Vond spá lá fyrir snemma í kvöld - af hverju staldrar fólk ekki við?

Ég velti því fyrir mér af hverju fólki finnst bara sjálfsagt að sjálfboðaliðar í björgunarsveitum séu úti allar nætur að bjarga því af Hellisheiðinni?

Það kemur fyrir að heiðin verður ófær og það er þá vandlega kynnt af lögreglu báðum megin hennar. Fólk leggur engu að síður á heiðina og það oft á ekki bara litlum, heldur einnig vanbúnum bílum. Fólk hugsar kannski með sér "mér verður amk alltaf bjargað þá bara".

Veit fólk ekki að þessar hetjur sem fylla björgunarsveitirnar eru sjálfboðaliðar?

Horfum aðeins fram á veginn - hugsum áður en við framkvæmum.

Já og mundu að kjósa eitthvað nýtt - þú getur ekki viljað bara það gamla áfram er það?  http://www.xo.is


mbl.is Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála !

Fólk mun gera þetta þangað til að það þarf að borga útkall eða einhverja sekt.

Af hverju getur lögreglan ekki sektað fyrir að óhlýðnast fyrirmælum ?

20.000 kall sekt yrði fljót að breyta þessu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Hjartanlega sammála! Skrýtið að fólk skuli ekki sýna meiri fyrirhyggju en þetta, vitandi hvernig færðin getur verið á Íslandi um vetur.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fólk gerir þetta sennilega af sömu ástæðu og það kýs alltaf sama aulaliðið á þing, nefnilega heimsku einni saman.

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kannski gerir fólk allt til að komast heim til sín.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.3.2009 kl. 02:40

5 identicon

Svo fólk komist kannski heim til sín.... athyglisvert... ef fólk leggur á heiðina í svona veðri þá er ekkert hægt að ábyrgjast að það komist nokkurntímann heim, næsta heimsókn ættingjanna verður þá að fallegu leiði til að setja blómakransinn á það. "að komast heim til sín" eru engin rök til að stofna sjálfum sér og öðrum í hættu, það kemur alltaf annar dagur til að gera það.

Jói (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 07:54

6 identicon

Mér finnst þessi bloggfærsla þín bera þess merki að þú þurfir ekki að fara yfir fjallveg til að komast heim til þín. Ég var einn af þeim sem voru stopp við Litlu kaffistofuna í gærkvöldi og það voru margir bílar þar. Ekki vorum við fastir en komumst ekkert vegna þess að veðrið vað svo slæmt að ekkert skyggni var. Björgunarsveit keyrði svo á undan okkur til Reykjavíkur aftur og ég þurfti að fara á hótel vegna þess að ég get bara ekki fengið gistingu í Reykjavík. Það er ástæðan fyrir því að fólk fer af stað. Veðrið var ekki svo slæmt í bænum þegar ég fór af stað. Maður vonar alltaf að komast. Ekki var búið að loka þrengslunum þegar ég lagði af stað og er það ástæðan fyrir að ég allavega fór. Þú þarft aðeins að horfa út fyrir þitt verndaða borgarumhverfi áður en þú setur svona vitleysu fram.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 09:17

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þórður, þessi færsla mín ætti frekar að bera þess merki að ég hef verið afar mikið á fjöllum og þekki hætturnar sem þar leynast, sérstaklega þegar verður eru válynd.

Ég á líka marga góða félaga fyrir austan fjall sem allir eiga það sameiginlegt að vinna á höfuðborgarsvæðinu og margir þeirra hafa, eftir að hafa lent í vandræðum einu sinni (eða oftar reyndar í einu tilfellinu, hann er þrjóskur sá ) búið sér til einhvers konar plan til að fylgja þegar að heiðin og Þrengslin lokast eða er við það að lokast. Plönin þeirra eru misjöfn en miða þó öll að því að fara EKKI yfir þegar ljóst er að mikil hætta geti í því falist.

Þú Þórður ert ekki einn þessara aðila vonandi sem að ég undrast í sífellu hugsunarleysið hjá þar sem að þú greinilega hafðir vit á því að stoppa við Litlu Kaffistofuna í stað þess að halda út í óvissuna. Reynslan mín er sú að Lögreglan og Björgunarsveitir eru ekki að vara fólk við að óþörfu. Reynslan er þvert á móti sú að þegar að þessir aðilar vara fólk við og fólk hlustar ekki að þá skapast gjarnan bæði hætta og mikill kostnaður af fólki sem hugsar eki lengra en út fyrir eigið nef.

Þú dæmir mig hér af landsbyggðarhroka Þórður, ég þekki hálendið okkar afar vel og veðrin sem að það og fjallvegirnir okkar bjóða upp á. Ég er með afar vel útbúinn fjallabíl með öllum græjum, ég hugsa mig engu að síður stundum um áður en ég legg út í ævintýrin, eins og þú hefur að virðist sjálfur gert í þessu tilfelli.

Þessi færsla var til þeirra sem að létu ekki segjast og fóru áfram á heiðina í þeirri vissu að þeir væru svo spes að þeir gætu þetta alveg.

Baldvin Jónsson, 14.3.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband