Framsóknar madamman lausláta beitir nú til skiptist ógn og meðvirkni

Ég held að Sigmundur Davíð sé að mislesa stöðuna kröftuglega núna eða viljandi að túlka hana á þennan máta. Fyrir mér er málið einflat, fylgi Framsóknarflokksins hefur snarminnkað vegna þess einfaldlega að þrátt fyrir "Nýju fötin Keisarans" opinberaði framsóknar madamman sig snarlega og byrjaði strax að beita meðvirkni þrýstingi í stjórnarsamstarfinu til að fá sín mál í gegn. Ekki við öðru að búast væntanlega og líklegt að hinir þingflokkarnir hefðu beitt sömu aðferðum í sömu stöðu. Það er kannski einmitt stór hluti af undirliggjandi vanda þingsins. Þessi aðferðarfræði er skítug og það að selja atkvæði sín í stuðning við þessa minnihluta ríkisstjórn var skítugt og bitnar núna á Framsóknarflokknum.

Þessu þarf að breyta, þessum aðferðum þarf að útrýma. Þetta er ekki lýðræði, þetta er "undir borðið" kaupmennska með atkvæði og umboð þjóðarinnar.

Mér finnst þetta tilefni til að ítreka þessa spurningu sem ég spyr svo gjarnan þessa dagana: "Ætlar þú í alvöru að treysta fjórflokknum til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir og skerða þar með völd sín?"

Borgarahreyfingin er fólkið sem er búið að standa vaktina ásamt fjölda annarra, síðan í byrjun október. Endilega lesið grein Páls Baldvins á Vísi um sama mál. Hörður Torfa er búinn að vinna þrekvirki með laugardagsmótmælunum og að mínu mati var það líka fyrir hans tilstilli sem að mótmælin byrjuðu framan við Alþingishúsið í byrjun janúar. Þau mótmæli öðluðust hins vegar strax eigið líf, eitthvað sem að Hörður sá ekki fyrir sagði hann mér, og urðu að kviku sem náði markmiðum sínum.

Við felldum ríkisstjórnina, Alþingi var rofið, búið er að skipta um stjórn bæði í Fjármálaeftirlitinu og í Seðlabankanum og það lítur út fyrir að stjórnlagaþing nái fram. Þar er hins vegar búið að ræna frá okkur fólkinu þeirri hugmynd og gera hana skítuga. Skítuga af flokksræði og það þarf einmitt að varast. Stjórnlagaþingið verður að vera þjóðin fyrir þjóðina. Ekki sérvaldir gæðingar sem það eiga að sitja, valdir af flokksmaskínunum. Þá getum við alveg eins notað bara Alþingi til stjórnarskrár breytinga áfram, Alþingi sem þrátt fyrir að hafa haldið úti nefnd um málið árum saman hefur nákvæmlega ekkert gert í málinu, að undanskildum þeim breytingum sem gerðar hafa verið undanfarin ár til lýðræðisskerðingar og aukningar á vööldum flokkanna. Það var heldur ekki okkar kostur að mynduð yrði ný ríkisstjórn, minnihluta stjórn með meðvirkni stuðningi annars smáflokks, en valdsýki atvinnu stjórnmálamanna virðast því miður fá takmörk sett.

Við erum búin að standa vaktina fyrir þjóðina. Viltu ekki treysta okkur til að standa vaktina áfram inni á Alþingi þar sem að við höfum þá raunveruleg tækifæri til að koma okkar allra málum, málefnum þjóðarinnar, á framfæri?

X við O í kosningunum snýst um það!  http://www.xo.is

http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/


mbl.is Iðrast stuðnings við stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur. Minn hugur segir mér að í huga margra kjósenda þá verða þessir fjórflokkar að vera við stjórnvölinn annars hrynur allt. Það er þessum þankagangi sem þarf að breyta! Óttann við 5% regluna þarf að breyta! Ég skil ekki einu sinni talið um þessi 5% Ég trúi ekki öðru en Íslendingar munu streyma á kjörstað til að kjósa Borgarahreyfinguna.

Jóhann (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband