Autt atkvæði ER DAUTT atkvæði!! Settu X við O - Borgarahreyfingin mun taka til óspilltra málanna

Ég var í Kringlunni í dag með framboðs brosið að tala við landann. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og nokkuð merkilegt frá að segja að mér finnst ótrúlega mikið sameiginlegt með unga fólkinu sem ég ræddi við og elstu kynslóðinni. Þessar tvær kynslóðir virðast eiga það mikið sameiginlegt að vera reitt yfir ástandinu, unga fólkið yfir klöfunum og gamla fólkið yfir því hvernig við brenndum allt sem þau byggðu upp.

Báðar kynslóðirnar virðast mikið vera að hugsa til þess að hér verði að koma á kerfisbreytingum, gagngerum kerfisbreytingum. Að núverandi kerfi og flokkar, að minnsta kosti DBS, séu bara búnir að sanna svo skýrt að þeirra pólitík er sérhagsmuna gæsla á kostnað almennings, að þeim verði að sýna skýrt að þjóðin sætti sig ekki við þetta.

Af eldri kynslóðinni ætluðu mjög margir að kjósa okkur í stað Sjálfstæðisflokksins sem fólkið sagðist hafa kosið áratugum saman. Af ungu kynslóðinni fannst mér aðallega liggja þrír kostir í loftinu.

Að kjósa okkur, VG eða að skila auðu. Þar liggur stór vandi að mínu mati.

Að skila auðu er að TAKA EKKI þátt í lýðræðinu. Autt atkvæði ER dautt atkvæði.

Hvort sem að þú vilt það eða ekki að þá mun autt atkvæði styðja við D lista í komandi kosningum. Hluti atkvæðis þíns mun nýtast þeim í samræmi við kjörfylgi þeirra. Er það það sem þú vilt?

Hvort sem þú kýst XO eða ekki, þá verðurðu að kjósa. Taktu ábyrgð á hlutverki þínu í lýðræðinu, kjóstu!

Borgarahreyfingin - vill taka slaginn fyrir þig. Við munum taka til óspilltra málanna fáum við til þess umboð þjóðarinnar.


mbl.is Reiðubúin að leiða næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vel ályktað hjá þér, þeir sem eru búnir að fá nóg og segjast ekki ætla að kjósa, eiga að kjósa Borgarahreyfinguna, venjulegt fólk sem er líka búið að fá nóg.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á fólk ekki að skila auðu, Borgarahreyfingin þarf á hverju atkvæði að halda til þess að koma alvöru breytingum á.  X-O

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:56

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HA HA HA - svo þú varst þarna mætur með KOSTNINGARBROSIÐ- þú færð plús í kladdan fyrir að lýsa þér þó heiðarlega.

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 05:01

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Brynjar, það skilar víst litlu að gretta sig grimmilega

En já, ég er mikið fyrir að segja bara satt. Þessi leikur er svona, er ótrúlega margt líkt með framboði og til dæmis sölumennsku eða því sem ég sé alltaf fyrir mér að Forsetinn geri. Ganga um og brosa og vinka.

Furðulegt en satt.

Baldvin Jónsson, 20.4.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband