Ekki vanmat heldur afturhvarf frá bruðlstefnunni sem ríkt hefur í utanríkismálum

IcelandicEmbassyÞað að rétt um 320.000 manna samfélag skuli eiga orðið sendiráð í 23 löndum víðsvegar um heiminn að ótöldum öllum skrifstofunum til viðbótar sem reknar eru í tugum landa? Og ekki bara einhver sendiráð eða húsnæði, heldur í flestum tilfellum húsnæði á besta stað í dýrustu hverfum sem völ er á. Slátturinn hefur verið mikill og allt gert til að láta okkar afar fámennu eyju virka sem voldugasta á allan máta. Þetta er bara voða 2007.

Það er ekki verið að segja að öll utanríkisþjónustan hafi verið illa rekin eða slök. Það er hins vegar ljóst að þessi mikli fjöldi sendiráða og til dæmis allur sá kostnaður sem settur var í að sækja um sæti í Öryggisráðinu eru mistök sem við verðum að sýna þá auðmýkt gagnvart að læra af og leggja af þennan mikla rembing sem hefur einkennt þetta starf.

Borgarahreyfingin mun taka til í utanríkismálunum sem og annarsstaðar í stjórnsýslunni.

Settu X við O í komandi kosningum og njóttu ávaxtanna af uppgjöri við fortíðina og lýðræði til framtíðar.


mbl.is Engir kokteilpinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú að meina að uppgjafa þingmenn XO ætli ekki að verða sendiherrar í stað þess að fara á elliheimili

Tryggvi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hárrétt gagnrýni þegar talað er um þessa "útbrunnu stjórnmálamenn" sem "kokteilpinna" - þetta lið hefur alla sýna ævi verið á "ríkisspennanum", óeðlilega margir þessara einstaklinga eru í raun siðblindir og ofmeta í alla stað eigið ágæti...  Reyndar nefndi einn þeirra við mig að vissulega mæti segja það að hann "drykki í sig fróðleik" í vinnunni, í bókstaflegri merkingu þess orðs.  Get ekki sagt hver þetta er, ég lofaði Hannibalssyni því að þetta væri bara milli mín & hans...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 7.4.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband