Besta þingmanni Samfylkingarinnar hafnað af kjósendum í prófkjöri

Því meira sem ég les af prófkjörs fréttum því leiðari verð ég. Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um allt frá öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi er afar litla breytingu að sjá. Breytingin er helst hjá D og S listum vegna veikinda fyrri leiðtoga.

En mikið þykir mér leitt að sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur ekki lenda ofar í prófkjöri S lista í kraganum. Hún er í mínum huga án vafa besti þingmaður S listans eða að minnsta kosti jafn góð og Jóhanna hefur reynst í gegnum tíðina. Þórunn hefur fylgt sannfæringu sinni eins og þingmönnum ber, en þó alla tíð tekið tillit til sjónarmiða þeirra sem að störfum hennar hafa komið.

Þarna er S listinn mögulega að missa frá sér virkilega heiðvirða manneskju, nokkuð sem virðist vera í útrýmingarhættu í íslenskum stjórnmálum og hefur verið um nokkurt skeið.

Það er ljóst að ef að fólk vill í alvöru sjá breytingar eins og almenningur hefur verið að tala um að þá erum við í Borgarahreyfingunni eini kosturinn í stöðunni.  X við O er leiðin frá spillingunni, leiðin til réttlætis.

http://www.xo.is


mbl.is Árni Páll sigraði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kjósendur eru að hafna öfgafólki í umhverfisvernd.Það gerðist líka í R.vík.Það hefði mátt gerast fyrr.

Sigurgeir Jónsson, 14.3.2009 kl. 22:26

2 identicon

Þórunn var Ingibjargar Sólrúnar.

Sigurgeir er náttúrlega að rugla.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Þráinn, það er eflaust hægt að setja einhversstaðar út á Þórunni og hún var án vafa í Ingibjargar liði.  En öfgamanneskja var hún ekki í umhverfisvernd. Þar var hún einmitt sterkust, gat lagt sínar eigin skoðanir til hliðar og skoðað málin hlutlaust. Styrkleiki sem að fleiri þyrftu að temja sér á þingi, svona um það bil 63 talsins.

Baldvin Jónsson, 15.3.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sammála frummælanda varðandi Þórunni.

Nú þegar kreppir að er freistandi að kasta krónunni fyrir aurinn í umhverfismálum.

Það má ekki gerast.

Þórður Björn Sigurðsson, 15.3.2009 kl. 02:45

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þórunn ísbjarnarbani. Mun detta út af þingi. Ég hef litla sem enga skoðun á henni né störfum hennar. Kannski merki um góð störf. En ég eins og þú Baldvin verð æ daprari eftir því sem ég skoða meira af prófkjörsfréttum. Sama fólkið og kom okkur til andskotans þykist vera best til þess fallið að leiða okkur úr myrkrinu og í ljósið. En það er ljós í myrkrinu og þangað fer ég.

Arinbjörn Kúld, 15.3.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband