Krafan er Persónukjör! En verður maður ekki að þakka sérstaklega þá athygli sem að Borgarahreyfingin fær hér fram yfir aðra?
29.4.2009 | 12:32
Guðlaugur Þór virtist eiga fastlega von á þessari niðurstöðu þegar að leið á kosninganóttina. Hann hefur að virðist fengið af því einhvern pata innan úr talningaherbergi Reykjavík suður að mikið væri af útstrikunum á nafninu hans. Reyndar eiga upplýsingar ekki að berast út úr talningarherberginu að undanskildum upplestri á tölum, en það virðist nú leka þarna eins og á svo mörgum öðrum stöðum í kerfinu.
En vonandi er þessi mikla útstrikun og breytingar á kjörseðlum til marks um það að fólk sé almennt að verða opnara fyrir hugmyndinni um persónukjör. Samkvæmt þessari frétt voru að minnsta kosti 7.197 yfirstrikanir eða breytingar gerðar í Reykjavík suður og eru þá ekki taldar upp þær breytingar sem gerðar voru á listum D, S, V og F að undanskildum þeim sem fengu fleiri en 100 yfirstrikanir, þannig að breytingarnar voru án vafa mun fleiri.
Borgarahreyfingin fær í fréttinni ásamt Framsókn, alveg sérstaka athygli og ber að þakka fyrir það Augljóst þó miðað við fáar breytingar að kjósendur okkar voru afar sáttir við listann okkar eins og hann var.
Borgarahreyfingarinnar bíður nú það erfiða verkefni að viðhalda sér sem grasrótarsamtök þrátt fyrir góðan árangur og 4 þingmenn. Nú fer því í hönd mikil vinna við að endurskipuleggja uppbyggingu hreyfingarinnar, ákvarða hvernig vinnsla frumvarpa og álita eigi að fara fram, hvernig boðleiðir hreyfingarinnar verða og svo framvegis.
Við ætlum okkur að ná að halda því markmiði okkar lifandi að starfa áfram sem hreyfing en ekki hefðbundinn flokkur og erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að ná því markmiði.
Guðlaugur Þór niður um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Leiðréttin, Gulli er í RVK Suður... Ekki norður.
Hallgrímur Egilsson, 29.4.2009 kl. 12:46
Mikið rétt Hallgrímur, nett mistök þarna á ferðinni. Gulli var í framboði í mínu kjördæmi.
Baldvin Jónsson, 29.4.2009 kl. 14:15
Stuðningur við persónukjör er lítill þó margir hafi beitt útstrikunum. Slíkt hefur því miður alltaf tíðkast.
Guðlaugur Þór hefur ranglega orðið fórnarlamb persónuárása vegna starfa sinna innan Orkuveitunnar og þeirra styrkja sem hann þáði. Þó hefur komið í ljós að löglega var að verki staðið hjá honum annars vegar í störfum hans sem stjórnarmaður Orkuveitunnar og hins vegar voru styrkirnir sem hann þáði löglegir.
Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 14:21
Fyrir forvitnissakir Baddi.
Hver er þín skoðun á risastóra "heiðurslaunamálinu"
Freyr Hólm Ketilsson, 29.4.2009 kl. 15:16
Sæll Baldvin
Til hamingju með árangurinn í kosningunum. Ég get tekið undir mjög margt af ykkar stefnumálum.
Eitt finnst mér þó vanta. Það eru nokkrar grundvallarspurningar varðandi persónukjör.
Hverju á það að skila?
Hvernig gæti hugsanleg útfærsla verið?
Páll Blöndal, 29.4.2009 kl. 16:20
Svo máttu svara heiðursmanninum Frey Hólm...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:24
Það er fáránlegt að ætlast til að listamaður hafni listamannalaunum þó hann se kosinn á þing.
Árni Björn Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 20:36
Árni, Birgitta talar um stopp ekki höfnun...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:05
Persónulega set ég stórt ? við sk. listamanna"laun". Hvernig geta menn (karlar og konur) verið á launum án þess að þurfa að skila neinni vinnu?
Gerum þó ráð fyrir að sk. listamenn skili vinnu fyrir þessi laun, þá ættu þeir að sjálfsögðu að hætta að þiggja þau fái þeir sér aðra vinnu.
Hvað varðar sk. "persónukjör" þá er tómt mál að tala um að "tekið sé upp" eitthvert slagorð sem ekki hefur enn verið skilgreint eða útfært nánar.
Emil Örn Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 21:34
Freyr: Mín persónulega skoðun er sú að þingmenn ættu ekki að þiggja önnur laun frá ríkinu á starfstíma sínum en þeir fá greidd fyrir fulla vinnu. Borgarahreyfingin hefur líka sent frá sér ályktun um málið í svipuðum dúr, það er hins vegar undir hverjum og einum þingmanni komið hvernig hann kýs að taka á slíku máli.
Til útskýringar enn einu sinni sýnist mér þó vert að taka hér fram að það er stór eðlismunur á listamannalaunum og heiðurslaunum. Listamannalaunin fá menn greidd fyrir að stunda list sína, heiðurslaunin eru verðlaun fyrir þá þegar unnin verk.
Páll Blöndal: Varðandi persónukjör þá er stærsti ávinningurinn sá að slíta á völd flokksræðisins. Í dag eiga fáir þess kost að bjóða sig fram í gegnum flokkana án þess að eyða fyrst löngum tíma í valdabrölti innan þeirra og eru því að virðist á endanum, þegar þeir loks komast í þá stöðu að vera ofarlega á listum, orðnir meira eða minna talsmenn flokkanna fremur en eigin hugsjóna. Með persónukjöri fengjum við væntanlega meira af hugsjónum og minna af flokksræði inn á Alþingi.
Annar augljós kostur við persónukjörið er að geta valið það fólk og málefni sem höfða til manns. Þegar ég kýs flokk í dag er ég að málamiðla ansi mikið með atkvæði mitt. Það er að segja ég er að kjósa sem almennur kjósandi, skásta kostinn. Þá málefna skrá sem mér líkar best við. Á sama tíma eru mjög líklega jafnvel fjölmörg málefni hjá sama flokki sem að mér líkar alls ekki við, en samt er ég að kjósa það yfir mig á sama tíma.
Útfærslan gæti verið á margan máta. Persónulega hugnast mér best að kjósandinn kjósi sér bara nokkra einstaklinga, innan flokks eða þvert á flokka, gæti verið til dæmis 5 eða 10 nöfn sem maður velur. Þingmenn raðast síðan inn í þeirri röð sem þeir fá flest atkvæðin.
Baldvin Jónsson, 29.4.2009 kl. 23:10
Takk fyrir skýr svör Baddi.
En hvers vegna að einskorða það við laun frá ríkinu?
Hvers vegna mega menn eins og Bjarni Ben fá 4,8 mkr á ári fyrir stjórnarformennsku í N1?
Ef menn eru á þingi eigi þeir að einbeita sér að því.
Stjáni blái á Ak með á þriðja hundrað þúsund frá Ak-bæ vegna bæjarráðs.
Eðlilegt? Nei ekki í mínum huga.
Alltaf hætta á hagsmunatengslum og spillingu.
Ef þú ert á þingi þá ertu á þingi.
Kannski frekar að láta þessa andskota vinna meira en örfáar vikur á ári.
Fer ekki að koma sumarfrí hjá þeim?
Það er nú annar hlutur sem þarf að skoða.
Hámark 6 vikna sumarfrí fyrir þessa dindla. 4 yfir sumarið og 2 yfir jólin.
Málið dautt.
Freyr Hólm Ketilsson, 30.4.2009 kl. 09:34
Rétt er Baldvin, það er ærið verkefni að halda beintengingu við þjóðina, maður er svolítið með hjartað í buxunum yfir þessu. Ég er sannfærð um að ef þetta tekst þá mun Borgarahreyfingin breyta landslagi stjórnmála á Íslandi, því 'flokkarinir' verða að fylgja eftir fyrr eða síðar.
Þetta er afar spennandi verkefni sem gaman væri að taka þátt í.
Aðalheiður Ámundadóttir, 30.4.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.