Davíð opinberar sinn innri mann enn einu sinni - ætti taugaveiklaði jákórinn hafi klappað líka undir þessu?

Egill Helgason gerir ræðu Davíðs að umræðu efni á blogginu sínu og fjallar þar um taugaveiklaðan kórinn sem virðist taka undir hvað sem er, bara svo lengi sem það komi frá Davíð.

Ég tek einfaldlega undir orð Egils og nenni ekki að hafa um þetta fleiri orð, Davíð er að hverfa hvort eð er, eða það vona ég svo sannarlega.

Ætla þess í stað að skjótast í bíltúr upp í Þórsmörk að sækja þar jeppa sem þurfti að yfirgefa þar í gær vegna smávægilegs máls, en maður keyrir víst ekki langt án stýrisenda samt. Ætla að skemmta mér á leiðinni við góða rokk blöndu og í afar góðum félagsskap hans Bjarnþórs vinar míns, sem eins og ég, elskar svona jeppabras allt með húði og hári.

Njótið kvöldsins Cool


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með árangurinn. Þið vaxið á hverjum degi.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Alveg er ég sammála ykkur Agli Helgasyni þar en, sé ekki betur en það sé uppi ákveðin foringjadýrkun í Borgarahreyfingunni á Þránni Bertelssyni - a.m.k. má ekki nefna þann háheilaga mann á nafn undir gagnrýnu ljós að þá rýkur gervi-byltingarliðið upp með upphrópanir og nafnaköll.

Hvar eru svo alvöru byltingarleiðtogarnar annars? Þessir sem skipulögðu fjöldafundi og töluðu máli fólksins, o.sv.frv., þú veist hverja ég er að tala um, Hörð Torfason, Þorvald Gylfason, Einar Már Guðmundsson o.sv.frv. - einhverra hluta vegna eru þeir hvorki í framboði fyrir Bloggarahreyfinguna og sjá sé heldur ekki hag í því að lýsa yfir stuðningi við hana!

Byltingarhreyfing minn-rass!

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þór, ég mæli með að þú farir að leita þér aðstoðar. Ert orðin vægast sagt rökvana og fullur gremju.

Hörður Torfa er sá eini þessara sem þú telur upp sem er ekki pólitískt tengdur og hann hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji hafa það svo áfram. Þorvaldur hefur löngum verið tengdur Samfylkingunni og Einar Már er í framboði fyrir Vinstri Græna eins og þú ættir að vita sjálfur ef þú hefðir raunverulegan áhuga á VG, sem ég tel þó ekki. Held satt best að segja að þú sért þeirra harðasti stuðningsmaður án þess að hafa kynnt þér hreyfinguna mikið eða ítarlega. Þínar hvatir eru einungis að kjósa sem lengst frá D og þér er það að sjálfsögðu frjálst.

Ég veit ekki hvað það er sem að þú hefur persónulega á móti Þránni Bertelssyni, hef hvergi séð það koma fram hjá þér. Hef einungis séð frá þér ljótar og ítrekaðar yfirlýsingar um persónu hans án þess að þú hafir rökstutt það frekar. Mér finnst það satt best að segja draga þig sem manneskju verulega niður. Þráinn er hins vegar enginn foringi innan okkar raða og ekkert annað okkar heldur. Við höfum einmitt sent frá okkur sérstaka tilkynningu þar um og ætlum okkur að koma fram sem einn hópur.

Takk fyrir samvinnuna í baráttunni hingað til Þór. Ég og hitt "gervi byltingarliðið" erum þér augljóslega ekki að skapi lengur og er það miður, hugur minn til framboðs og baráttunnar hefur þó ekkert breyst og ég hef afar mikla trú á því sem við erum að gera. Synd bara að þú sjáir ekki málefnin okkar í sama ljósi. Gangi þér vel í niðurrifinu þín megin.

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Dæmigert svar!

Og að þú skulir dirfast að halda því farm að ég viti ekki út á hvað VG gengur segir mér meira en mörg orð.

Hef aldrei látið ljót orð falla um persónuna Þráin Bertelsson heldur eingöngu pólitískar ívilnanir og lýðskrum hans.

Og þú talar um niðurrif - en það er nú einmitt ástæðan fyrir því að ég sleit mig frá þessu framboðsdjóki ykkar þegar það fór fyrst af stað vegna þess að það byggir á niðurrifi nr. 1 2 og 3 og þið látið ítrekað frá ykkur skítkast út í VG og nánast alltaf upp logið og órökstutt.

T.d. hefur eitt ykkar reynt að klína eftirlaunaósómanum á VG með því að fullyrða á spjallþræði bloggsins míns að VG hafi kosið með því frumvarpi - sem er helber lygi og einungis sett fram til að reyna að kasta rýrð á VG - ljótur leikur og svo vogar þú þér að ásaka mig um niðurrif þegar maður hefur heilu hnífasettin í bakinu úr ykkar átt. 

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Steingrímur J. kaus með eftirlaunaósómanum, Ögmundur á móti - a.m.k. samkvæmt þeim fréttum sem ég sá um málið.

Það er einfaldlega lygi að niðurrif sé ástæða þess að þú sleist þig frá okkur, það er ljótt að ljúga Þór. Þú sleist þig frá okkur vegna þess að þú sagðir okkur styðja D lista í ríkisstjórn og því er ég enn jafn ósammála.

Bentu mér á hvar ég hef haldið fram órökstuddum fullyrðingum út í VG (skítkast skv. þínum skilningi) og ég skal umsvifalaust biðjast á því fyrirgefningar. Ég hef hins vegar ekki farið leint með þá skoðun mína að enginn þeirra sem setið hafa á Alþingi árum saman, sé undanskilinn ábyrgð að einhverju leyti á hruninu. Allir hefðu getað gert svo miklu miklu betur, VG þar meðtaldir.

Að kalla einhvern tækifærissinna, lýðsskrumara og eiginhagsmunapotara er kannski ekki að láta ljót orð falla samkvæmt þínum skilningi, ég held hins vegar að það sé óhætt að halda því fram að flestum öðrum sem tala íslensku finndist það óumflýjanlega.

Að lokum, þegar ég bauð þér góðs gengis í niðurrifinu þín megin þá átti ég ekki við að við værum ekki í þeirri deildinni. Þvert á móti, við ætlum svo sannarlega að rífa niður. Ég átti bara við að þú ætlaðir að gera það þín megin, við gerum það í gegnum Borgarahreyfinguna. Niðurrifið er algerlega nauðsynlegt upphaf uppbyggingar.

Gangi þér vel í niðurrifinu áfram. Þér finnst augljóslega mun réttlátara að ráðast gegn Borgarahreyfingunni en að ráðist sé gegn VG. Það er þín skoðun. Það er einnig þín skoðun að við séum gervi byltingarlið. Það er ljótt af þér að tala svona þar sem þú veist svo miklu miklu betur. En svona birtist gremjan, hún birtist svo oft í persónulegum árásum og níð á fólk sem hefur hingað til einungis viljað þér það besta. Mér þykir það leitt.

Borgarahreyfingin mun hins vegar ekki láta það á sig fá, það eru ansi mikið fleiri sem vilja hana ekki fram. Aðilar sem hafa mikið að fela og sérhagsmuni að verja. Að kjósa Borgarahreyfinguna er að taka afstöðu með réttlæti og uppgjöri við fortíðina.

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 19:59

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég hlýt að vita betur en þú hvaða ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun minni að slíta mig frá ykkur.

En þú fullyrðir að Steingrímur J. hafi kosið með eftirlaunafrumvarpinu en það er helber lygi og dæmigert fyrir þann lygaáróður sem þið standið fyrir. Kannski trúir þú því sem þér er sagt í því máli og kyngir því sem sannleika af því þér finnst það henta vel í niðurrifi ykkar á VG. En þér og þínum (sem e.t.v. eru eins og þú óupplýst um sannleikann í því máli) læt ég fylgja hér nöfn þeirra sem kusu með þessu máli og úr hvaða flokki.

Guðmundur Árni Stefánsson - Samfylking

Guðmundur Hallvarðsson - Sjálfstæðisflokki

Guðjón Ólafur Jónsson - Framsókn

Guðjón Hjörleifsson - Sjálfstæðisflokk

Geir H. Haarde - Sjálfstæðisflokk

Davíð Oddsson - Sjálfstæðisflokk

Dagný Jónsdóttir - Framsókn

Björn Bjarnason - Sjálfstæðisflokk

Bjarni Benediktsson - Sjálfstæðisflokk

Birgir Ármannsson - Sjálfstæðisflokk

Árni M. Mathiesen - Sjálfstæðisflokk

Árni Magnússon - Framsókn

Kjartan Ólafsson - Sjálfstæðisflokk

Jónína Bjartmarz - Framsókn

Jón Kristjánsson - Framsókn

Hjálmar Árnason - Framsókn

Halldór Blöndal - Sjálfstæðisflokk

Guðni Ágústsson - Framsókn

Valgerður Sverrisdóttir - Framsókn

Tómas Ingi Olrich - Sjálfstæðisflokk

Sturla Böðvarsson - Sjálfstæðisflokk

Sólveig Pétursdóttir - Sjálfstæðisflokk

Sigurrós Þorgrímsdóttir - Sjálfstæðisflokk

Sigurður Kári Kristjánsson - Sjálfstæðisflokk

Sigríður A. Þórðardóttir - Sjálfstæðisflokk

Sérðu nafn Steingríms J. þarna?

- en vegna þessa lyga ykkar ætla ég að búa til myndband um hverjir raunverulega kusu með lögunum á sínum tíma.

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég gleymdi þarna nafni Kristins H. Gunnarssonar - og sleppti einu nafni manns sem er látinn.

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 20:56

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þetta Þór, hvar finnurðu þessar upplýsingar?

Ástæður þínar fyrir því að starfa ekki með okkur hef ég frá þér sjálfum í viðurvist fleira fólks. Hafirðu bætt við þær ástæður síðar hef ég greinilega ekki þær upplýsingar hjá mér. Ég hef aðeins þær upplýsingar sem þú sjálfur veittir.

Ef þetta er réttur listi, þá já hef ég trúað bara þeim sögum/fréttum sem ég hef heyrt hafðar af málinu. Bið Steingrím J. velvirðingar reynist það rangt. Ég hef hins vegar ekki fyrr en bara hérna í athugasemd til þín (ef ég man rétt) verið að ræða þetta mál sérstaklega.

Hef satt best að segja engan skilning á þessari heift sem hefur gripið þig gagnvart okkur, og veit ekki hvaða lygaáróður þú ert að tala um. Ef það er bara þetta mál þá eins og ég segi, biðst ég velvirðingar. Vissi ekki að þessi saga væri slúður.

Þú svarar mér hins vegar engu með þau mál sem þér finnst ekki henta að virðist. Þykir þér það ekki persónulegt að kalla menn illum nöfnum? Þarftu ekki að hafa eitthvað fyrir þér í slíkum málum þegar þú byrjar að ausa fólk aur opinberlega? Er ekki eðlilegt, eins og ég geri hér gagnvart Steingrími, að biðjast afsökunar á slíkri hegðun á þeim stöðum þar sem heiftin hefur fengið að blómstra? Þú hefur ítrekað hellt þér yfir okkur með yfirlýsingum sem eru verulega niðrandi og algerlega ósannar og ég vil að þú vitir að það er ástæða þess að ég svara þér hérna núna af meiri hörku en áður.

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú ert ekki sá fyrsti sem ég ræði við úr Borgarahreyfingunni sem heldur þessu fram;

En endilega kíktu á myndabandið sem er afrakstur þessaðrar ítrekuðu rangfærslna ykkar. (er að klára að up-loada því á bloggsíðuna mína).

---

Til að svara þér aftur - þá er það ekki persónuárás á opinbera persónu (t.d. frambjóðanda) að kalla hann lýðskrumara. Það hefur ekkert með persónu hans að gera. Kalli ég menn fífl er það af því mér finnst þeir hegða sér eins og fífl, málið er Baddi að ég tók meðvitaða ákvörðun um að kalla hlutina sínum réttu nöfnum fyrir ekki margt löngu því ég er orðinn frekar þreyttur á yfirborðhjali og -kennd! Finnist þér ég dónalegur þá kallaðru mig bara dóna - ég höndla það alveg!

Aftur á móti þá skil ég ekki hvernig þú getur sætt þig við að fá svona fólk þarna inn - Framsóknarmann í fýlu! Ég þykist vita hvað þér finnst um Framsókn .

En ástæður þær er ligga að baki því að ég yfirgaf þennan ágæta félagsskap endanlega eru fyrst og fremst þær að Þráinn var þar mættur og svo þegar ég sá hjarðeðlið í viðbrögðum sumra fundargesta á kynningarfundinum í Iðnó þá áttaði ég mig á því að þetta var nákvæmlega það sama og hjá þeim sem þið eruð að gagnrýna. Fólk dregið í dilka og skilaboðin voru skýr - ef þú ert ekki með okkur geturðu bara drullað þér í burtu! Og svo tók steininn úr þegar þið fóruð að ata VG ósanngjörnum aur m.a. með því að draga hann í dilka með hinum flokkunum og nauðga hugtakinu fjórflokkurinn - eins og það sé nákvæmlega það sema sem fram fer í öllum þeim flokkum. Þá sá ég að fram var komið ómaklegt níð í garð þeirra sem ekki áttu það skilið og því gekk burt og hóf að berjast áfram með minni sannfæringu - en ekki láta hnoða mig inn í hugsunarhátt Borgarahreyfingarinnar.

Því öflugri sem VG verður í vinstistjórn með Samfylkingunni því betur verður hægt að halda niðri í frjálshyggjukrötunum og því öruggari verður rannsóknin á spillingunni. Nú þykir mér hætta á að þessi fjöldi litlu flokka sem eru komnir fram geti orsakað það að hér komi hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir kosningar. Því 12 til 15% atkvæða sem telja ekki inn í heildarútkomuna geta gert 32% Sjálfstæðisflokki og 13% Framsóknarflokki fært að mynda hreinan meirihluta þó atvæði þeirra séu ekki í heild nema 45% - og þá verður ekki hægt að bjarga Íslandi frá endanlegu hruni!

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 23:04

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er ósammála þér með persónuárásirnar á mig og Þráinn. Ef við værum búnir að vera við völd og hefðum haft bein áhrif á líf þitt horfði kannski öðruvísi við, en svo er ekki. Ég ber mikla virðingu fyrir því að Þráinn er maður sem ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum hefur sagt sig formlega úr Framsóknarflokknum vegna algers skorts á lýðræði þar innan dyra. Já, hann féll í þá gryfju að halda að tiltektin í ársbyrjun hefði verið raunveruleg, en sagði sig svo jafn harðan úr flokknum aftur þegar kom í ljós að ekki stæði til að fara í opið prófkjör.

Gremja þín gagnvart Þránni skýrir þó ekki þessar árásir á mína persónu og hinna sem staðið hafa með okkur í mótmælunum.

Ég er sammála þér í því að við eigum bara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, en ég þarf þá að vera tilbúinn til að leita sannleikans en ekki bara ákveða það persónulega hvað skal rétt vera.

Hlakka til að sjá myndbandið - vonandi ekki svo ærumeiðandi fyrir mig að ég verði að leita réttar míns

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ekki fæ ég skilið hvar þú finnur það sem þú kallar árásir á þína persónu Baddi en ég hef einmitt alls ekki talað neitt neikvætt um þig, ekki heldur Birgittu, Cillu, Þór Saari, Herbert og fjölda annara. Eina manneskja sem ég hef nafngreint er Þráinn og svo finnst mér blaðamaðurinn sjálfstæði algjört skoffín líka en flest eruð þið frábær - bara misnotuð af lýðskrumurum.

Viltu svo hætta að afgreiða allt sem ég segi á móti þér sem Gremju - þetta er frekar kjánalegt og í raun væri alveg eins hægt að afgreið Borgarahreyfinguna sem gremjuframboð enda margir af þeim háværustu hjá ykkur í gremju út í aðra flokka!

Sorry, myndbandið er að koma, en þú verður ekki parsáttur þó þar sé þín persóna ekki nefnd í neinu samhengi. Ég geri bara það sem ég geri ávalt - kalla hlutina sínum réttu nöfnum og þið hafið verið að starta umræðu sem byggir á lygi og látið þá kjaftasögu viðgangast að VG hafi kosið yfir okkur eftirlaunaósómann!

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 23:42

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Árásirnar á mína persónu og Birgittu, Cillu, Þór, Herbert og fjölda annarra felast meðal annars í því að kalla okkur gervi byltingarlið, bara til að nefna eitthvert eitt einfalt dæmi.

Hvar og hver var annars að fjalla svona mikið um eftirlaunamálið að þú teljir þig þurfa að verja það sérstaklega?

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 23:48

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég tala um gervi byltingarsinna í Borgarahreyfingunni - ekki alla í hreyfingunni. Þú veist hverja ég á við líkt og ég. 

Margrét Rósa er búin að vera að halda þessu fram út um víðan völl með eftirlaunafrumvarpið.

p.s. myndbandið er komið inn á bloggið mitt:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/841165/

Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 23:59

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þegar að þú tiltekur aðeins Borgarahreyfinguna Þór, þá ertu að tala um alla sem í henni eru. Það gerirðu þér, sem íslensku menntaður maður, vel grein fyrir.

Ég skal hafa orð á þessu við Margréti Rósu, er athugunarvert ef þetta er raunverulega rangt. Ekki þó til þess að skammast eitthvað í henni, það er ekki mitt hlutverk frekar en annarra innan Borgarahreyfignarinnar að vera eitthvað að ala upp meðlimina, heldur einungis til þess að fræðast um hennar hlið málsins.

Baldvin Jónsson, 30.3.2009 kl. 00:06

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ef þú ert að gefa í skyn ég sé ljúga þá eru til heimildir um þessa hluti og þú finnur þær á vef Alþingis - ekki nema þú haldir að þar sé líka verið að ljúga!

Ef þú túlkar hlutina aftur á móti þannig að það sé persónulega árás á þig að kalla Borgarahreyfingun lýðskrum (sem hún er því þar eru lýðskrumarar að notfæra sér ástandið vissulega á ferð á meðal ykkar) að þá get ég ekki hjálpað þér út úr þeirri ranghugmynd. En ég mun halda áfram að kalla hlutina sínum réttu nöfnum áfram, annars langar mig ekki að standa í stappi við ykkur en einhverra hluta vegna þá virðist þið sækja í það að kasta fram hlutum í kringum mig sem gera  það að verkum að ég sé mig tilneyddan til að skrifa um ykkur.

Hlakkar annars mikið til að sjá hvaða fólk mun leiða listana hjá ykkur og staðfestingu á að þið verðið með tilbúna lista í ÖLLUM kjördæmum! Fer mikið eftir hvernig það tekst til hvort ég held áfram að blogga um lýðskrum eða ekki. En þú hefur e.t.v. tekið eftir því að ég hef einnig bloggað mjög fallega um ykkur og skrifaði m.a. langa grein um hversu mikið mig langaði að sjá Þór Saari fara inn á þing.

Þór Jóhannesson, 30.3.2009 kl. 00:23

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Að ætla hreyfingu allri að vera eitthvað vegna einstaklinga innan hennar er miklu mun frekar lýðskrum að mínu mati og er ég þá alls ekki að taka undir orð þín með Þráinn Bertelsson. Tek aftur skýrt fram að ég er afar ánægður með komu hans til okkar frá lýðræðisleysinu í Framsóknarflokknum.

En vegna umræðunnar um Steingrím J. og eftirlaunamálsins þá fékk ég eftirfarandi sent frá mínum heimildarmanni:

Góðan dag.

Steingrímur samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram. Hann baðst löngu
síðar afsökunar á því og sagði það hafa verið mistök. Ögmundur
Jónasson talað strax í desember 2003, þegar frumvarpið var lagt fram,
um "myrkraverk" og "dollarabúð í lífeyriskerfinu".

Afnám eftirlaunalaganna var Ippon. Ráðherrar og þingmenn höfðu verið
með miklu betri lífeyrisréttindi en almenningur í áratugi. Árið 2003
bitu þeir og nálægt greninu og sitja nú á almennu farrými í
lífeyriskerfinu. Njóta nákvæmlega sömu réttinda og aðrir í A-deild
LSR. Lögin eru hins vegar ekki afturvirk, nema að því leyti að ekki er
hægt að vera í fullu starfi hjá ríkinu og þiggja jafnframt eftirlaun.
Geir og Jóhanna og Steingrímur og Ögmundur og margir fleiri mega því
vel við unað að því leyti.

Þetta mál er ekki aktúelt lengur nema til að muna tilhneigingu
fjórflokksins til samtryggðrar spillingar. Samtryggingar. Eitt er
sérlega umhugsunarvert. Með lögunum 2003 fengu þeir formenn
stjórnmálaflokka sem ekki voru jafnframt ráðherrar (hverjir skyltu
það vera?) 50% álag á þingfararkaup. Þetta var NB í frumvarpi um
lífeyrisréttindi! Kaupaukinn stendur enn og sýnir ljóslega hvernig
fjórflokkurinn er að búa um sig í stjórnskipuninni. Hvað kemur
formennska í stjórnmálaflokki Alþingi við?

Þetta tekur reyndar alls ekki af allan vafa með Steingrím J. í eftirlaunamálinu, en skýrir væntanlega mína afstöðu að einhverju leyti.

Ég spyr einnig að því hvar var Steingrímur J. sem í upphafi studdi að frumvarpið yrði lagt fram en sá svo eftir því síðar, þegar kosið var um frumvarpið?

Ég spyr líka að því hvort að þetta frumvarp sem var samþykkt sérstaklega til að hækka laun Steingríms J. og Guðjóns Arnar sem "ekki-ráðherra" á þeim tíma gefi ekki sérstakt tilefni til þess að leggja af alla styrki til stjórnmálaflokka frá Alþingi? Væri það ekki einfaldara og heiðarlegra kerfi?

Baldvin Jónsson, 30.3.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband