Borgarahreyfingin bætir enn við sig milli kannana - og það þrátt fyrir nákvæmlega enga aðstoð fjölmiðlaí millitíðinni

Ég er afar ánægður að sjá að Framsóknarflokks fylgið sé farið að lækka. Það sama ætti að sjálfsögðu að eiga við um Sjálfstæðisflokkinn, en fólkið þar sem beitt var ofbeldi upplýsingaleysis og þöggunar, virðist vera heldur lengur að taka við sér og átta sig á ofbeldinu sem flokkurinn er búinn að beita landsmenn.

Virkilega ánægjulegt að Borgarahreyfingin skuli halda áfram að bæta við sig milli kannana og er það þvert á reynsluna af nýjum framboðum, sem hafa yfirleitt mælst hæst fyrst og síðan snarlækkað í fylgi fram að kosningum. Við erum að bæta við okkur jafnt og þétt og erum þess algerlega fullviss að við verðum með okkar fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar.

Við erum einnig að eiga við gríðarlega lýðræðisskekkju þegar kemur að fjölmiðlum, en þeir fjalla ítrekað ítarlega um fjórflokkinn en setja síðan nýju framboðin og Frjálslynda undir einn hatt sem ber heitið "aðrir". Er það trúverðug og óháð fréttamennska? Nei segi ég.

Ég hvet ykkur eindregið til þess lesendur mínir kærir að senda  áskorun á helstu fjölmiðla þess efnis að þið fáið réttar og upplýstar fréttir af gengi flokkanna, þar sem öllum framboðum er gert jafn hátt undir höfði.

Svei mér þá ef  Borgarahreyfingin þarf ekki bara að taka verulega til í fjölmiðlaflórunni líka þegar við verðum komin á þing.

Við erum með kynningarfund á Akranesi í kvöld - endilega láttu sjá þig :)


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að þetta er smávægilegt en þetta skiptir allt máli. Líttu líka á fréttina um skoðanakönnunina í fréttablaðinu í dag. Á forsíðu er nafnið á Borgarahreyfignunni nefnt á undan frjálslyndum og svo eru myndir af öllum flokkunum sem eru á þingi á forsíðu. Svo lestu greinina inn í blaðinu og þá eru frjálslyndir nefndir á undan borgarahreyfingunni. Veit vel að þetta eru smámunir en þetta skiptir samt máli. Finnst þetta vera lágkúruleg blaðamennska og gera lítið úr nýjum framboðum.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband