Borgarahreyfingin mun taka á þessum málum!

Það er alveg ljóst í okkar huga að þessi mál, hvert og eitt þeirra, verða rannsökuð sem sakamál. Íslenska þjóðin var rænd fyrir fram alþjóð og ráðamenn landsins stóðu bara hjá og gerðu lítið annað en að reyna að breiða yfir vandræðin og rufu þar með samfélagssáttmálann. Við kjósum að veita þeim völd gegn því að þeir vinni fyrir okkur og verji okkar hagsmuni. Það traust okkar hefur verið stórkostlega misnotað og verður að taka aftur til okkar, þjóðarinnar.

Hreinn Loftsson kemur fram í þessari grein og í raun staðfestir með frásögn sinni að sala bankanna hafi á endanum verið pólitískt valdatafl.

Ég kann Hreini bestu þakkir fyrir, það verður afar hjálplegt að hafa þessar upplýsingar við hendina ásamt öllum öðrum sem málinu tengjast, þegar að raunveruleg rannsókn sakamálsins hefst.

X við O er atkvæði með því að fá svör og uppræta spillinguna.


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi sjáum við handtökur, kyrrsetningu eigna og alvöru rannsókn fljótlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband