Borgarahreyfingin - þjóðin á þing - Hver erum við?
19.3.2009 | 08:11
Las afar góðan pistil Sigurlaugar Ragnarsdóttir, félaga míns í Borgarahreyfingunni á Facebook núna áðan og tek mér það bessaleyfi að birta hér. Flott skrif að mínu mati og skýra vel hver við erum.
Hver er Borgarahreyfingin?Borgarahreyfingin samstendur af fólki sem örlögin leiddu saman síðast liðið haust á umbrotatímum í íslensku samfélagi. Hreyfing sem varð að byltingu sem mótaði nýja hefð fyrir mótmælum á Íslandi.
Við erum fólkið sem vöknuðum upp við einstakar aðstæður í íslensku samfélagi og tókum þá ákvörðun innra með okkur að standa saman í byltingunni hvað sem það kostaði. Við ákváðum að standa vaktina þegar að holskeflan tröllreið íslensku samfélagi og við stöndum vaktina enn. Við erum aðhaldið sem íslensk stjórnvöld skorti, fólk úr öllum stéttum samfélagsstigans, þverpólitísk og á öllum aldri. Við erum fólkið sem vildum hjálpa samfélaginu við erfiðar aðstæður, beina hugarorkunni saman og gefa samfélaginu von. Okkar eina markmið er að hugsa í lausnum og að standa sem þéttast saman. Við skynjum brýnandi þörfina fyrir samstöðu, samheldni og samkennd meðal íslensk almennings. Samstaðan og samheldnin hefur komið okkur langt á rúmum sex mánuðum og gerir enn. Því getur það reynst mönnum erfitt að setja Borgarahreyfinguna í einhvern ákveðinn ramma þar sem ramminn er enginn. Það er enginn ákveðinn leiðtogi heldur er það lýðræðið sem hér er við völd. Við stöndum frammi fyrir andlegri hugarfarsbyltingu og hún er í stöðugri mótun. Við vitum kannski ekki allt en við vitum þó eitt; að ef samstaðan er fyrir hendi þá er hægt að yfirstíga alla erfiðleika af hvaða toga svo sem þeir kunna að vera. Við höfum margsinnis sýnt fram á að það sem við viljum gera, það gerum við sama hvað hver segir. Ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt og það höfum við sannað.
Það fallega við byltinguna er sú staðreynd að hún er sjálfsprottin hreyfing úr hugum fólks sem fæddist við erfiðar aðstæður. Hún er ekki einkavædd og þar af leiðandi ekki til sölu. Hún býr ekki í húsum heldur i hjörtum landsmanna. Hún er hvergi á förum heldur er hún komin til að vera.
Við í Borgarahreyfingunni boðum réttlæti fyrir alla, siðferði fyrir alla og lýðræði fyrir alla. Íslenskt samfélag má vera í efnahagslegum molum. Við teljum að úr því megi bæta ef við hugum að sameiginlegri velferð okkar allra á lýðræðislegan hátt. Við viljum standa vörð um lýðræðið í framtíðinni, gera það bæði sjáanlegt og áþreifanlegt fyrir alla.
Borgarahreyfingin samstendur því af fólkinu sem ákvað að berjast fyrir lýðræðinu og um leið fyrir framtíð Íslands. Borgarahreyfingin samanstendur því af almenningi þessa lands og er þverskurðurinn á íslensku samfélagi. Borgarahreyfingin er fólkið og hún er til staðar fyrir fólkið. Það má segja að sú hugarfarsbylting sem hér hefur orðið er ekki af staðlaðri stærð og passar því kannski ekki inn í stjórnarfarslegt hugarfar landans sem stendur frammi fyrir hugarfarslegri byltingu á hverjum degi.
Borgarhreyfingin má því reynast framandleg fyrir marga. En jarðvegurinn fyrir hana er tilbúinn og sáningartíminn er byrjaður.Allir þurfa sinn tíma til að meðtaka hugtakið um lýðræðið og innbyrgja boðskapinn, sérstaklega með tilliti til þess að flestir einstaklingar eru nánast pólitískt forritaðir og vilja tilheyra annað hvort flokkum sem eru til hægri, vinstri eða miðju.
Við erum fólkið sem treystum okkur á sínum tíma til að fylgja hjartanu af einlægri staðfestu, vera í stöðugri mótun, í stöðugri baráttu og lærðum að treysta hvort öðru við ólíklegustu aðstæður.Því getum við aldrei fallið inn í neitt ákveðið mót, því mótið sjálft er í stöðugri mótun. Við erum byltingin sem berst enn í hugum og hjörtum landans, sú tilfinning að vera hluti af stórkostlegu afli sem hefur skapast við aðstæður sem á sér engar líkar hér á landi.
Við erum fólkið sem stöndum anná vaktina og teljum okkur því fullfær um að standa vaktina innan Alþingisveggja sem og að utan þeirra. Við teljum það nauðsynlegt fyrir íslenskan almenning að vita af okkur inni á þinginu þar sem almenningur hefur sannreynt okkur margoft og veit að við fylgjum okkar málum á enda.
Lýðræðið grætur og mun halda áfram að gráta ef sjálfsprottnir boðberar þess fá ekki að standa vörð um hagmuni þess í framtíð okkar íslendinga. Meginmunurinn á Borgarahreyfingunni og öðrum framboðum er því sá að Borgarahreyfingin er sjálfsprottin hreyfing í meðvitund ólíkra einstaklinga sem tóku þá ákvörðun að standa vaktina fyrir fólkið í landinu þegar að íslensk stjórnvöld brugðust.
Þegar að almenningur kýs Borgarahreyfinguna er hann um leið að kjósa sér vörð um lýðræðið inni á Alþingi. Vörð sem kemur úr röð þeirra varðmanna sem mun halda áfram að standa vaktina jafnt innan veggja Alþingis og á Austurvelli.
Við erum tilbúin til að vera brúin inn á þing fyrir fólkið, þess vegna segjum við " þjóðin á þing "!
Brúin er brotin og hana þarf einfaldlega að laga.
Sigurlaug Ragnarsdóttir
Eva Joly hreinsar út á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Akkúrat. Virkilega fallega fram sett og ég finn til stolts að tilheyra þessum góða hópi.
Ég er viss um að Borgarahreyfingin á sér stað í huga margra og örugglega líka í kjörklefanum ef fólk kýs samkvæmt sannfæringu sinni og með hagsmuni afkomenda sinna að leiðarljósi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 08:43
Falleg ræða. Ég var sjálfur á Austurvelli marga laugardaga. En fólkið í landinu vill lausnir. Hvað hafið þið að bjóða annað en að segja að þið séuð brú milli þjóðar og þings? Ekki fleiri innantóma frasa eins og hefur hingað til verið háttur fjórflokkanna.
Stefnuskrá fer að óskast.
Kveðja,
M.
Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 16:58
Stefnuskráin er á www.borgararhreyfingin.is
Arinbjörn Kúld, 19.3.2009 kl. 17:14
Takk Arinbjörn. Ég skoða málið strax :)
Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 17:29
Til hamingju með aukið fylgi 2.5%... Þetta kemur allt saman! Ég held að nú sé ástæða til að fara að ræða alvarlega við fjölmiðlamenn, það er ekki eðlilegt hvað Borgarahreyfingin er hundsuð
Aðalheiður Ámundadóttir, 19.3.2009 kl. 19:11
Besta leiðin til að fá athygli fjölmiðla Alla er að gera bara eitthvað athyglisvert og skemmtilegt :)
0,4% síðast og 2,5% núna er flott stökk milli vikna, nú er bara að halda fluginu áfram og taka 2,1% á viku í aukningu héðan í frá fram að kosningum.
Baldvin Jónsson, 19.3.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.