Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!

Þetta þykja mér góðar fréttir og enn eitt frábært dæmi um að barátta fólksins skilar árangri. Við erum vöknuð og nú mun hvert vígi spillingar á fætur öðru falla á næstunni. Það eru alveg hreinar línur að stjórn HB Granda hefði aldrei látið undan kröfum starfsfólksins hefði ekki komið til víðtækur þrýstingur grasrótarinnar í samfélaginu, bæði frá mótmælum, bloggurum og verkalýðshreyfingunni.

Látum þessi dæmi verða okkur innblástur - við getum ef við viljum, breytt samfélaginu okkar til betri vegar. Ég trúi því af einlægni að X við O muni skila okkur því. Borgarahreyfingin er hreyfing venjulegra borgara sem vilja ná aftur til þjóðarinnar okkar eðlilegu réttindum sem borgarar. Lýðræðið er okkar.

http://xo.is

Sá frábært myndband á netinu sem ég set hérna inn með. Frábært og einfalt dæmi um hversu auðvelt er í raun að snúa hlutunum við og til betri vegar Smile

 


mbl.is HB Grandi hækkar laun starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki gerðu þeir þetta með glöðu geði. Ekki höfðu þeir reisn til að segja: "Að sjálfsögðu umbunum við starfsfólkinu sem staðið hefur undir fyrirtækinu" nei þeir létu undan þrýstingi með ólund.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Finnur

Hinir gráðugu munu aldrei gefa neitt eftir með glöðu geði. 

Þess vegna þarf að berjast og það að þeir skildu sjá að sér og ákveða að standa við umsamdar launahækkanir er viss sigur.

Þetta leggur línuna fyrir aðra, í dag er ekki litið á græðgi með þeirri aðdáun sem var gert fyrir hrun.

Ágúst Guðbjartsson, 20.3.2009 kl. 19:14

3 identicon

OJ !

Þessi óhugnanlega græðgi , vekur hroll .

Arður en ekki launahækkun . Þetta endar með skelfingu , fyrir þá gráðugu .

Kristín (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 19:22

4 identicon

Það er eitthvað að ykkur..!! umhverfislið sem húkir í 101 og veit ekkert hvað er í gangi útí þjóðfélaginu...

 Veruleikafyrtir höfuðborgabúar sem hélduð að þið gætuð sungið kumbaja og selt hvort öðru gallabuxur og kaffi sem settuð þessa þjóð á hausinn...!!!

tumi (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndbandið er magnað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:40

6 identicon

Þeir hefðu komist upp með svona áður. Nú hefur fólk vaknað upp og  lætur ekki bjóða sér svona svínarí. Við þurfum öll að vera á varðbergi þegar siðlausar aðgerðir eins og það að standa ekki við gerða kjarsamninga eru annars vegar. Það stóð ekki á þessu fyrirtæki að styrkja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í síðustu kosningum um sinn hvorn 300.000 kallinn. Ætli þeir séu búnir að borga í kosningasjóði þeirra núna?

Hvað var verkalýðsfélag starfsmanna að gera á meðan? Voru þeir á fullu að reyna að halda í kjarasamninga eða voru þeir bara að strjúka kviðinn?

Áfram XO

Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 00:12

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við getum haft áhrif - svo sannarlega, gefur vonandi fyrirheit um það sem koma skal.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband