Borgarahreyfingin við það að ná 2-3 mönnum inn á þing samkvæmt þessari könnun

Ég sit hér í sófanum og horfi á endursýningu sjónvarpsins á borgarafundinum í kvöld frá Suðurlandi. Á sama tíma er ég hér í tölvunni að skanna í gegnum helstu fréttir dagsins þar sem að ég er búinn að vera á ferðinni í allan dag í framboðsleiknum og því ekki séð fréttir.

Þessi könnun frá Háskólanum mínum á Bifröst er einfaldlega enn ein staðfestingin á því að við erum á fljúgandi siglingu, aukum við okkur fylgi í hverri einustu könnun og erum orðin þess alveg sannfærð um að þetta sé héðan af aðeins spurning um hvort að þingmenn frá Borgarahreyfingunni verði 2 eða fleiri eftir kosningarnar á Laugardaginn. Já, jafnvel bara mikil fleiri.

Hvers vegna er ég svona mikið bjartsýnn núna?  Jú vegna þess að við höfum mælst sterkt hjá karlmönnum hingað til í könnunum en afar lágt hjá konum.

Margrét TryggvadóttirHún Margrét Tryggvadóttir, sem er oddviti lista Borgarahreyfingarinnar á Suðurlandi, er einfaldlega að standa sig svo gríðarlega vel á þessum borgarafundi að nú hlýtur fylgið þar að taka kipp og þá vonandi mikinn kipp hjá kvenþjóðinni.

Takk Margrét - þetta er frábær frammistaða hjá þér!

Borgarahreyfingin er á leiðinni á þing - þar munum við taka til óspilltra málanna!


mbl.is Fylgið við VG eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það sem var best sagt á þessum fundi voru orð Margrétar þarna í restina. Satt hjá henni að þeir ljúga að þjóðinni er menn mæla að hægt sé að skapa þessi 20.000 störf með álverum svona "hviss -bang". Kreppan er nú eins og innsog rétt fyrir flóðbylgju. Stjórnmálamenn halda henni vísvitandi í dvala til að þeir sjálfir haldi sínum stólum, sínum öruggu launum og góða og trygga lífeyrissjóð. Eftir kosningar mun fólk átta sig á því að það kaus það sama yfir sig og olli kreppunni með sofandahætti sínum og áhugaleysi á landi og þjóð.

Halla Rut , 21.4.2009 kl. 01:11

2 identicon

Hún var vægast sagt frábær. Það besta sem ég hef séð hingað til á fundunum og tek undir með það sem hún sagði síðast um þessar lygar sem er kastað fram og til baka.

Halla Rut

Já landsmenn gætu kosið yfir sig sama fólkið sem olli kreppuna og það er í raun ekkert meira hægt að gera í því. Það sem maður heyrir oft í gegnum lífstíðina er að fólk læri af mistökum sínum. Því verður við bara að vona að þeir sem hafa ekki gert það núþegar geri það í næstu kosningum. Sagan mun dæma þessa menn harkalega.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:28

3 identicon

Kreppan er ekki byrjuð tölum saman næsta vetur. Takið eftir það eru engir með lausnir bara eins Sigmund teiknaði oft bla,bla,bla,bla, pólitík

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:03

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er vegna þess nafni að það eru ENGAR skyndilausnir. Við erum bara þau einu sem þora að segja það upphátt.

Við höfum þó rætt ýmislegt og Margrét kom inn á eitt afhelstu hugðarefnum mínum í gær sem að eru greinilegar hennar líka, mjög aukinn stuðning við ylræktar bændur. Orkuna á sama verði til matræktar eins og til stóriðjunnar.

Lausnin er þó öðru fremur að aðstoða heimilin - það eykur aftur neyslu sem aðstoðar fyrirtækin.

Skyndilausnir eru voða 2007

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 08:35

5 identicon

Já sammála nafni þessu verður bara reddað með yfirvegun af góðu og heiðarlegu fólki. Margrét já hún var flott og til hamingju með glæsilegan árangur það verður ekki af ykkur tekið.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband