Mjög ánægjulegt að sjá að vöxtur okkar heldur enn áfram og við erum nú rétt við það að ná í 5% lágmarkið á landsvísu. Náum við því er viðbúið að við fáum að minnsta kosti 3 menn inn sem væri stórsigur að mínu mati fyrir alveg nýja hreyfingu. Í bjartsýni minni er ég þó enn að láta mig dreyma um að koma inn 6 þingmönnum og geta þannig haft enn meiri áhrif.
Borgarahreyfingin vill leysa Framsókn af hólmi í hlutverki þeirra sem "oddaflokkurinn" í ríkisstjórnarsamstarfi.
Ég sat líka í kvöld, fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar, í pallborði á borgarafundi stúdenta í Háskólabíói. Þessi fundur var áhugaverður fyrir ýmislegt, en alveg sérstaklega fannst mér tvær framsögur veita mér mikinn innblástur, en það voru ræðurnar sem erindrekar námsmanna fluttu þarna, þau Heiðar Már framhaldsskóla nemi og Saga, nemi við Listaháskólann.
Þau töluðu bæði um það í sínum erindum hversu mikill kraftur býr í námsfólki og um nýsköpunarkraftinn sem þar býr og verður að styðja sérstaklega við til að leysa úr læðingi.
Mér fannst líka merkilegt að sitja þarna í kvöld og hlusta á fulltrá frá DBS flokkunum lofa stúdentum hinu og þessu þrátt fyrir algerlega botnlaust gat í fjárlögum sem þau vilja standa á. DBS flokkarnir eru allir fylgjendur þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stýri hér ríkisfjármálunum og hafa ekki sýnt þess nein merki að þeir vilji sjálfir stíga fram og taka við stjórninni aftur.
Þetta er stórhættulegt og ef ekkert verður að gert til þess að stöðva þessa þróun þá mun velferðarkerfið okkar og menntakerfið væntanlega líka, verða lagt nánast í rúst. Velferðarkerfið skorið niður í ekkert og hafin innheimta fullra skólagjalda á sama tíma og LÍN yrði væntanlega lagt niður.
Þetta er þróun sem við öll í sameiningu einfaldlega verðum að stöðva. Það er okkar ábyrgð að segja hingað og ekki lengra.
Samkvæmt því sem að mér hefur verið tjáð, gaf einhver ráðgjafi hjá AGS það út í viðtali við Financial Times í Londin, að eftir því sem hann vissi væri samnigur AGS við Ísland algerlega fyrsta skipti sem skilmálarnir sem AGS setti fyrir láninu voru bara samþykktir og ekki reynt að semja um þá. Ráðamenn okkar lögðust bara kylliflatir fyrir þeim og jánkuðu öllu sem krafist var. Svo algerlega nauðbeygðir voru þeir orðnir. Það er bara ekki ásættanlegt.
Við verðum að stíga fram og krefjast þess að Íslendingar stýri hér sjálfir ríkisfjármálunum, að við sjálf tökum til þess afstöðu hvar þarf að skera niður og hverju í kerfinu við viljum viðhalda og berjast fyrir.
AGS er ekki að fara að stýra því með hag þjóðarinnar fyrir brjósti.
Borgarahreyfingin - þjóðin sjálf á þing er að berjast fyrir þig.
VG í sókn - Samfylking stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr. Svo var hann Herbert frábær í kvöld. Áfram Borgarahreyfing. X-O
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2009 kl. 01:17
Áfram X-O!
Það síðasta sem ég vill sjá er landið okkar selt í hórdóm til ESB eða AGS. Svo ég vitni í Benjamin Franklin: "They who can give up essential liberty to obtain a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety.". Þetta á líka við um okkur því ef við erum tilbúin að selja skipta á sjálfstæði Íslendinga til Evrópusambandsins eða AGS fyrir tímabundið fjárhagslegt öryggi eigum við hvorugt skilið!
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.