosningaloforðin eru. Flest gerum við okkur grein fyrir því að þau eru í besta falli ýkjur, stundum hreinlega lygi, en samt er fólk að láta glepjast til að kjósa eftir þessum yfirlýsingum lýkt og um einhverja fegurðarsamkeppni sé að ræða. Sætasta fólkið með sætasta loforðið vinnur.

Já eða þannig hefur það almennt verið, að þessu sinni var einn keppandinn bara búinn að gera svo ofsalega upp á bak fyrir kosningar, að stóru loforðin þeirra um að ríkið myndi skapa 20.000 ný störf, dugðu ekki einu sinni til þess að koma í veg fyrir gríðarlegt fylgishrun á þeim bænum.

En trúir því einhver að ríkið búi til störfin?

Ef þú trúir því, hefurðu þá velt því fyrir þér hver borgar fyrir þau?

Staðan er einföld, án kraftmikils framtaks markaðarins eigum við enga möguleika á því að vinna okkur út úr þessari gríðarlegu niðursveiflu sem við erum nú að eiga við. Fyrst varð hrun, kreppa ofan á það og núna er markaðurinn á fjölda vígstöðva algerlega frosin og lítil sem engin verðmætasköpun að verða nema að einhverju leyti í útflutningi.

Þetta er því augljóslega eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Það er ekki að lofa störfunum, heldur að skapa hér aðstæður til þess að hinn frjálsi markaður geti þrifist og skapað bæði störf og verðmæti. Það verður að lækka stýrivexti hið snarasta og það verður að finna leið út úr myntvanda þjóðarinnar.

Neyslu hér heima eigum við hins vegar að auka með bráðaaðgerðum fyrir heimilin. Ef við losum fjölskyldur landsins úr þeirri skuldagildru sem þjóðin er nú föst í fáum við almenna neyslu á markaði aftur í gang og þar með hjól atvinnulífsins líka. En án þess að lækka stýrivextina erum við hins vegar bara að lengja örlítið í hengingaról þeirra fyrirtækja.

Hættum að rífast um ESB, einbeitum okkur fyrst að því sem mest liggur á.


mbl.is Trú Íslendinga á virkni markaðarins hefur minnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Rétt hjá þér, allt karp án þess að leggja áherslu á verðmætasköpun er einkis virði.  Við vinnum okkur aðeins þannig úr vandanum.  Aðrar (töfra)lausnir eru einungis útfærsluatriði þegar að verðmætasköpun og atvinna tengd henni er komin á ról.

Már Wolfgang Mixa, 30.4.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað gerir ríkinu ókleyft að skapa störf? Er ríkiseign ekki bara eignarform sem lítið hefur með það hvort störf skapist eða verðmæti? Af hverju er það atvinnusköpun þegar einstaklingur velur að passa börn en ekki þegar það er hið opinbera sem gerir slíkt og ræður til þess leikskólakennara? Eða af hverju er það ekki starfasköpun þegar Landsvirkjun byggir virkjun en væri það ef einkaaðili bygði virkjun?

Mér sínist almenningur alltaf þurfa að borga brúsan þegar illa gengur og því ætti almenningur líka að fá gróðan þegar vel gengur? Eins og ég sé þetta eru tvær sanngjarnar lendingar í þessari stöðu: Annaðhvort velltum við öllum skuldum og eignum sem ríkið, lífeyrissjóðirnir og heimilin í landinu hafa fengið í hendurnar í þessarri kreppu yfir á einkamarkaðinn eða við tökum yfir reksturinn á þessum fyrirtækjum og sjáum til þess að fá líka gróðan af því þegar aftur gengur vel. Ég hef ekki séð neinn á einkamarkaðnum hafa möguleika á að taka yfir þessar skuldir (2-3000 milljarðar) og því sé ég ekki annað en að ríkisrekstur eða sítrónusósíalismi séu einu valkostirnir okkar og þá vel ég klárlega frekar ríkisrekstur.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Kosningaloforð eru hluti af stefnu flokkanna á næsta kjörtímabili og er mikilvægt að almenningur fái að vita hvað flokkarnir hyggjast gera. Svo er það kjósandans að meta hvaða flokki hann treystir best.

Rétt er það þó Baldvin að forgangsatriði er að leysa úr efnahagsvandanum sem hér hefur skapast.

Hilmar Gunnlaugsson, 30.4.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég reikna með að þegar þú talar um markaðinn sértu að tala um þjónustugreinarnar og iðnaðinn - sjávarútveg og bændur, sem líklega 90% þeirra sem ekki vinna hjá ríkinu og sveitarfélögunum vinna hjá.

Að því gefnu stórbætum við möguleika þess sem þú kallar "markaðinn" er að ganga í ESB. Jafnvel bara að fara í aðildarviðræður myndi hjálpa. Það er reynsla Finna og Svía sem gengu í ESB þegar þeir voru sjálfir í efnahagserfiðleikum.

Sævar Finnbogason, 1.5.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband