Vondur tapari hann Ástþór - er einhvern tímann eitthvað í lífinu ALLT öðrum að kenna?
26.4.2009 | 18:04
Já, mögnuð nótt að baki. Ég var raunverulega inni sem þingmaður í tæpa 6 klukkutíma í nótt og mikil spenna í loftinu. Vissi þó undir niðri vegna mikilla yfirstrikana á Gulla Þór í RS að líklegt væri að fylgið okkar þar myndi minnka undir morgun þegar að þau atkvæði kæmu inn í hlutfallið. Engu að síður frábær árangur hjá hreyfingu sem að er 9 vikna gömul og frábær persónulegur sigur fyrir mig líka finnst mér. Við erum komin inn með þau málefni sem hafa á okkur, og stórum hluta þjóðarinnar, undanfarna mánuði og ætlum okkur að halda þau í heiðri, að koma þeim skýrt í umræðuna á nýju þingi.
Einhver benti mér á að við hefðum náð styrkleika Carlsberg Elephant, eða 7,2%, og því yrði nú afar erfitt að hunsa FÍLINN í salnum, þegar við yrðum þar með skýr skilaboð um að segja bara satt. Flestir flokkanna hafa þegar tekið undir okkar málefni og það ætti því að vera hægðarleikur fyrir okkur að láta þá standa við stóru orðin og koma hér á gagngerum lýðræðisumbótum.
En hvað með Ástþór? Jú, mér þætti afar gaman að sjá hann ná árangri í framboði einhversstaðar einu sinni. Bæði vegna þess að hann yrði hressandi viðbót við hversdagsleikann, en líka vegna þess að mér leikur forvitni á því að vita hvort að árangurinn verði þá líka alfarið einhverjum öðrum að kenna?
Borgarahreyfingin varð til úr mörgum hópum og því kannski flókið fyrir marga að skoða söguna, en Ástþór taldi ég hins vegar það skýran að hann myndi skilja. Ástþór er hins vegar svo upptekinn við að kenna einhverjum um allar eigin ófarir að honum er að virðist byrgð sýn á raunveruleikann og eigin aðkomu að hlutunum.
Gangi þér vel á nýjum vettvangi Ástþór - hvað sem sagt verður þá var þetta að minnsta kosti hressandi barátta með þér og mig langaði bara að þakka þér fyrir það.
Lýðræðishreyfingin líklega fram á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Til hamingu Baldvin með okkar hreyfingu og þakka þér þína óeigingjarna vinnu fyrir hreyfinguna og skemmtilega kosningarnótt
Baráttar kveðja!!!
Konráð Ragnarsson, 26.4.2009 kl. 18:13
Veistu Baldvin að ég er ekki svona umburðarlynd og fallega þenkjandi eins og þú. Mér hefur alltaf leikið forvitni á að vita hver það er sem styrkir Ástþór til að standa í þessu brambolti sínu! Það er orðinn fastur liður eins og venjulega að ef eitthvað stendur til í samfélaginu þá birtist hann óvænt á sjónarsviðinu með ægilegum fyrirgangi. Það þarf enginn að segja mér að þetta kosti hann nákvæmlega ekki krónu.
Mér finnst hún líka í hæsta máta furðuleg þessi ófræging hans og tortyggni í garð Borgarahreyfingarinnar. Þetta allt vekur mér enn meiri forvitni um það hver það er sem beitir Ástþóri fyrir sig. Hver kostar hann, hver sparkar honum fram úr rúminu og inn í maníuna sem drífur hann áfram þegar eitthvað stendur til. Núna ætlar hann að hverfa til útlanda en hann lofar að koma aftur... Hver er það sem kallar á hann og í hvaða tilgangi? Hvað græðir Ástþór svo á þessum samskiptum?
Er það bara það að fá að vera í sviðsljósinu um stund?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 18:38
Baldvin, til hamingju með góðan árangur. Verst að þið skylduð ekki ná inn 4 til viðbótar á kostnað Samfylkingar. Miðað við stöðuna í þjóðfélaginu, þá skil ég ekki að þau hafi náð að bæta við sig tveimur þingsætum. Vissulega áttu þau ekki bæði sætin skilið, þar sem atkvæðamagn þeirra gefur þeim bara 19 sæti. Kosningakerfið tók eitt af ykkur.
Nú verðið þið að láta vel í ykkur heyra inni á þingi og í þjóðfélagsumræðunni.
Marinó G. Njálsson, 26.4.2009 kl. 19:05
Svo er náttúrulega áhugavert að benda á, að stjórnarflokkarnir eru með 51,5% atkvæða sem ætti bara að gefa 32 þingmenn (!), ekki 34.
Marinó G. Njálsson, 26.4.2009 kl. 19:08
Já til hamningju Baddi minn með þessa kosningu , en af hverju er fólk að tala um Ástþór sleppum því algerlega.
Ómar Ingi, 26.4.2009 kl. 19:12
Baldvin, til hamingju með þó 4 menn. Verst að þú skildir ekki vera einn þeirra. Mér líst því miður takmarkað á þá sem komust inn og tel að það hefði verið til mikilla bóta að hafa málsvara á borð við þig.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 26.4.2009 kl. 21:52
Má bjóða yður epli
Til hamingju með flokkinn.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.4.2009 kl. 00:57
Sæll vertu.
Hafa skal það sem sannara reynist og þín skoðun sem þú hér setur fram um Ástþór Magnússon ,er þér litt til sóma, en því miður í ætt við þann niðurrifshernað sem sú hreyfing sem þú tilheyrir hefur orðið uppvís að iðka sjálfum sér til framdráttar á hinu pólítiska sviði og skilað hefur þingmönnum á þing.
Þeir sem ekki þola lýðræðið og geta sett fram skoðanir málefnalega, ættuekki að telja sig boðbera þess.
Ástþór var einn talsmanna okkar framboðs, með þann tilgang i farteskinu eins og við hin að þróa lýðræði á Íslandi.
Viltu ekki ráðast næst á mig ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.4.2009 kl. 02:34
Afsakið orðin ættu ekki fóru óvart saman.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.4.2009 kl. 02:35
Úr texta Baldvins sem er nú stuttur er ansi langsótt að tala um árásir, ekki hef ég hugmynd um hvaða niðurrifshernað þú ert að tala um en,auðvitað mikill biturleiki hjá ykkur, í garð þessarar velheppnaðrar hreyfingu og þið hefðuð getað lært svolítið haf henni.
Eina setningin til Ástþórs er þessi "Ástþór er hins vegar svo upptekinn við að kenna einhverjum um allar eigin ófarir að honum er að virðist byrgð sýn á raunveruleikann og eigin aðkomu að hlutunum."
Þetta er einfaldur sannleikur sem þú virðist vera að undirstrika.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.4.2009 kl. 08:25
Hvergi hef ég séð þig Guðrún María tala niður til Borgarahreyfingarinnar fyrr en hérna núna og ég hef ekki séð neinar ástæður til þess að vera að finna eitthvað að þér. Þvert á móti hefur mér fundist framkoma þín og talandi sjálfri þér til sóma.
Ef þú getur bent mér á hvar ég er að ljúga í þessari færslu þætti mér hins vegar vænt um það.
Ef Ástþóri hugnaðist svona vel að beita sér fyrir lýðræðisumbótum þykir mér furðulegt að hann skyldi eyða orku sinni svona mikið í Borgarahreyfinguna, sem að var að berjast fyrir afar svipuðum málefnum og gekk vel á endanum.
Baldvin Jónsson, 27.4.2009 kl. 09:01
Til hamingju með frábæran árangur Baddi.
Vekur spurningar að hreyfng sem þarf 1800 meðmælendur skuli einungis fá 1100 atkvæði.
Því miður þá sjá sumir ekki skóginn fyrir trjám.
Vona að Ástþór fari nú að sjá að þjóðin nennir ekki þessu brambölti hans lengur.
Freyr Hólm Ketilsson, 27.4.2009 kl. 09:32
Baldvin til hamingju með árangur Borgarahreyfinguna. 4 eru meiri en engin
og það ætti að teljast sigur miðað við hversu nýtt þetta framboð er. Nú á
stefna borgarahreyfingunnar að vera að styrkja sig og fá fleiri inná þing í
næstu kosningum.
Fá fleiri góða menn og konur úr mismundandi stöðum þjóðfélagsins til ykkar
hreyfingar. Spurning er um að koma og skrá mig hjá ykkur. Hehe. Því ég
efast ekki um að þið náið enn hærra fylgi í næstu kostningum, þegar tíminn
fer að vinna með ykkur en ekki á móti.
Gangi þér vel , Baldvin og sjáumst í skólanum.
Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:33
Mér fannst það bara fyndið og það vakti mikla lukku hjá mér í gærkvöldi þegar Sigmar sagði við Ástþór eftir að hann lét ræpuna ganga í 3 skiptið án þess að stoppa þegar honum vart gert það til.
Ástþór núna ertu búinn að fara í forsetaframboð og alþingisframboð með litlum árangri, hefur það hvarflað að þér að kannski vill fólk ekkert með þig hafa í stjórnmálum!
Þessi maður má eiga það að hann er hugmyndaríkur og hann hefur stofnað mörg fyrirtæki sem hafa farið vel af stað. En hann hefur líka stýrt þeim öllum í þrot þar sem hann KANN ekki að reka fyrirtæki.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 12:13
Æ veistu Ástþór skiptir ekki máli, og það er bara best að gleyma honum.
Úrslitin voru góð og nú skiptir framtíðin máli,
Þingmenn Borgarahreyfinginn þurfa að koma vel stilltir til leiks og berjast fyrir málefnum hreyfingarinnar.
Ágúst Guðbjartsson, 27.4.2009 kl. 13:15
Hvað verður fyrsta mál X-O að leyfa Föngum að kjósa ?
Þessi flokkur verður ekki til eftir næstu kosningar þar sem hann hefur ekkert
að gera á þingi frekar enn Frjálslyndir ...
X-X (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:16
Til hamingju með árangurinn.
Veit ekki hvort kaldhæðni sé rétta orðið, en Borgarahreyfingin sem stofnuð er m.a. til höfuðs spillingu og óréttlæti, er það framboð sem tapar mestu á óréttlætinu í misvægi atkvæða. O-listinn er með fylgi fyrir 5 þingmönnum en fékk bara 4. Eins er Framsókn með manni of lítið samkvæmt fylgi. D og S græddu "aukamann" á misvæginu.
Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 14:40
Takk Haraldur. Já, við vissum alla leiðina að fylgið okkar yrði lang mest í Rvk og Kraganum og því var ljóst að við myndum ekki njóta atkvæðamagnsins til jafns á við aðra. Ég var hins vegar undrandi á því að þetta gagnaðist ekki Framsókn betur, hef alltaf talið þá sterkari á landsbyggðinni.
En þó að þetta sé augljóslega ekki forgangsmál núna, er þetta eitthvað sem þarf að breyta. Ekki okkar vegna í Borgarahreyfingunni, heldur lýðræðisins vegna.
Baldvin Jónsson, 27.4.2009 kl. 15:16
Án þess að ég hafi fylgst með öllum umræðunum fyrir þessar kosningar þá fannst mér Ástþór ekkert sérstaklega vera að höggva í Borgarahreyfinguna. Mér fannst gagnrýni hans aðallega beinast að Ríkisjónvarpinu og starfsfólki þar fyrir mismunun. Það er kanski skiljanlegt að borgarahreyfingin taki það til sín þar sem þessir hópar skarast.
Því verður ekki neytað að Borgarahreyfingin fékk áberandi meiri tíma í sjónvarpinu en Lýðræðishreyfingin. Það þarf nú engann snilling til að sjá það.
Það er jú rétt hjá þér að Ástþór skaut á hann Þráinn fyrir að ætla að þyggja listamannlaun jafnframt þigfarakaupi. Það gerði nú Fyrrverandi menntamálaráðherra líka og stór hluti kjósenda Borgarahreyfingarinnar með útstrikunum.
Jafnframt því sem ég vil óska ykkur til hamingju með árangurinn vil ég leifa mér að vona að hann sé byggður á eigin verðleikum en ekki þöggun á öðrum sjónarmiðum sem mér finnst óþægilega margir af þínum stuðningsmönnum vilja viðhafa.
Landfari, 28.4.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.