Siðbótin nær þó að minnsta kosti einhverri athygli á Suðurlandi

Ég óttaðist það mest að Árna Johnsen myndi takast að ná í fyrsta sætið á Suðurlandinu. Ekki það að ég vilji Sjálfstæðisflokknum neitt nema langa hvíld núna frá þingstörfum, en það hefði engu að síður verið afar taktlaust gagnvart þjóðinni, sem er að horfast í augu við hvernig búið er að arðræna hana gjörsamlega, að kjósa Árna ofarlega á lista.

Já ég veit, maðurinn er búinn að sitja af sér. Mér þykir það bara lítið merkilegt í því ljósi að fljótlega eftir að hann var látinn laus kemur hann fram í viðtali og lýsir undrun sinni á málinu öllu og sýnir ekki vott af sektarkennd eða auðmýkt. Að sjálfsögðu á ekki að treysta svoleiðis fólki til að stýra þjóðarskútunni.

Borgarahreyfingin er í óðaönn að skipuleggja uppbyggingarstarf á Suðurlandi. Endilega sendu okkur línu ef þú vilt taka þátt í starfinu okkar þar.

X við O er borgaraleg skylda sér hvers Íslendings - við verðum að verja börnin okkar!


mbl.is Ragnheiður Elín efst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki óttaðist ég að Árni Johnsen næði fyrsta sætinu. Ég vonaði það. Eru atkvæði vestmanneyinga örugglega komin í púkkið?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já þú meinar, hefði hjálpað okkur hinum í komandi kosningum væntanlega að hafa hann efst á blaði......

Baldvin Jónsson, 15.3.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

En það sýnir hversu hirðfíflin í Vestmannaeyjum er siðlaus að þau kusu samt Árna á undan mjög svo frambærilegri konu frá eyjunum Írisi Róbertsdóttur - sem lenti í 5. sætinu!

X-V á kjördag ;)

Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 02:12

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég er löngu löngu hættur að botna í sunnlenskum sjálfstæðismönnum.... hér í Bandaríkjunum mega dæmdir sakamenn ekki einu sinni kjósa...hvað þá bjóða sig fram til embættis.   En jú vissulega fékk Árni uppreist æru hjá vinum sínum á meðan forsetinn skrapp til útlanda að dásama útrásina....æ þessum íslendingum er ekki viðbjargandi!!! 

Róbert Björnsson, 15.3.2009 kl. 04:20

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Því miður Róbert þá er siðferðisvitundin hér á svo lágu plani að skömm þykir í hinum vestræna heimi - vinur minn í Írlandi sagði við mig um daginn eftir að hafa fylgst með fréttum héðan að hann hefði aldrei gert sér grein fyrir að Ísland væri svona spillt land eins og Rússland, fyrr en nú.

Og allt er þetta í raun vegna pólitískrar forheimsku kjósenda sem velja aftur og aftur Sjálfstæðisflokk (auðvalds- og spillingarflokkinn) og Framsókn (einkavinaútgerðar- og spillingarflokkinn).

Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 11:54

6 identicon

Árna Johnsen elskar að vera í bandi við sína kjósendur allt kjörtímabilið ekki bara rétt fyrir kosningar. Það er hans styrkur og líka hann vill öllum vel í raun gerir sem hann getur.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:05

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Og nú hefur komið í ljós Baldvin Jónsson að þessi færsla þín var aldeilis skrifuð áður en endanleg niðurstað varð ljós enda endaði siðvillingurinn í 2. sæti sem er öruggt þingsæti!

Athugasemd Baldvins Nielsen í Reykjanesbæ segir meira um þankagang hirðfíflanna en 1.000 orð.

Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 14:12

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

"X við O er borgaraleg skylda sér hvers Íslendings - við verðum að verja börnin okkar!"

Þarna ferðu illa með hugtakið og gerir lítið úr lýðræðislegum rétti Íslendinga til að kjósa aðra flokka. Auðvitað ber að virða þá sem kjósa Borgarahreyfinguna en hér ríkir lýðræði og mikilvægt að það sé virt.

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 18:47

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hilmar, ríkir hér lýðræði??

Ég hef ekki orðið var við það og heyrist á mörgu af nýja fólkinu sem að var að reyna fyrir sér núna í prófkjöri flokkanna að þar sé hreint ekki verið að auðvelda nýju fólki að koma sér á framfæri.

Hér ríkir einfaldlega alræði Hilmar. Alræði flokka og framkvæmdavalds.

Baldvin Jónsson, 15.3.2009 kl. 19:03

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við hverju bjóstu Baldvin? Eins og ætíð áður sér Árni um sína og í staðinn sér hann um þá.

Mantra dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins er því svona;

Ef þú gerir

eins og þú hefur ætíð gert

muntu ætíð fá það

sem þú ætíð færð.

Ef þú villt

það sem þú hefur aldrei haft

verður þú að gera það

það sem þú hefur aldrei gert áður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2009 kl. 19:22

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Já hér ríkir lýðræði. Heldur þú að Borgarahreyfingin fengi að vera til ef alræði væri? Í slíkum löndum eru allir flokkar bannaðir fyrir utan einræðisflokkinn. Ég fagna komu hreyfingar þinnar og get vel hugsað mér að styðja hana en stundum finnst mér þið vera full öfgafull t.d. með að segja lýðræði ekki ríkja hér.

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 20:13

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hér ríkir ekki lýðræði Hilmar - hér ríkir flokksræði af verstu tegund enda margir fróðari og óháðari einstaklingar en ég, þú eða Baldvin bent ítrekað á það í aðdraganda byltingarinnar. Taktu nú strútshausinn á þér upp úr sandkassanum og áttaðu þig áður en þú kýst aftur Sjálfstæðisflokkinn hvernig þú ert - og hefur verið - þátttakandi í að grafa undan lýðræði á Íslandi.

Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 20:18

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hilmar, ég skil þig vel. Var lengi í þeirri stöðu sjálfur að trúa því að kerfið hér virkaði. Ef kerfið hérna virkaði og lýðræðið væri virkt í raun hefði Borgarahreyfingin einfaldlega aldrei orðið til. Er þó kannski almennt orðvarari maður en Þór vinur minn og kann því illa að þér sé líkt við strút hér.

Spillingin er einmitt að stóru leyti í því falin að telja okkur trú um það að hér ríki lýðræði en eftirláta okkur síðan afskaplega lítið vald til þess að hafa áhrif á það. Ef hér væri virkt lýðræði myndum við sjá hugsjónir komast á Alþingi af og til, ekki bara þrautþjálfaða flokkshvolpa. Ef hér væri virkt lýðræði gæti þjóðin stundum gripið inn í atburðarrás en þyrfti ekki að standa eins og kjánar í miðbænum og berja á pönnur.

Ef hér væri virkt lýðræði í fullum skilningi þess orðs væri hér virkt löggjafaþing, pólitísk ábyrgð væri viðurkennd og þjóðinni væri ekki haldið í myrkri upplýsingaleysis.

Baldvin Jónsson, 15.3.2009 kl. 22:02

14 identicon

Það er flott lýðræðið í Danmörku. Þar refsa kjósendur sínum flokkum ef þeir standa sig ekki. Í Danmörku þarf bara að ná 2% fylgi til að fá þingmann kosinn inn á þing. Ég bjó í Danmörku í 4 ár og það var gaman að fylgjast með umræðunni í pásunum í vinnunni sem dæmi. Danirnir voru og eru svo félagslegir þeir þora að hafa sínar skoðanir opinberlega sem gefur lífinu gildi því það gefur persónunni svo mikið frelsi í hjarta sínu að geta tjáð sig eftir sannfæringu sinni án þess að óttast. Íslendingar eiga það til að vera hópsálir þar sem einstaklingur sem tilheyrir  hjörðinni óttast að vera settur af ef hann er ekki eins og allir hinir. í þessu andrúmslofti þríft oft vel einelti sem er örðið mjög slæmt hér á landi í smafélaginu s.s í skólum og vinnustöðum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:47

15 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel margt illa hafa farið en trúi jafnframt að með kosningum getum við breytt því sem illa fer. Því er einmitt mikilvægt að fá nýjan flokk eins og Borgarahreyfinguna fram á sjónarsviðið og finnst mér það frábært framtak og gefur fólki val á að kjósa ykkur. Ég stend við þá spá mína enn að þið náið fólki inn á þing þrátt fyrir lakan árangur í fyrstu skoðanakönnun.

Er þó sammála þér að auka mætti lýðræði hér og þakka þér fyrir að andmæla orðum Þórs um mig. Hann er ágætur maður en mér finnst hann þó of dómharður

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband